Fréttablaðið - 27.06.2014, Page 2

Fréttablaðið - 27.06.2014, Page 2
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Í HEIMSÓKN Á SPÍTALA Lína Langsokkur skemmti börnunum í grillveislu sem haldin var á Barnaspítala Hringsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HEILBRIGÐISMÁL Foreldrahópur gigtveikra barna stóð fyrir grillveislu í gær á Barnaspítala Hringsins. Öllum inniliggjandi börnum, aðstand- endum þeirra og starfsfólki var boðið upp á hamborgara, drykki, ís og sælgæti. Lína Langsokkur mætti á svæðið ásamt Sveppa og Villa. Foreldrahópur gigtveikra barna hefur staðið fyrir þessari hátíð undanfarin ár til að brjóta upp daginn fyrir börnin og gera eitthvað allt annað en venjulega fylgir daglegu starfi spítalans. Einnig er ætl- unin að vekja athygli á barnagigt en börnin eru reglulegir gestir á spítalanum. - ebg Foreldrahópur gigtveikra barna bauð í grill á spítalanum: Daglegt líf sjúklinga brotið upp Unnsteinn, ertu hættur að vera retro? Ha, Metro? Nei, ég borða bara McDonalds. Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson, hefur hafið sólóferil og hyggst á næstu misserum gefa út lög undir nafninu Uni Stefson. SJÁVARÚTVEGUR „Maður fer nú ekki langt út á honum, ekki lengra en svona tvær sjómílur,“ segir Haukur Hauksson, skipstjóri á Sæfara, einum minnsta smábátnum sem gerður er út hér við land. Báturinn var gerður út frá Kópa- skeri á grásleppu í vor. Sæfari er rétt um tvö tonn, í honum er eins strokks SABB-vél og gengur hann um 4,5 mílur á klukku- stund. Ekki er stýrishús á Sæfara og því mætti vel ímynda sér að kalt sé um borð. „Það var einmunatíð í maí og maður var í flotgalla. Ég fann aldrei fyrir kulda,“ segir Haukur. Hann segir að það sé gott að róa á bátnum, hann fari vel í sjó. Hann sé stöðugur. „Netin eru tekin inn að framan og þau halda bátnum,“ útskýrir Haukur. „Þetta er afturhvarf til fortíðar. Það er eiginlega alveg von- laust að ná í svona báta. Ég held að það séu þrír til á landinu öllu, þar af eru tveir á Kópaskeri,“ segir Aðal- steinn Tryggvason, útgerðarmaður og eigandi Sæfara. Auk Sæfara gerir Aðalsteinn út Rósu í Brún ÞH. Sá bátur er 5,8 tonn og hefur síðastliðin fjögur ár verið á handfærum, línu og grásleppu. Það var vefurinn aflafrettir.is sem sagði frétt af Sæfara og hefur hún vakið mikla athygli. Aðalsteinn segist hafa keypt bát- inn til að hagnast. „Það er úthlutað 32 dögum á hvern bát í strandveið- unum, svo ég fjölgaði dögunum um helming með því að kaupa Sæfara,“ segir Aðalsteinn og kímir við. Sæfari aflaði vel á grásleppuver- tíðinni, fékk 8,9 tonn í 14 róðrum. „Hann er fengsæll. Þetta er gamall grásleppubátur, það hefur alla tíð aflast vel á hann,“ segir Haukur. Hann segir útgerðina hag- stæða. Báturinn eyði engu. Á grá- sleppuvertíðinni hafi hann brennt um 40 lítrum af olíu sem sé álíka og stór bátur geri á klukkustund. „Ég er gríðarlega ánægður með þennan bát og sáttur við vertíðina. Ég hlakka til að róa á honum aftur,“ segir Haukur. Nú er Sæfari kominn á þurrt en menn eru að velta því fyrir sér að fara með hann inn á Akureyri og veiða silung á stöng á Pollinum. johanna@frettabladid.is Báturinn Sæfari er afturhvarf til fortíðar Einn minnsti bátur landsins, Sæfari, tveggja tonna smábátur, er gerður út frá Þórs- höfn. Hann var afar fengsæll á grásleppuvertíðinni í vor, fékk tæp níu tonn. Skip- stjórinn segist vera gríðarlega ánægður með bátinn og segir hann fara vel í sjó. LITLI OG STÓRI Sæfari er sannkallaður smábátur enda ekki nema um tvö tonn. Hann er hér við hlið Rósu í Brún sem er 6,8 tonn. MYND/AÐALSTEINN MENNTAMÁL Reykjavíkurborg ber að afhenda niðurstöður PISA-könnunarinnar sundurliðaðar eftir grunnskólum