Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 26
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26 Ráð Rótarinnar skrifar grein í Fréttablaðið 14. febrúar 2014 sem svar við grein sem birt var 6. febrúar 2014 í sama blaði um nám áfengis- og vímu- efnaráðgjafa. Mig langar að benda á grein mína á saa.is sem birtist í Morg- unblaðinu 1. febrúar 2014 þar sem er farið ofan í hvernig náminu er hátt- að. Þegar ráðgjafarnemar hafa lokið kynningarviku og eru ráðnir í starfsnám- ið þá fá þeir afhent mjög ítarlegt hefti um hvernig starfsnáminu er háttað. Strax í byrjun eru mark- mið um hvað þarf að læra og ná færni í. Viðkomandi er með leið- beinenda sem kennir, sýnir og hjálpar nemanum. Ráðgjafast- arfið hefur þróast og er ungt fag innan heilbrigðisstéttarinnar. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar fengu löggildingu frá landlækni 2006 eftir mikla baráttu. Enn er fólk að kalla sig áfengis-og fíkni- ráðgjafa og öðrum eins nöfnum en hafa ekki löggildingu og starfa því ekki undir landlækni. Það er eins og fólk má kalla sig galdra- lækni en lög um heilbrigðistarfs- menn ná ekki yfir galdralækna eins og heimilislækna. Ýkt dæmi. Í byrjun var þetta áhugasamt fólk sem flest hafði einhverja reynslu sjálft af áfengis- og vímu- efnavanda og vildi hjálpa alkó- hólistum. SÁÁ eru grasrótarsam- tök sem voru stofnuð af svoleiðis fólki. Síðustu 37 árin hefur með- ferðin þróast, vísindum hefur fleygt fram. Það sem áður voru tilgátur er hægt að sjá á mynd af heilanum. Hugmyndafræði og meðferðarvinnu hefur fleygt fram í heiminum og við gerum meiri kröfur um þekkingu og menntun okkar fólks. Það er ekki rétt að allir ráðgjafar séu alkó- hólistar og meðferðin sé byggð á AA. Við kynnum og tölum vel um AA-sam- tökin í meðferðinni þó að AA séu sjálfshjálparsam- tök því reynsla og rann- sóknir hafa sýnt að með því að fara í fulla meðferð og svo inn í AA þá næst betri árangur. Það er ætlast til þess af SÁÁ að þeir sem vinna hjá stofnuninni og hafa átt við þenn- an sjúkdóm að stríða sinni sínum bata og stundi AA-fundi. Sumir ráðgjafar eru ekki alkóhólistar. Þeir þurfa ekki að stunda neina fundi en það er mikilvægt að þeir kynni sér þessi sjálfshjálparsam- tök svo þeir viti eitthvað um þau. Starfsnámið Mig langar aðeins að útskýra hvernig starfsnám virkar til að útskýra námið okkar. Til þess að fá löggildingu þarf 300 fræðslutíma, 200 handleiðslu- tíma, að standast þrjú próf með einkunnina 7 um meðferðarhug- myndir, viðtalatækni, afeitrun og lyfjafræði, og 6.000 klst. inni á meðferðarstofnum sem sam- svarar þremur árum. Þó svo að fræðslutímarnir séu 300 fyrir- lestrar að lágmarki um fagið þá er miklu meira á bak við þetta. Þegar maður lærir annað starfs- nám eins og til dæmis háriðn þá er búið að flokka niður í bóklegt í skóla og verklegt. Í bóklega hlut- anum sem fer fram inni í skóla eins og Tækniskólanum þá er samt sem áður lítill hluti námsins kenndur upp úr bókum. Nemend- ur klippa, greiða, setja permanent og æfa sig undir handleiðslu kenn- ara. Það er eins með þetta nám. Við viljum að þetta nám sé á háskólastigi, við teljum okkur vera að læra þetta með þann metnað fyrir augum. Ég tel að við höfum fengið þjálfun í okkar starfsnámi í viðtalstækni og þekkingu um alkóhólisma sem aðrir heilbrigðisstarfsmenn fá ekki í háskólum, eftir ákveðnum viðurkenndum hugmyndum eins og „motivational interviewing“. Í raun ætti SÁÁ-skólinn að setja upp kúrsa sem kenna læknum, hjúkrunarfræðingum, félagsráð- gjöfum, sálfræðingum og fleira háskólamenntuðu fólki þessa þætti, viðtalstækni og þekkingu á alkóhólisma. Við viljum fá við- urkenningu á starfi okkar, þekk- ingu og færni á þann máta. Ég skil ekki hvatann til að gera lítið úr öllu sem við höfum náð í gegn og