Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 18
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 CRÉATIVE TECHNOLOGIE Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymsluhólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur. KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN citroen.is 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI 850 KG BURÐARGETA 3JA MANNA SPARNEYTINN 3 3 Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil VERÐ FRÁ: 2.382.470 KR. ÁN VSK VERÐ FRÁ: 2.990.000 KR. MEÐ VSK Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Rekstur Norðlenska matborðsins ehf. skilaði 138,4 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanbor- ið við 188,5 milljóna hagnað árið 2012. Samþykkt var á aðalfundi félagsins 28. febrúar síðastliðinn að greiða eigandanum, Búsæld ehf. félagi 525 bænda, arð að upphæð fimmtán milljónum króna. Í tilkynningu félagsins um upp- gjör síðasta árs segir að ársvelta þess hafi numið tæpum 5,2 millj- örðum króna. Það er veltuaukning um rúm 9,8 prósent á milli ára. - hg Uppgjör Norðlenska kynnt: Eigendur fá 15 milljónir í arð Vöruskiptin í febrúar voru hag- stæð um tæpa fjóra milljarða króna þegar þau eru reiknuð á fob- verðmæti. Þetta kemur fram í bráðabirgða- tölum Hagstofu Íslands. Þar segir að útflutningur hafi numið 41,3 milljörðum króna og innflutningur um 37,3 milljörðum. Með fob-verði (free on board) er átt við verð vörunnar komið um borð í flutningsfar í útflutnings- landi. - hg Bráðabirgðatölur Hagstofu: Hagstæð vöru- skipti í febrúar Skattgreiðslur viðskiptabankanna stóru, Landsbankans, Íslands- banka og Arion banka, jukust um 70,6 prósent á milli áranna 2012 og 2013, samkvæmt því sem lesa má úr nýbirtum ársreikningum þeirra. Allir kvarta þeir undan auknum opinberum álögum, sem setji mark sitt á reksturinn. Þannig dregur úr hagnaði á milli ára hjá Arion banka og Íslands- banka, en báðir birtu uppgjör skömmu fyrir mánaðamót. Hagn- aður Íslandsbanka dróst saman um eitt og hálft prósent, fór úr 23,4 milljörðum í 23,1 milljarð króna, en hagnaður Arion banka um fjórðung, fór úr 17,1 milljarði í 12,7 milljarða. Einungis Landsbankinn eykur hagn- að sinn á milli ára, fer úr 25,4 millj- örðum króna í 28,8 milljarða, sem er 13,4 prósenta aukning á milli ára. Heildareignir jukust hjá öllum bönkunum. Samtals áttu þeir í lok síðasta árs sem svarar 2.956,4 millj- örðum króna, en það er aukning um 5,3 prósent frá fyrra ári þegar þeir áttu sem svarar 2.808,5 milljörðum króna. Bankarnir leggja allir til að hluta hagnaðar síðasta árs verði varið til greiðslu arðs, en mismikils þó eftir bönkum. Íslandsbanki leggur til lægsta hlutfallið af hagnaði, 40 prósent, sem samsvarar því að bankinn greiði hluthöfum sínum 9,2 millj- arða króna í arð. Arion banki leggur til að arð- greiðslan nemi 60 prósentum af hagnaði og verði 7,6 milljarðar króna. Báðir bankarnir eru að stærstum hluta í eigu kröfuhafa. Ríkið á þó fimm prósenta hlut í Íslandsbanka og fær því 461,4 millj- ónir króna hlutdeild af arðgreiðslu bankans. Arion banki er svo aftur að 13 prósentum í eigu ríkisins sem því fær 988 milljóna króna hlut. Landsbankinn, sem núna legg- ur til greiðslu arðs af 70 prósent- um hagnaðar síðasta árs, eða sem svarar 20,1 milljarði króna, er hins vegar að stærstum hluta í eigu rík- isins. Bankasýslan fer með 97,08 prósenta eignarhlut í bankanum og því renna rúmir 19,5 milljarðar af arðgreiðslunni til ríkisins. Alls fær íslenska ríkið því rétt tæpan 21 milljarð króna í arð af eign sinni í viðskiptabönkunum þremur. Á kynningarfundi um uppgjör Landsbankans í gærmorgun, sem var síðastur bankanna til að birta uppgjör sitt í byrjun þessarar viku, kom fram í máli Hreiðars Bjarna- sonar, framkvæmdastjóra fjármála hjá bankanum, að gangi arðgreiðsl- an eftir á aðalfundi muni hún hafa áhrif til lækkunar á eigin fé bank- ans sem nemi rúmum tveimur pró- sentum. „En eiginfjárstaðan er áfram gríðarlega sterk verði tillag- an samþykkt,“ bætti hann við. Í árs- lok stóð eiginfjárhlutfall bankans í 26,7 prósentum. olikr@frettabladid.is Bankarnir högnuðust um 64,6 milljarða króna í fyrra Samkvæmt ársreikningum stóru viðskiptabankanna þriggja greiða þeir samtals 36,9 milljarða króna í skatta og önnur opinber gjöld. Hagnaður Íslandsbanka og Arion banka dróst saman milli ára en jókst hjá Landsbankanum. Breytingar til hækkunar urðu á launakjörum allra yfirmanna í viðskiptabönk- unum þremur milli áranna 2012 og 2013 að því er lesa má út úr ársskýrslum bankanna sem birtar hafa verið síðustu daga. Af bankastjórnunum þremur er Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, með hæst mánaðarlaun, 4,2 milljónir króna. Laun hans hækkuðu um 13,9 prósent á milli ára, en á fyrra ári námu mánaðarlaun hans 3,7 milljónum. Næsthæst laun er svo Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, með, eða sem svarar rúmum þremur milljónum króna. Séu árangurstengdar greiðslur teknar með má svo hækka mánaðartekjur hennar í fyrra í 3,6 milljónir króna. Hækkun milli ára nemur 15,6 prósentum og 27 prósentum ef árangurstengdu greiðslurnar eru teknar með. Hlutfallslega hækka hins vegar mest á milli ára laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, eða um 32,5 prósent. Hann er engu að síður með umtalsvert lægri laun en kollegar hans í hinum bönkunum. Launagreiðslur (með lífeyrissjóðsgreiðslum) til hans jafngilda mánaðarlaunum upp á rúmlega 1,8 milljónir króna í fyrra, en árið áður námu laun hans tæpum fjórtán hundruð þúsundum á mánuði. Laun hækkuðu hjá öllum bankastjórum HÖSKULDUR ÓLAFSSON BIRNA EINARSDÓTTIR STEINÞÓR PÁLSSON VÖRUFLUTNINGAR Útflutningur Íslands nam alls 41,3 milljörðum króna á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.