Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 20
6. mars 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS R ökleysurnar sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa borið á borð fyrir almenning undanfarna daga, sem réttlætingu á að svíkja loforð sín um þjóðaratkvæða- greiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópu- sambandið, eru með ólíkindum. Það getur varla verið að ráðherrarnir trúi þessum málflutningi sjálfir og það er nánast útilokað að þjóðin geri það. Tökum nokkur dæmi. 1. Bjarni Benediktsson segir í fréttum RÚV á mánudag að óraunsætt sé að kjósa um málið þar sem fyrir Alþingi liggi engin tillaga um að ganga í ESB eða halda aðildarviðræðunum áfram. En fyrir Alþingi liggur tillaga um að slíta viðræðum og draga aðildarumsóknina til baka. Er ekki hægt að kjósa um hana? 2. Sigmundur Davíð segir í Fréttablaðinu í gær að kannski verði hægt að breyta stjórnarskránni á kjörtímabilinu þannig að þjóðaratkvæðagreiðslur verði bindandi og hægt að halda „alvöru“ atkvæðagreiðslu. Núna sé það þannig að þjóðaratkvæðagreiðsla sé bara ráðgefandi og þingmenn séu bundnir af sannfæringu sinni. Hann er með þessu að segja að jafnvel þótt þjóðin vildi halda áfram viðræðum myndu stjórnar- liðar greiða atkvæði gegn því. Af hverju sögðu þeir Bjarni okkur þetta ekki fyrir kosningar? Gátu kjósendur gengið út frá öðru en að atkvæðagreiðslan færi fram samkvæmt núverandi löggjöf? Og ef það var alls ekki meiningin að fara eftir niðurstöðum þjóðaratkvæðis, til hvers þá að lofa því? 3. Sigmundur segir í Kastljósi í fyrrakvöld að ESB þrýsti á ákvörðun og þess vegna verði að drífa tillöguna um að slíta viðræðunum í gegnum Alþingi. Jafnvel þótt það væri rétt – sem það er ekki, vegna þess að í ESB er ríkur vilji til að halda dyr- unum opnum fyrir Ísland – þýddi það ekki að ákvörðunin gæti bara verið á annan veginn. Ef ESB vill fá svar fljótt, þarf stjórnin að flýta sér að halda atkvæðagreiðsluna sem hún lofaði. 4. Forsætisráðherrann segir í Kastljósi að ekki sé verið að taka neitt vald af þjóðinni af því að hún hafi ekki fengið að koma að ákvörðuninni um að sækja um. Það var vitað fyrir kosningar, samt lofuðu stjórnarflokkarnir þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú heitir það allt í einu að ákvarðanir fyrri ríkisstjórnar núlli út kosninga- loforðin. Það er ekki heil brú í þessu. 5. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ítrekar „ómöguleikann“ í Kastljósi og segir að ákvarðanir þjóðarinnar verði að vera „framfylgjanlegar“; það sé „ekki hægt að kjósa um að ríkisstjórn sem er andvíg inngöngu eigi að vera í viðræðum um að komast inn í sambandið“. Hann er eins og fleiri stjórnarliðar lengi að skilja þetta. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem stjórnarflokkarnir lofuðu, fer hún frá og önnur stjórn framkvæmir þjóðarviljann. Á tímabili leit út fyrir að stjórnarflokkarnir væru byrjaðir að hlusta á kröfur kjósenda um að þeir stæðu við loforð sín. Nú blasir við að þeir hafa heldur forherzt í afstöðu sinni. Þeir ætla að hunza 45.000 undirskriftir, mörg þúsund manna mótmælafundi og þau ríflega 80 prósent sem segjast í skoðanakönnunum vilja þjóðar- atkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Kjósendur eiga í bili ekki marga kosti. Kannski helzt að fleiri skrifi upp á kröfuna um atkvæðagreiðslu og mæti á útifundi – og voni að stjórnarherrarnir leggi um síðir við hlustir og dragi rök- réttar ályktanir. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Stjórnarmeirihlutinn forherðist í afstöðu sinni: Rökleysur ráðherra „Ógeðslegt fólk“ voru orðin sem forseti Úganda lét falla um samkynhneigða nýlega. Þetta hljómaði kunnuglega en við Jónína, eiginkona mín, fengum svipuð skilaboð frá Úganda árið 2010 þegar hjónaband okkar vakti heimsathygli. „Samfélag þeirra er búið að vera, þær eru siðlausar,“ var haft eftir talskonu stjórnarflokksins í Úganda. Og svo klykkti hún út með því að segja að hjónaband okkar væri „viðurstyggilegt“. Maður verður orðlaus að heyra fordóm- ana og hvernig raunveruleikinn er algjör- lega afskræmdur, eins og þegar því er haldið fram að samkynhneigðir séu hættu- legir samfélaginu, einkum og sér í lagi börnum. Já, staðan í Úganda er skelfileg og sam- kynhneigðir þar í landi hafa þurft að búa við hræðileg mannréttindabrot. Fyrir það eitt að elska aðra manneskju þurfa þeir að lifa í stöðugum ótta, sæta miskunnarlausu ofbeldi, grimmd, ofsóknum og kúgun. Og nú hefur lífstíðardómur fyrir samkyn- hneigð verið lögfestur í Úganda. Lagasetningin hefur þegar haft þau áhrif að dauðalistar, svartir listar með persónu- upplýsingum um hinsegin fólk, eru birtir í götublöðum í Úganda og birting þeirra hefur leitt til árása á þetta fólk og til sjálfs- víga samkynhneigðra. Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast miklu harðar við þessum hrikalegu mann- réttindabrotum en það hefur þegar gert. Og Ísland ekki síst, sem á margan hátt hefur verið í fararbroddi í heiminum varð- andi sjálfsögð réttindi samkynhneigðra. Fordæming utanríkisráðherra er ekki nægjanleg. Kröftug ályktun frá stjórn- völdum og Alþingi gegn þessum mannrétt- indabrotum væri fyrsta skrefið. Síðan þarf að koma frumkvæði stjórnvalda í samráði við önnur norræn ríki um hvernig best væri að beita sér fyrir breiðri alþjóðasam- stöðu í málinu. Íslandsdeild Amnesty International og Samtökin ‘78 gangast þessa daga fyrir sameiginlegu átaki og fjársöfnun í þágu samkynhneigðra í Úganda, m.a. með glæsilegum stórtónleikum í Hörpu í kvöld. Vonandi styður íslenska þjóðin dyggi- lega þetta átak. Það væri til fyrirmyndar og myndi skipta miklu máli. Ákall til alþjóðasamfélagsins MANNRÉTTINDI Jóhanna Sigurðardóttir fv. forsætisráðherra ➜ Maður verður orðlaus að heyra fordómana og hvernig raunveru- leikinn er algjörlega afskræmdur, eins og þegar því er haldið fram að samkynhneigðir séu hættulegir samfélaginu, einkum og sér í lagi börnum. Eygló situr heima Eygló Harðardóttir félagsmálaráð- herra ætlar ekki að vera viðstödd Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí og segir það vegna þróunar mála í Úkraínu síðustu daga. Ráðherrann segir að það sé sitt mat, að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið, að það ekki rétt að heimsækja Rússland á þessum tíma. Fyrir Vetrarólympíuleikana í Sotsjí var bent á bága réttarstöðu hinsegin fólks í Rússlandi og mannréttindabrot rúss- neskra stjórnvalda. Það aftraði ekki Ólafi Ragnari Grímssyni forseta frá að fara á leikana. Hann hitti Pútín en sagðist ekki hafa verið í aðstöðu til að ræða málefni þeirra sem stjórn- völd beita mannréttindabrotum þar sem forsetarnir hittust ekki form- lega. Raunar sagði hann í samtali við RÚV að Ólympíuleikarnir væru íþróttahátíð, ekki pólitísk hátíð. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fór líka til Sotsjí. Hann kvaðst heldur ekki hafa haft færi á að ræða mann- réttindamál við ráðamenn en sýndi samhug sinn með samkynhneigðum með því að skarta trefli í litum regnbogans á setningar- hátíðinni. Því ber að fagna að Eygló skuli hafa hætt við förina og sýnt í verki að hún sé ósátt við fram- komu rússneskra stjórnvalda. Jafna eða Jafnræðisstofa Velferðarráðuneytið auglýsti eftir nafni á nýja stofnun sem á að fjalla um jafnréttismál í víðum skilningi. Tillögurnar sem fólk gat kosið á milli voru ekki sérlega frumlegar en þær voru Jafnréttisstofnun, Umboðs- maður jafnréttismála og Mann- réttindastofa, svo mátti koma með tillögur frá eigin brjósti. Mannrétt- indastofa fékk flest atkvæði. Meðal annarra tillagna eru: Jafna, Jafnaðar- stofa, Jafnréttiseftirlitið, Jafnræðis- stofa, Mannhelgisstofa, Réttindaver, Réttindastofa, Stofnun Bríetar Bjarnhéðinsdóttur um mannrétt- indi á Íslandi og loks Umboðs- maður mannhelgi. Flest mun skemmtilegri nöfn en Mann- réttindastofa. johanna@frettabladid.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.