erum að gera. Meira um nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa „Skyr selur sig ekki sjálft þó gott sé,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðipró- fessor í enn einni greininni í Fréttablaðinu 28. febrúar. Á sama degi eru skínandi hraustir og brosandi Finn- ar í Morgunblaðinu, þeir Miikka, Sami og Mika, að segja okkur að skyrið selji sig sjálft í Finnlandi því það „sé ein besta mjólkurvara í heimi“. Söluaukningin hjá þeim þremenningum var 220% í janú- ar. Þeir seldu þá 160 tonn af skyri á móti tæpum 50 tonnum í janú- ar í fyrra. Skyr Finland OY hefur á þremur árum tekist að fá Finna almennt til að borða skyr á öllum tímum árs enda fæst það í öllum búðum. Þetta eru duglegir dreng- ir og fjárfestingu sína í markaðs- færslu skyrsins eru þeir áreiðanlega að fá margfalt til baka um þessar mundir. Áætlað er að salan í Finn- landi nemi 1.800 tonnum á þessu ári en aðeins 380 tonn koma frá Íslandi sem jafngildir ESB-kvótanum. Við komumst ekki yfir tollmúr ESB og verðum því að láta framleiða það í Danmörku með sérleyfi frá MS. Bændur taka áhættuna Hagfræðiprófessorinn er enn að reikna út hvernig dæmið liti út ef Ísland fengi 4.000 tonna skyrkvóta til ESB-ríkja og fær það ekki til að ganga upp. Ég hef reynt að skýra það út að meðan framleiðslukvótar eru á mjólk muni falla til svokölluð umframmjólk í einhverum mæli vegna þess að bændur verða að gera ráð fyrir áföllum í sínum rekstri og framleiða meira en sem nemur kvót- anum til þess að geta mætt þeim. Auk þess hafa þeir verið hvattir til meiri framleiðslu vegna þess að spurn eftir smjöri og ostum hefur náð nýjum og óvæntum hæðum innanlands. En bændur taka yfirleitt alla áhætt- una af umframframleiðsl- unni og það fer alfarið eftir markaðs aðstæðum innan- lands og erlendis hvað þeir fá fyrir hana. Þann- ig er umhverfið í dag og breytingar á því er önnur umræða. Hella niður hagfræði? Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annar staðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sókn- arfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinrík- um afurðum. Nema að hagfræðin segi annað! Prófessor í pólitískri orðræðu Það liggur fyrir að prófessor er vísindamaður og talar sem slík- ur aldrei eins og stjórnmálamaður eða trúboði. Vísindamaður rann- sakar og staðreynir alla hluti áður en hann setur þá fram. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu ítrek- að rætt landbúnaðarmál. Stundum hvarflar að mér að hann sé í herför gegn landbúnaðinum, svo fjarri lagi hafa kenningar hans og fullyrðing- ar verið. Af hverju kostar það 400 milljónir að markaðssetja skyr, eins og prófessorinn fullyrðir? Á sama tíma skín hamingjan af Finnunum sem það gera og þeir segja að „skyr- ið markaðssetji sig sjálft“. Skyrið selur sig sjálft í Finnlandi Þá er endanlega orðið ljóst að ekki verður af því að erlendir ferða- menn skuli kaupa nátt- úrupassa ef þeir hugsa sér að ferðast um landið. Ragnheiður Elín ráð- herra ferðamála hafði í haust gert sér vonir um að náttúrupassi yrði tek- inn í notkun á sumar- vertíð á þessu ári, en eftir að samráðshópur um passann var sett- ur á laggirnar hafa komið upp margs konar sjónarmið varð- andi passann. Á það bæði við um gildi hans, sölufyrirkomu- lag og kannski ekki síst hvernig eigi að útdeila þeim fjármunum sem kynnu að koma inn verði passinn að veruleika. Þar eiga í hlut bæði opinberir aðilar, sveitarfélög, landeigend- ur, einstaklingar og fleiri sem hagsmuna hafa að gæta varð- andi útgáfu væntanlegs passa. Samkvæmt mínum heimildum hafa komið fram í samstarfs- hópnum um undirbúning pass- ans mjög mismunandi skoðanir um útdeilingu fjárins sérstak- lega, og þar hafa fulltrúar ríkis- ins ekki verið neinir eftirbátar annarra í að