Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 16
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN| 16 Samkomur aldraðra, þar sem menn ræða um það sem fylgir því að eldast, og heimsóknir frá heimaþjónustu geta komið í veg fyrir heilsuvandamál hjá þeim sem eru eldri en 80 ára. Þetta eru niðurstöður rannsókna við Háskólann í Gautaborg. Í rannsókninni tóku þátt 459 íbúar í Gautaborg sem skipt var í þrjá mismunandi hópa. Í einum hópnum tóku einstak- lingarnir þátt í samkomum aldraðra þar sem meðal annars var rætt um það sem fylgir því að eldast og hvernig leysa megi vandamál sem koma upp heima fyrir. Annar hópur fékk heimsóknir frá heimaþjónustu þar sem rætt var við einstaklingana um heilsu þeirra og þörf fyrir umönnun og þjónustu. Þriðji hópurinn fékk hefðbundnar upplýsingar um hvaða úrræði sveitarfélagið býður upp á. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að líkindin á heilsu- farslegum vandamálum minnkuðu um helming í allt að tvö ár hjá þeim sem tóku þátt í samkomum aldraðra eða fengu heimsókn. Þeir voru jafnframt ánægðari með líkamlega og andlega heilsu sína eftir eitt og tvö ár. Mestur árangur var af samkomum aldraðra, að því er haft er eftir Linu Behm hjúkrunarfræðingi á vef Dagens Nyhe- ter. Á samkomunum var það reynsla þátttakenda sjálfra og þarfir þeirra sem stýrðu umræðuefninu en ekki „stjórnend- ur samræðnanna“. Að sögn Behms kváðust þátttakendur hafa lært hverjir af öðrum. Það hefði haft jákvæð áhrif á þá og mögulega hvatt þá til meiri virkni. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að aldraðir sem líta svo á að þeir séu heilbrigðir eru í minni hættu á að fá þunglyndi auk þess sem líkurnar á að þeir lifi lengur eru meiri. - ibs Niðurstöður rannsókna vísindamanna á heilbrigðisvísindasviði Háskólans í Gautaborg sýna lykil að vellíðan eldri borgara: Samræður aldraðra bæta andlega og líkamlega heilsu ALDRAÐIR Samræður eru heilsubót. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Niðurstöður nýlegrar rannsókn- ar á áhrifum fjölskyldumeðferð- ar vegna offitu barna virðist lofa góðu, bæði til lengri og skemmri tíma. Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu þar sem greint er frá framkvæmd rannsóknarinn- ar. Göngudeild fyrir of feit börn er nú starfrækt á Barnaspítala Hringsins á grunni niðurstaðna rannsóknarinnar. Þar stýrir þverfaglegt teymi meðferðinni og fylgir eftir of feitum börnum og fjölskyldum þeirra. „Fjölskyldumiðaða atferlis- meðferðin hafði jákvæð áhrif á heilsu og líðan bæði til skemmri og lengri tíma litið og er sérstak- lega mikilvægt að benda á að hér er um að ræða breytingar á blóð- mælingum, þunglyndi, kvíða, félagsfærni og sjálfsmynd. Þetta er það sem raunverulega skiptir máli og þarf að vera sýnilegra í allri umræðu um holdafar í stað þess að fókusinn í umræðunni sé alltaf á líkamsþyngdina sem slíka,“ segir Anna Sigríður Ólafs- dóttir, dósent í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, sem er einn greinarhöf- unda. Hún segir að einstaklega ánægjulegt hafi verið að sjá að sjálfsmynd barnanna hafi haldið áfram að styrkjast eftir að með- ferð lauk. „Leiða má líkur að því að vissir meðferðarþættir hafi ýtt undir eða aukið færni sem eykur trú einstaklinganna á eigin getu.“ Úrtakið í rannsókninni sam- anstóð af 84 of feitum börnum á aldrinum 8 til 13 ára og einu for- eldri hvers barns. Sextíu og ein fjölskylda lauk 12 vikna með- ferð sem dreifðist yfir 18 vikur og var þátttakendum, sem voru valdir í rannsóknina með aðstoð skólahjúkrunarfræðinga á höfuð- borgarsvæðinu, fylgt eftir í tvö ár eftir að meðferð lauk. Fyrir og eftir meðferð var mæld hæð og þyngd barna, hreyfing, dagleg neysla ávaxta og grænmetis, blóðþrýstingur og ýmis blóðgildi. Lagðir voru fyrir börnin sjálfs- matslistar til að meta andlega líðan og félagsfærni. Hæð og þyngd foreldra var mæld fyrir og eftir meðferð og einnig svöruðu foreldrar sjálfsmatslista fyrir þunglyndi. Í meðferðinni lækkaði líkams- þyngdarstuðull foreldra frá upp- hafi til loka meðferðar, að því er greint er frá í Læknablaðinu. Meðferðin bar því ekki einungis árangur fyrir börnin heldur einn- ig fyrir foreldra. Niðurstöður úr eftirfylgd benda þó til þess að foreldrum hafi ekki gengið nægi- lega vel að viðhalda þeim árangri þar sem þeir þyngdust aftur að meðferð lokinni. Greinarhöfundar benda á að offita barna hafi aukist á undan- förnum áratugum og að brýn þörf sé á gagnreyndu meðferðar- formi til að sporna gegn þessari þróun. Meðferðin sem var rann- sökuð hér tók mið af bandarískri meðferð sem hefur verið í þróun í 30 ár. ibs@frettabladid.is Fjölskyldumeð- ferð gegn offitu Jákvæð áhrif á heilsu barnanna og líðan bæði til skemmri og lengri tíma, segir Anna Sigríður Ólafs- dóttir, dósent í næringarfræði. Þverfaglegt teymi stýrir meðferð á göngudeild Barnaspítala Hringsins. Leiða má líkur að því að vissir með- ferðarþættir hafi ýtt undir eða aukið færni sem eykur trú einstaklinganna á eigin getu. Anna Sigríður Ólafsdóttir dósent í næringarfræði við Menntavís- indasvið Háskóla Íslands MATARÆÐI Þótt ávaxta- og græn- metisneysla barnanna sem tóku þátt í rannsókninni á áhrifum fjölskyldu- meðferðar hafi aukist mikið borða fæst þeirra fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag, að því er segir í grein Læknablaðsins. NORDICPHOTOS/AFP Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Kosning til stjórnar VR er haf in! Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsa meðal félagsmanna VR til stjórnar er hafin og stendur til kl. 12.00 á hádegi 14. mars nk. Láttu þig málið varða og hafðu áhrif með því að kjósa. Kosið er á Mínum síðum, á www.vr.is UPPGJÖR & BÓKHALD Einblíndu á það sem skiptir máli Bókhaldið í traustar hendur fagfólks Hafðu samband við Olgeir í síma 545 6106 og fáðu fast verð í þitt bókhald. kpmg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.