Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 42
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 Hvaða tónlist heyrði Hallgrím- ur Pétursson á skólaárum sínum í Kaupmannahöfn? Þeirri spurn- ingu hyggst Mótettukórinn svara á tónleikum sínum í Hallgríms- kirkju á sunnudaginn klukkan 17. Auk þess að syngja vel þekkta Hallgrímssálma býður kórinn áheyrendum í tímaferð til Kaup- mannahafnar á fjórða áratug 17. aldar þegar hinn óharðnaði skag- firski unglingur gekk um götur borgarinnar. „Eftir að sú hugmynd kom upp að leita að tónlist sem Hallgrímur hefði ungur heyrt í Kaupmanna- höfn, í þeirri trú að hún hefði mótað hann sem listamann að einhverju leyti, fundum við gríð- arlega fallega tónlist eftir sam- tímamenn hans; Danina Mogens Pedersøn og Thomas Schatten- berg og Þjóðverjann Heinrich Schütz sem var eitt af stærstu tónskáldum snemmbarokksins í Þýskalandi. Við lifum á þannig tímum að hægt er að finna upp- tökur og nótur á netinu sem mann hefði ekki órað fyrir að komast í tæri við,“ segir Hörður Áskels- son, stjórnandi Mótettukórsins, og tekur fram að miklir snillingar sitji í verkefnavalsnefnd kórsins. Hörður segir dönsk tónskáld hafa verið send af kónginum suður í Evrópu til menntunar á sautjándu öld. „Mogens Peder- søn, sem á býsna drjúgan hlut í þessari efnisskrá, lærði í Fen- eyjum sem var á þessum tíma mekka kirkjutónlistarinnar. Heinrich Schütz lærði þar líka og var undir sömu áhrifum. Hann var ein þrjú ár í Kaupmanna- höfn á sama tíma og Hallgrím- ur og mjög líklega með skólapilt- unum sem Hallgrímur var einn af. Þess vegna eru allar líkur á að þeir hafi hist,“ segir hann og telur engan vafa á að Hallgrímur hafi stundað messur í Frúarkirkj- unni og tekið þátt í þeim. Hörður segir 17. aldar efnið sem Mótettukórinn flytur á tónleikum sunnudagsins listilega vel skrif- aða kórtónlist í snemmbarokk- stíl. Á Íslandi hafi hins vegar ekki þekkst raddaður söngur á þeim tíma. „Hryggjarstykkið í efnis- skránni er tónsetning í latneskri messu eftir Mogens Pedersøn. Svo byggjum við kringum hana alls konar tónlist við texta Hall- gríms. Meira að segja útsetning- ar Pedersøns á þeim lögum sem Hallgrímur orti sálma sína við. Okkur finnst þetta afar skemmti- leg stúdía, alger gæsahúðarupp- lifun,“ segir Hörður sem tekur fram að fleira skemmtilegt sé á prógramminu. „Eins og áður sagði eru vel þekkt lög og útsetning- ar íslenskra tónskálda við sálma Hallgríms líka á dagskránni, svo sem eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal og Jón Hlöðver Áskels- son, verk sem hafa fylgt Mótettu- kórnum um árabil. Við erum líka að frumflytja fjögur lög við texta Hallgríms, þrjú eftir Halldór Hauksson við sjaldséða sálma og nýtt lag Hreiðars Inga Þorsteins- sonar við hinn alþekkta andláts- sálm Allt eins og blómstrið eina.“ gun@frettabladid.is Taka áheyrendur í tímaferð til Köben Fjögurra alda afmæli Hallgríms Péturssonar sálmaskálds verður fagnað í Hallgrímskirkju á sunnudaginn með tónleikum Mótettukórs- ins sem Hörður Áskelsson stjórnar. Listvinafélag kirkjunnar stendur að viðburðinum og þar verður fl utt tónlist frá ýmsum tímum. STJÓRNANDINN „Okkur finnst þetta afar skemmtileg stúdía, alger gæsahúðarupplifun,“ segir Hörður Áskelsson um rannsóknir Mótettukórsins á samtímatónlist Hallgríms. Hallgrímur Pétursson (1614–1674) hóf nám við Frúarskóla í Kaupmanna- höfn átján ára gamall og sat þar á skólabekk þangað til þau Guðríður Símonardóttir felldu hugi saman og sneru heim til Íslands. Kaupmannahöfn var í örum vexti undir stjórn Kristjáns IV. og menn- ingarlíf í áður óþekktum blóma, ekki síst tónlistin. Hallgrímur kynntist því nýjustu tónlistarstraumum Evrópu, ekki aðeins sem áheyrandi, heldur að öllum líkindum einnig sem söngvari, en skólapiltar í