Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 12
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R ÍRAK, AP Núri al Maliki, forsætis- ráðherra Íraks, fagnaði í gær árásum sýrlenska stjórnarhers- ins á landamærastöð sem liðs- menn ISIS-samtakanna höfðu náð á sitt vald. Hann skýrði síðan frá því að í næstu viku yrði þing kallað saman í von um að brátt tækist honum að mynda nýja ríkisstjórn. Bandalag stjórnmálaflokka sjía-múslima, sem hann veitir for- ystu, fékk flest þingsæti í kosn- ingum 30. apríl síðast liðinn, en þó aðeins 92 sæti af 328 þannig að hann þarf stuðning frá öðrum flokkum til að hafa þingmeiri- hluta. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa undanfarið kjörtímabil gert hagsmunum sjía-múslima hærra undir höfði en annarra hópa í landinu. Sumir helstu leiðtogar sjía-mús- lima í Írak hafa tekið undir þessa gagnrýni á al Maliki og skora á hann að hafa fulltrúa allra helstu stjórnmálaafla landsins með í nýju ríkisstjórninni. Þar á meðal er klerkurinn Muk- tada al Sadr, sem í gær lét í sér heyra og vill að mynduð verði ný stjórn með nýjum andlitum frá öllum hagsmunahópum. Hann hét því jafnframt að kippa fótunum undan ISIS-samtökunum, sem hafa náð stórum hluta lands- ins á sitt vald þótt ekki hafi þau komist inn á svæði sjía-múslima í suðaustanverðu Írak eða svæði Kúrda í norð austan verðu landinu. Þegar Íraksstríðið var í hámarki fyrir um tíu árum kom al Sadr sér upp eigin hersveitum og stóð í blóðugri baráttu bæði við innrásarlið Bandaríkjanna og öfgasveitir úr röðum súnní-mús- lima. Áður hafði Ali al Sistani, æðsti trúarleiðtogi sjía-múslima í Írak, hvatt til þess að mynduð yrði ný stjórn allra hagsmunahópa. Al Maliki hefur ekki í hyggju að segja af sér og segir það ganga gegn lýðræði og stjórnarskrá landsins. Hann hefur samkvæmt stjórnarskrá landsins allt sumarið til þess að reyna að mynda meiri- hlutastjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum segja hins vegar brýnt að ný stjórn allra hagsmunahópa verði mynduð sem fyrst svo hún geti staðið saman gegn hættunni af hernaði ISIS- samtakanna. Fjöldi fólks hefur flúið þorp og borgir á þeim svæðum sem ISIS-menn hafa náð á sitt vald og streymir til Kúrdahéraðanna í norðausturhluta Íraks. gudsteinn@frettabladid.is Muktada al Sadr hótar aðgerðum Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur kallað saman þingfund í næstu viku í von um að geta komið saman nýrri ríkisstjórn. Hann fagnaði árásum sýrlenska stjórnarhersins á landamærastöð sem herskáir öfgamenn höfðu náð á sitt vald. Samkvæmt stjórnarskrá Íraks á nýkjörið þing, um leið og það kemur saman, að kjósa sér forseta og tvo varaforseta. Innan 30 daga þarf þingið svo að kjósa nýjan forseta landsins, en hann fær síðan 15 daga frest til þess að biðja stærsta þingflokkinn um að út- nefna forsætisráðherra og mynda nýja ríkisstjórn. Eftir það hefur sá forsætisráðherra 30 daga til þess að bera ráðherra- lista sinn undir þingið. Al Maliki getur því haft allt sumarið til þess að reyna að mynda nýja stjórn, taki atburðarásin ekki af honum völdin. Næstu skref í stjórnarmyndun Á FLÓTTA Almenningur hefur flúið undan sókn ISIS-manna og streymir til Kúrdahéraðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HJÓLREIÐAKAPPAR VIÐ HÖRPU Sá sem slasaðist var keppandi í Wow Cyclo thon. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SLYS Tveir sjúkrabílar og lög- reglubíll svöruðu tilkynningu um slasaðan hjólreiðamann við Höfða við Sæbraut á fjórða tím- anum í gær. Í fyrstu var talið að ekið hefði verið á hjólreiðakappann en sam- kvæmt upplýsingum frá Slökkvi- liðinu á höfuðborgarsvæðinu virðist hann hafa dottið af hjóli sínu. Um keppanda úr Símaliðinu í Wow Cyclothon var að ræða. Lögregla handstýrði umferð á Sæbraut á meðan hugað var að manninum. Hann var fluttur á slysadeild eitthvað lemstraður. - ktd Keppandi í Wow Cyclothon: Datt af hjóli sínu við Höfða KÓPAVOGUR Lánshæfismat Kópa- vogsbæjar hækkar um tvo flokka í mati Reitunar á lánshæfi bæj- arins. Matið hækkar í i.A2 úr i.BBB1. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Kópavogsbæ. Þar segir að hækkunin sé tilkomin vegna minni áhættu sveitarfélags- ins, sterkari efnahags þess og jákvæðra horfa í efnahagsmálum. „Þessi tíðindi staðfesta það að fjárhagsáætlanir hér hafa verið ábyrgar og þeim hefur verið fylgt vel eftir,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs- bæjar. - rkr Jákvæðar horfur í Kópavogi: Reitun hækkar lánshæfismatið LÖGREGLUMÁL Svikahrappar hringja Borið hefur á því undanfarið að erlendir svikahrappar hringi í Íslend- inga og þykist vera starfsmenn Microsoft. Microsoft á Íslandi segir algerlega skýrt að starfsmenn á vegum fyrirtækisins hringi aldrei í fólk að fyrra bragði. Öll slík símtöl eru því frá net- glæpamönnum. DÆGURMÁL Átta metra háum skjá verður komið fyrir á Ingólfstorgi á laugardag þegar sextán liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu hefjast. Það er símafyrirtækið Nova sem stendur fyrir uppsetningu skjásins sem og veglegri tón- listardagskrá sem hefst klukkan 14.30. Högni Egilsson, DJ Margeir og Daníel Ágúst Haraldsson eru á meðal þeirra tónlistarmanna sem stíga á svið að því er segir í fréttatilkynningu. Viðureignir landsliða Brasilíu og Mexíkós annars vegar og Kólumbíu og Úrúgvæs hins vegar verða svo sýndar á skjánum. - bá Leikirnir sýndir á laugardag: Gríðarstór skjár á Ingólfstorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.