borgarinnar. Borgin synjaði beiðni um að afhenda niður- stöðurnar á þeim forsendum að um vinnugögn hafi verið að ræða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það. „Þetta eru upplýsingar sem eiga erindi við almenning. Ég tók eftir því að í umræðunni var hvergi vikið að upp- lýsingarétti almennings til þessara gagna um að Reykja- víkurborg hefði sett einhvers konar þagnarbindindi á borgarfulltrúa í þessu máli,“ segir Hilmar Þorsteinsson lögmaður. Hilmar kærði ákvörðun Reykjavíkurborgar um að birta ekki niðurstöður PISA-rannsóknarinnar árið 2012. Ákvörðun borgarinnar var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í apríl og þess krafist að gögnin yrðu afhent. Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að þessi vinnugögn féllu ekki undir lög um persónuvernd og því bæri Reykjavíkurborg að afhenda Hilmari gögnin. Fréttastofa reyndi í gær að nálgast niðurstöður könnun- arinnar en fékk þau svör frá borginni að þær yrði birtar á næstu dögum. - sks Niðurstöður PISA-könnunarinnar ekki vinnugögn að mati úrskurðarnefndar: Borginni gert að birta gögnin NEMENDUR Í HLÍÐASKÓLA Frammistaða íslenskra grunnskólanema í síðustu könnun þótti afar slæm. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hann er fengsæll. Þetta er gamall grásleppubátur, það hefur alla tíð aflast vel á hann. Haukur Hauksson, skipstjóri. BJÖRGUN Víðtæk leit stóð yfir undan ströndum Álftaness í gær- kvöldi að svifvæng sem talið var að hefði farið í sjóinn um klukkan sex. Leitinni var hætt eftir rúm- lega klukkustund og sú ályktun dregin að um missýn vitnis hefði verið að ræða. Lögregla, slökkvilið og björg unar- sveitarmenn stóðu að að gerðum. Notast var við tvo leitarbáta, kaf- ara og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Í tilkynningu frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg segir að hvorki tangur né tetur hafi fund- ist af svif vængnum, einungis tvær helíumblöðrur sem fluttar voru í land. Fyrir utan frásögn sjónarvotts bendi ekkert til þess að manneskja hafi farið í sjóinn. Starfsmaður Slökkviliðsins á höfuð borgarsvæðinu segir að mál af svipuðum toga hafi komið upp áður en einnig var tilkynnt um hvarf svifvængs fyrir rúmu ári. Þá kom ekkert út úr leitinni og ekki úti- lokað að um símagabb hafi verið að ræða í báðum tilvikum. - sój Ekkert fannst þrátt fyrir víðtæka leit björgunarsveita undan ströndum Álftaness í gærkvöldi: Svifvængurinn yfir sjónum reyndist missýn KOMIÐ Í LAND Tvær helíumblöðrur voru það eina sem fannst. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BELGÍA, AP Leiðtogar Evrópusam- bandsríkjanna komu saman í borginni Ypres í Belgíu í gær til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá upphafi fyrri heims- styrjaldarinnar. Fundarstaðurinn var valinn vegna þess að harðir bardagar í Ypres og nágrenni kostuðu hálfa milljón manns lífið. Leiðtogarnir hétu því að tryggja áfram frið í Evrópu. - gb Leiðtogafundur í Belgíu: Vilja áfram- haldandi frið ÍÞRÓTTIR Holland og Þýskaland eru uppáhaldslið Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun MMR. Holland var vinsælasta liðið með 15 pró- senta fylgi en 14 prósent svar- enda völdu Þýskaland. Þeir sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokk- inn voru líklegastir til að eiga uppáhaldslið, en þeir sem sögðust styðja Pírata ólíklegastir. - kpt Uppáhaldslið Íslendinga: Holland nýtur vinsælda á HM SPURNING DAGSINS Læknastöðin ehf. Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • sími: 5356800 • fax: 5356805 Hér með tilkynnist að Sigurður Björnsson meltingarlæknir hættir starfsemi þann 1. júlí 2014

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.