latínuskólanum fengu tilsögn í tónlist og sungu í kór Frúarkirkju, dómkirkju Kaupmannahafnar. Kynntist tónlistarstraumum Evrópu SÁLMASKÁLDIÐ Í tilefni af tón- leikunum teiknaði Halldór Baldursson mynd af Hallgrími Péturssyni eins og hann ímyndar sér að hann hafi litið út sem ungur maður. „Ég er búin að vera að mála í 40 ár. Er að verða sjötug og í staðinn fyrir að halda veislu ákvað ég að setja upp sýningu og gefa út bók með tuttugu og einu ljóði og tuttugu og einu myndverki,“ segir Rut Rebekka listmálari. Hún opnar sýninguna Í garðinum á laugardaginn klukkan 14 í sal Íslenskrar grafíkur í Tryggva- götu 17 (gengið inn hafnarmegin.) „Ég byrjaði á teikningunum. Var í fögrum garði Ríkharðs Valtingoj- ers austur á Stöðvarfirði og teiknaði og teiknaði. Var svo innblásin að síðar málaði ég stór málverk eftir teikning- unum, um einn og hálfan metra á kant. Lauf- blöðin á mynd- unum eru ýmist lokuð eða að springa út með miklum krafti,“ lýsir Rut Rebekka og segir tveggja ára vinnu liggja að baki sýningunni. Bókin hennar Rutar Rebekku heit- ir Málverk og ljóð – Paintings and Poems, ljóðin eru bæði á íslensku og ensku. Skyldi hún alltaf hafa ort? „Nei,“ svarar hún glaðlega. „Þetta er frumraun mín í þeim efnum. Ég hef alltaf skrifað eitthvað en nú var ég undir svo sterkum áhrifum af gróðr- inum, litunum og kraftinum í jörð- inni að ég tók meðvitaða ákvörðun um að yrkja.“ Sýningin og ljóðin túlka vorið, sumarið, haustið og veturinn bæði í litum og orðum. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukk- an 14 til 18 og endar sunnudaginn 23. mars. gun@frettabladid.is Túlkar árstíðirnar í orðum, litum og línum Myndlistarkonan Rut Rebekka opnar málverkasýninguna „Í garðinum“ og gefur út listaverka- og ljóðabók- ina Málverk og ljóð– Paintings and Poems í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, laugardaginn, 8. mars. Rut Rebekka Sigurjónsdóttir er fædd og uppalin á Lindargötunni í Reykjavík. Gekk í Hjúkrunarskól- ann og fór að vinna við hjúkrun en teiknaði og málaði sér til yndisauka. Þrítug ákvað hún að næra listþörfina og hóf nám við Handíða- og myndlistarskólann, þá komin með þrjú börn, minnkaði starfið við hjúkrun í 40% og málaði daglega. Hún hefur haldið einkasýningar í Hafnarborg, á Kjarvalsstöðum, í Norræna húsinu, í Kaupmannahöfn, Hamar í Noregi, Piteå í Svíþjóð og víðar. Þessi sýning er sú 20. í röðinni. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga. Fróðleikur um Rut Rebekku LISTAKONAN „Flestir þekkja mig sem konuna sem hefur málað tónlistarmenn og dansandi konur,“ segir Rut Rebekka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Julio Alexis Muñoz píanóleikari koma fram á hádegistónleikum Íslensku óper- unnar í Norðurljósum í dag. Þau flytja efnisskrá sem þau nefna ¡Zarzuela! og inniheldur rómöns- ur sem eru aríur úr spænskum zarzúelum þar sem skiptast á tal og söngur. Guðrún Jóhanna hefur búið og starfað á Spáni í níu ár og sungið heilmikið af spænskri tónlist víða um heim. Hún tekur um þessar mundir þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar á Ragnheiði, þar sem hún fer með hlutverk Ingibjargar vinnukonu í Skálholti. Með Guðrúnu leikur spænski píanóleikarinn Julio Alexis Muñoz, sem er einn virtasti meðleikari Spánverja og kennari við Kon- unglega söngskólann í Madrid. Þau Guðrún munu einnig halda námskeið í söngtónlist á spænsku í Listaháskólanum og Söngskól- anum. Tónleikarnir eru eins og áður sagði í Norðurljósum og hefjast klukkan 12.15. Aðgangur er ókeyp- is og allir eru velkomn- ir. Spænskar rómönsur í Norðurljósum GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR Í staðinn fyrir að halda veislu ákvað ég að setja upp sýningu og gefa út bók. MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.