Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 23.05.2014, Qupperneq 8
23. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Sérfræðingar sem ræddu mögulega stöðu sjávarútvegs á Íslandi kæmi til aðildar landsins að ESB í gær greindi ekki á um að í þeim efnum yrði landið skilgreint sjálf- stjórnarsvæði. Kolbeinn Árnason, fram- kvæmdastjóri Landssambands útvegs- manna (LÍÚ), benti þó á að allt væri í heiminum breytingum háð og að tryggja þyrfti landinu algjör yfirráð á mjög víð- tækum grunni. Auk Kolbeins veltu vöngum á málfundi sem Evrópustofa stóð fyrir í Víkinni – sjóminjasafni Reykjavíkur í hádeginu í gær, Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans og Bjarni Már Magnússon, lektor við Háskólann í Reykjavík, en þeir eru höfundar sjávarút- vegskafla tveggja skýrslna sem komu út í vetur um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Gunnar skrifaði kaflann í skýrslu Hagfræðistofnunar og Bjarni Már í skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskólans. Þá tók þátt í umræðum Henrik Bend- ixen, sérfræðingur í sjávarútvegi hjá sendinefnd ESB á Íslandi. Hann árétt- aði í máli sínu mikilvægi þess að ítarleg umræða færi fram um stöðu sjávarút- vegsins í tengslum við mögulega aðild að ESB. Þá væri eina leiðin til að leiða fram afstöðu ESB í álitamálum að ljúka við- ræðum. Hans persónulega skoðun væri hins vegar að hvað viðræðurnar sjálfar varðaði þá hafi staða mála viljað bjagast í almennri umræðu. Ráðum meðan ekki hallar á grunngildi ESB Hann sagði sérfræðinga Evrópusambands- ins hafa lítil vandkvæði getað séð á kaflanum um sjávarútvegsmál eftir ítarlega kynningu íslenskra sérfræðinga úti í Brussel. Helstu vandamál annarra landa í þessum efnum hafi verið veikburða stjórnsýsla, en hér væri við lýði eitt besta fiskveiðistjórnunarkerfi heims. Augljóst væri að íslenska svæðið yrði sjálfsstjórnarsvæði og engin ástæða væri til að ætla að Evrópusambandið hefði afskipti af ákvörðunum sem hér yrðu teknar um úthlutun aflaheimilda. „Íslendingar gætu hagað sínum málum eftir eigin höfði, svo fremi sem það gengi ekki gegn grunngildum sambandsins,“ sagði hann. „Vegna þess að Ísland er ekki í ESB þá eru í sambandinu ekki til neinar reglur um haf- svæði Íslands. Ákveðið eins mikið og hægt er á meðan á viðræðum stendur til þess að þetta liggi fyrir komi að aðild.“ Kolbeinn áréttaði að nálgun LÍÚ hafi verið sú að nálgast viðræðurnar við ESB á sem upp- byggilegastan máta og vinna að því að sem hagfelldust niðurstaða fengist úr því ferli sem hafið var, færi svo að Íslendingar vildu ganga í Evrópusambandið. „Um leið hefur náttúrulega ekki verið neinn vilji hjá sam- tökunum til aðildar. Það er enn afstaða LÍÚ,“ sagði hann og kvað í báðum Evrópuskýrsl- unum, frá Hagfræðistofnun og Alþjóðamála- stofnun, að finna rök sem leiði til þeirrar rök- réttu niðurstöðu. Óþarfi sé að ganga lengra í samningum því útséð sé um það að innan ESB hefði Ísland full yfirráð yfir samningum um markaðssvæði eða um veiðar úr flökku- stofnum. Við bætist svo hlutir eins og að hér sé erlend fjárfesting í sjávarútvegi óheimil, sem samrýmist ekki grunnreglum ESB. Þá færi illa saman ríkisstuðningur við sjávarút- veg sem viðgengist í Evrópulöndum og kerfið sem hér er við lýði. Ráð eru til við kvótaflakki Kolbeinn sagði ljóst að aðild að Evrópusam- bandinu fylgdu bæði kostir og gallar og enn vægju fyrirsjáanlegir gallar þyngra en ábati sem kynni að fylgja hlutum á borð við nýjan gjaldmiðil, niðurfellingu tolla og auk- inn aðgang að markaðssvæðum. Deilur um flökkustofna endurspegluðu stöðuna ágæt- lega, Ísland hefði engan makrílkvóta fengið hefði það verið aðili að ESB, enda ekki með veiðireynslu úr stofninum. Henrik Bendixen benti í máli sínu á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virtust standa afar vel í samkeppni, en teldu þau á sig hallað vegna ríkisstuðnings annarra þá gætu þau nú þegar farið með þau umkvörtunarefni