krefjast ríkulegs hlutar af innkomunni fyrir passann. Hvernig skal bregðast við? Á meðan beðið er kannski í allt að eitt ár eftir að passinn komist í umferð, eykst stöðugt straum- ur ferðamanna hingað til lands, og við leiðsögumenn höfum ekki síður en aðrir áhyggjur af umgengni á ferðamannstöðum. Margir okkar eru líka algjörlega á móti „skúravæðingu“ við vin- sæla ferðamannastaði. Það er orðið of seint að hækka gistináttagjaldið svo- kallaða fyrir sumar- vertíðina, en það hefði stjórnvöldum verið í lófa lagið á síðasta ári. Þá hefði að sjálfsögðu verið hægt að falla frá því að lækka virðisauka á gist- ingu, en með því hefði Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fengið töluvert aukið fé. Stjórn- völd eru hins vegar ekki á þeim buxunum. Salernisgjald og bílastæðagjald Þá fer maður að huga að öðrum og fljótvirkari leiðum, og í huga mér koma þá strax tvær tekju- öflunarleiðir á ferðamanna- stöðum sem hafa hingað til ekki verið nýttar mikið hér. Það er þá í fyrsta lagi að stað- ir eins og Geysir innheimti sal- ernisgjald eins og gert er víðast hvar í heiminum á ferðamanna- stöðum, áningarstöðum við hraðbrautir, á sumum veitinga- húsum og verslunarmiðstöðv- um. Við innganginn á salern- unum á Geysi greiddu menn t.d. 200 krónur, fengju miða og gætu notað hálfvirði hans til að kaupa minjagripi eða veitingar. Þess- ari aðstöðu væri hægt að koma fyrir víða á viku og þá væri verið að greiða fyrir einhverja þjónustu. Annar tekjumöguleiki sem ég sé er að ökumenn verði látn- ir greiða fyrir bílastæði á fjöl- mennum stöðum, rétt eins og fólk þarf að gera hér í Miðbæn- um, að ekki sé nú talað um Land- spítalann við Hringbraut eða bráðadeildina í Fossvogi. Hvers vegna ekki við Hakið, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Skóga- foss eða Dimmuborgir svo dæmi séu nefnd. Miðamælir kostar um 1,7 milljónir Á þessum stöðum þyrftu við- komandi sveitarfélög að stofna bílastæðasjóð eins og í Reykja- vík, og e.t.v. þyrfti að keyra í gegn lagabreytingu á Alþingi fyrir þinglok, ef ekki er laga- grundvöllur fyrir þessu utan borgarinnar. Miðamælar eins og í Reykja- vík kosta kannski 1,7 milljónir króna og þeir eru sjálfbærir þ.e. í þeim eru sólarsellur svo það þarf ekki að leggja að þeim raf- magn, bara að skella þeim niður, setja upp skilti, þjálfa fólk með hjálp Bílastæðasjóðs Reykjavík- ur að reka mælana og sekta þá sem fara fram yfir. Þarna mætti hugsa sér að bílar með hópferðaleyfi þyrftu ekki að greiða, rétt eins og íbúar og fatlaðir í borginni. Nú þurfa sveitarstjórnarmenn á ýmsum stöðum að bretta upp ermar, og kannski gæti þetta og álag á gistingu sparað okkur að setja á stofn „Náttúrupassa- stofnun ríkisins“, með öllu því sem slíkum stofnunum tilheyrir. Salernisgjald og bílastæða- gjald í stað náttúrupassa LANDBÚNAÐUR Guðni Ágústsson framkvstj. Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði FERÐAÞJÓNUSTA Kári Jónasson leiðsögumaður og fv. fréttastjóri ➜ Samkvæmt mínum heimildum hafa komið fram í samstarfshópnum um undirbúning passans mjög mismunandi skoð- anir um útdeilingu fjárins sérstaklega, og þar hafa fulltrúar ríkisins ekki verið neinir eftirbátar annarra í að krefjast ríkulegs hlutar af innkomunni fyrir passann. ➜ Það er ætlast til þess af SÁÁ að þeir sem vinna hjá stofnuninni og hafa átt við þennan sjúkdóm að stríða sinni sínum bata og stundi AA-fundi. Sumir ráðgjafar eru ekki alkóhólistar. Þeir þurfa ekki að stunda neina fundi en það er mikilvægt að þeir kynni sér þessi sjálfs- hjálparsamtök svo þeir viti eitthvað um þau. HEILBRIGÐISMÁL Hulda M. Eggertsdóttir áfengis- og vímu- efnaráðgjafi CAC hjá SÁÁ-sjúkra- stofnunum Erasmus+ Mat á umsóknum Umsóknarfrestur 17. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.