Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 34
FÓLK|TÍSKA Ég hef sennilega saumað hátt í 60 búninga, fyrir ýmis félög. Á sambandsmóti á ég oft í kringum 18 búninga. Þá er sérstaklega gaman að fylgjast með keppninni,“ segir Kristín Þöll Þórsdóttir, klæðskeri á Akureyri og höf- undur margra búninga sem íslenskar skautadrottningar klæðast á ísnum. Tvær dætur Kristínar, Hrafnhildur Ósk og Kolfinna Ýr, æfa og keppa á skautum með Skautafélagi Akureyrar og hefur Kristín Þöll saumað búningana á þær. Hún segir saumaskapinn á skautabúningum ólíkan öðru. „Sá fyrsti var kannski ekki beysinn hjá mér en ég hef lært mikið á þessum átta árum. Þetta er allt önnur sníðagerð og ég þurfti að fá tilfinninguna fyrir þessu þó ég sé menntuð í klæðskurði. Þær eru að fetta sig og bretta á ísnum, stökkva og snúast í hringi og búningurinn þarf að falla rétt. Saumaskapurinn getur líka verið snúinn ef búningarnir eru mikið skreyttir. Oft þarf ég að renna þeim saman, láta máta og koma þá öllu á rétta staði, taka þá svo sundur og byrja að skreyta og setja svo allt saman aft- ur. Þetta er mjög skemmtileg vinna og ég reyni að toppa sjálfa mig með hverjum búningi,“ segir Kristín Þöll sposk og bætir við að oft séu búningarnir mjög skrautlegir. „Ætli ég sé ekki að nota um það bil tólf hundruð Swarovski-steina á einn búning. Hrafnhildur Ósk er á listnámsbraut í VMA og teiknar oft fyrir mig munstrin. Búningurinn þarf að ganga upp í samspili við tónlistina og prógrammið sjálft. Það þýðir ekkert að vera í trúðabún- ingi við dramatískt lag. Þetta er góð samvinna hjá okkur.“ Kristín Þöll er með vinnustofu í Listagili á Akureyri og einnig er hún verslunarstjóri í Vogue. „Ég er nær eingöngu með sérsaum, skautakjóla, fermingar- og brúðarkjóla. ■ heida@365.is TÓLF HUNDRUÐ SWAROVSKI-STEINAR SKAUTABÚNINGAR Kristín Þöll Þórsdóttir klæðskeri hefur saumað marga af þeim skautabúningum sem sjást í keppni hér á landi. Dætur hennar æfa og keppa með Skautafélagi Akureyrar og aðstoða gjarnan við búningahönnunina. ÖÐRUVÍSI SNÍÐAGERÐ Kristín Þöll Þórsdóttir, klæðskeri og verslunarstjóri í Vogue á Akureyri, hefur saumað marga af þeim skautabúningum sem íslenskar skautadrottningar klæðast á ísnum. MYND/GVA SKRAUTLEGUR HÓPUR „Á sambandsmóti á ég oft í kringum 18 búninga. Þá er sérstaklega gaman að fylgjast með keppninni.“ MYND/ÚR EINKASAFNI Jared Leto er leikari sem margir hafa fylgst með gegnum árin en hann varð fyrst frægur fyrir að leika hjartaknúsarann Jordan Catal- ano í vinsælu sjónvarpsþáttaröð- inni My So-Called Life sem leikkon- an Claire Danes lék aðalhlutverkið í. Eftir að Leto hlaut Óskarsverð- launin um nýliðna helgi vita hins vegar mun fleiri en áður hver hann er. Verðlaunin hlaut hann fyrir aukahlutverk í kvikmyndinni Dallas Buyers Club þar sem hann túlkaði konu í karllíkama. Leto er þekktur fyrir að lifa sig inn í þau hlutverk sem hann tekur að sér og helga sig þeim algjör- lega meðan á upptökum stendur. Hann létti sig um fimmtán kíló fyrir hlutverkið í Dallas Buyers Club og segir þá upplifun mjög gagnlega. „Að léttast svona breytir því hvernig þú hugsar, hvernig þú andar, hvernig þér líður og því hvernig fólk kemur fram við þig. Þannig setur maður sjálfum sér ákveðið markmið þar sem maður segir: Ókei, ég er búinn að gera þetta þannig að nú verð ég að gera allt annað vel líka.“ Þakkarræða Jareds á Óskarnum vakti athygli og sérstaklega það að hann lýsti yfir stuðningi við mót- mælendur í Úkraínu og Venesúela. Dag- inn eftir verðlauna- hátíðina mætti hann svo í spjallþátt Ellenar DeGeneres þar sem hann meðal annars slúðraði um fræga fólkið í Hollywood og sagði að hápunktur kvöldsins hefði verið að sjá mömmu sína, sem fylgdi honum á Óskarinn, dansa við Madonnu í eftirpartíinu. HELGAR SIG RULLUNNI Jared Leto sagði hápunkt Óskarsverðlaunahátíðarinnar vera þegar mamma hans dansaði við Madonnu. JARED LETO Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Nýjar vörur í hverri viku stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Superstretch buxurnar komnar aftur kr. 1.995 Benetton Smáralind – Benetton Glerártorgi Sverrir Birgir Sverrisson Sími 512 5432 sverrirb@365.is Kolbeinn Kolbeinsson Sími 512 5447 kolli@365.is NÁNARI UPPLÝSINGAR Sérblaðið Fermingar kemur út Fimmtudaginn 13.mars FERMINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.