fyrir evrópudómstóla. Þá benti hann á að gengi Ísland í ESB þá myndi landið halda veiðirétti úr stofnum á borð við makríl, jafnvel þótt fisk- urinn tæki upp á því að virða ekki landamæri og synti aftur út úr íslenskri lögsögu. Kvó- taflakk væri svo vandamál sem önnur lönd hafi tekið á með ágætum hætti og ljóst að tryggja mætti að kvóti héldist í íslensku hag- kerfi. „Svo hef ég aldrei skilið vandamálið við erlenda fjárfestingu. Íslensk fyrirtæki fjár- festa í sjávarútvegi víða um heim og staða sjávarútvegs er svo sterk á Íslandi, svo sterk að hugaðan fjárfesti þyrfti til að ætla sér að hasla sér völl í þeim geira á Íslandi,“ sagði hann og bætti við að hann hefði heldur aldrei áttað sig á því hvaða vandamál væru því tengd að útlendingar fjárfestu í sjávarútvegi hér og efldu með því atvinnuuppbyggingu. PALLBORÐIÐ Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, Þóra Arnórsdóttir fundarstjóri, Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, og Henrik Bendixen, sér- fræðingur hjá sendinefnd ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stjórn sjávarútvegsmála héldist hér Framkvæmdastjóri LÍÚ segir að hefði Ísland verið í ESB hefði landið aldrei fengið makrílkvóta. Sérfræðingur sendinefndar ESB bendir á að með aðild myndi veiðiréttur haldast ef makríllinn hyrfi burt á ný. Hér væri stjórnsýsla í sjávarútvegi til fyrirmyndar og yfirráð héldust. FRÉTTASKÝRING Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Staða íslensks sjávarútvegs í Evrópusambandinu. Sætar franskar frá McCain Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega bragðgóðar og ríkar af A-vítamíni. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú veist af ertu komin(n) með girnilegt og gómsætt meðlæti. Prófaðu núna! SVEITARSTJÓRNARMÁL Gengi nýrra flokka í skoðanakönnunum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið gott. Björt framtíð og Píratar fá víðast hvar gott fylgi á meðan fjórflokkurinn á víða undir högg að sækja. Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði, telur ástæðuna í meginatriðum vera þá að mikið rót hafi komist á hollustu kjósenda við flokkana í hruninu og líka í tíð vinstri stjórnarinnar. „Frá þeim tíma eru kjósendur opnari fyrir nýjungum. Framsókn- arflokkurinn sýndi að vísu í fyrra að gömlu flokkarnir eiga alveg mögu- leika á þessu fylgi en hins vegar er núna sérstaklega góð aðstaða fyrir flokka sem hafa aldrei verið í ríkis- stjórn,“ segir Gunnar Helgi. Að sögn Gunnars Helga eru mál- efnin ekki endilega vera helstu ástæðuna fyrir hinu góða gengi held- ur endurspegli það meira óánægju kjósenda með það sem fyrir var. „Ég held að það sé alveg ljóst, hvort sem þú lítur á Bjarta fram- tíð eða Pírata, að þar eru ekki mjög skýrar málefna áherslur í mörgum þeim málum sem sveitarfélögin fjalla um sérstaklega,“ segir hann. „Gott dæmi er Ísafjörður þar sem Björt framtíð samkvæmt könnun mældist með drjúgt fylgi áður en flokkurinn var kominn fram.“ Annar prófessor í stjórnmála- fræði, Grétar Þór Eyþórsson, telur að meginlínurnar muni lítið breyt- ast frá því sem komið hefur fram í nýjustu könnunum. „Auðvitað verða einhverjar sveiflur en miðað við þær kann- anir sem eru að birtast í dag og héðan af fram að kosningum þá munu þær verða mjög nálægt lagi,“ segir Grétar. Spurður hvers vegna Björt framtíð og Píratar hafi náð fót- festu en ekki Dögun segir hann það vafalítið vinna með Bjartri framtíð og Pírötum að hafa kom- ist inn á þing. „Dögun er að mælast á Akureyri og í Kópavogi með svipað fylgi og til Alþingis í fyrra. Flokkurinn er með heildstæðan stefnumálapakka en það er eins og þessi málflutning- ur nái ekki í gegn í þessari flóru,“ segir Grétar Þór. freyr@frettabladid.is Prófessor telur kjósendur opnari fyrir nýjungum: Mikið rót komið á hollustu við flokka GUNNAR HELGI KRISTINSSON Hið góða gengi endurspeglar óánægju kjósenda með það sem fyrir var. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.