Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 35
 | FÓLK | 7 Chanel heldur áfram að sýna strigaskó í margs konar útfærslum á sýn- ingum sínum fyrir haust og vetur 2014–2015. Í þetta skiptið eru það hnéháir uppreimaðir strigaskór, líkt og stígvél. Á þriðjudag var Chanel með sýningu í Grand Palais í París og þar mátti sjá margt frægt fólk eins og Rihönnu og Keiru Knightley sem báðar voru klæddar í Chanel- fatnað frá toppi til táar. Á tískuvikunni í janúar voru allar fyrirsætur frá Chanel í skrautlegum strigaskóm en nú hafa þeir breyst í stígvél. Strigastígvélin eru bæði í ólíkum litum og efnum, sum úr týpískum Chanel-efnum. Þarna mátti sjá bleik stígvél, græn, grá, svört og vín- rauð. Við stígvélin voru hnésíð pils og dragsíðar kápur. Karl Lagerfeld leggur áherslu á þægilega skó, líkt og fyrirrennari hans, Coco Chanel, gerði. Þægilegheit fyrir nútímakonur sem alltaf eru á fullu. UPPREIMAÐIR STRIGASKÓR HJÁ CHANEL NÝJU SKÓRNIR FRÁ CHANEL Svolítið öðruvísi strigaskór en þeir verða í mörgum litum næsta haust hjá Chanel. Draumavaralitur úr vaxlitum barna Það eru eflaust einhverjir sem trúa því ekki en ein besta leiðin til að uppfæra varalitasafnið eða jafnvel bæta við það er að búa til eigin varaliti úr vax- litum. Það er mjög einföld og um leið sniðug aðferð til að endur- nýta gamla liti sem börnin eru hætt að nota. Þetta hljómar ef til vill eitthvað skringilega í eyrum sumra en í flestum vara- litum eru alls kyns aukaefni sem eru ekki í vaxlitum. Þeir eru búnir til fyrir börn og eru eiturefnafríir. Með því að búa til eigin varaliti eru öll inni- haldsefni þekkt og auk þess er auðvelt að stjórna því hvaða litur verður til. Það sem þarf í varalitargerð- ina er einn vaxlitur (eða blanda af fleirum en þá þarf magnið að jafngilda einum lit), ein teskeið af kókosolíu og lítil krukka með loki. Einnig má bæta í þetta til dæmis glimmeri eða bragðefn- um eins og vanillu eða möndlu. Liturinn og olían eru brædd saman yfir vatnsbaði á vægum hita. Ef glimmer eða bragðefni eru notuð er þeim líka bætt út í. Þegar allt hefur blandast vel saman er litnum hellt í krukk- una og hann látinn kólna. Svo er hægt að leika sér endalaust með liti og áferð. Ef liturinn er of þurr má blanda meiri olíu við hann og öfugt ef hann er of glansandi. Nú er bara um að gera að leita að gömlu litunum og skella í draumavaralitinn. ■ NÝTT TREND? Leikkonan Keira Knightley vakti mikla athygli þegar hún mætti á Chanel-tískusýninguna á tískuvikunni í París á þriðju- dag í fötum sem undirstrikuðu ótrúlega grannt mitti hennar. Keira var klædd í hvítt pils og víðan topp í stíl. Undir var hún í níð- þröngum svörtum aðhaldsbol sem glitti í á milli. Hann sýndi örmjótt mittið sem virkaði enn mjórra á móti víðum efri og neðri parti. Leikkonan hefur ætíð verið grann- vaxin og sjálfsagt hefur ekkert breyst hvað það snertir en hér gengur hún skrefi lengra í að undirstrika vöxtinn. UNDIRSTRIKAR GRANNT MITTIÐ Levi´s Smáralind – Levi´s Kringlunni - Levi´s Glerártorgi 20% af öllum Revel buxum Tilboð gildir til sunnudags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.