Fréttablaðið - 27.06.2014, Síða 19

Fréttablaðið - 27.06.2014, Síða 19
FÖSTUDAGUR 27. júní 2014 | SKOÐUN | 19 Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetn- ingu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Ice- landair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flug- virkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopin- berar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfs- menn eins fyrirtækis. Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Ice- landair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Air- ways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leigu- flugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjón- ustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Ice- landair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Ice- landair. Það hefði verið glat- að fyrir marga aðila í ferða- þjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntan- lega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftir- spurnina. Þau hefðu getað stokk- ið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Ice- landair heldur í krafti hefðar- réttar. Samkeppni hefði eflst. Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínaf- greiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyj- ar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíu- félagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auð- vitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóð- hagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensín- stöð en að breyta flugi. En sam- keppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursam- salan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleið- endur væri það gott fyrir alla til lengdar. Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrir- tæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjón- ustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið. Too big to semj Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Kannski hugsuðu menn um almanna- hag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við sam- keppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið. Frábærar McCain franskar á 5 mínútum Franskar kartöflur í sérflokki sem þú töfrar fram á augabragði. Einföld og fljótleg matreiðsla og algjör sæla fyrir bragðlaukana. Prófaðu núna! TÍSTIÐ Atli Fannar Bjarkason @atlifannar Fjölmiðlar erlendis birta nú fréttir af litlu bjánaþjóðinni sem er með asnalega ströng lög um nöfn. Takk, manna- nafnanefnd. #leggjaniður Gísli Marteinn Baldursson @gislimarteinn Eru allir með það á hreinu að appelsína þýðir bókstaflega epli frá Kína? Næstum of gott til að vera satt. AF NETINU Ókannaðar víddir andans Ef einhver hefði spáð því fyrir 200 árum að hægt yrði að senda mynd og hljóð um víða veröld eftir 250 ár hefði sá hinn sami verið talinn fullkomlega geggjaður, enda hefði engum heilvita manni dottið slíkt í hug. Sama hefði verið sagt um mann sem fyrir 50 árum hefði spáð fyrir um það að hægt yrði að stýra bíl með hugsunum sínum einum saman. Ég hef upplifað atburði og fyrirbæri sem engin leið er að útskýra nema með því að álykta sem svo að máttur hugans, hraði hans og víddir, sem spanna óendanleikann og eilífðina, sé staðreynd sem nær út fyrir þann efnislega þrívíddarheim sem við viðurkennum og vísindin fást við. http://omarragnarsson.blog.is/ Ómar Ragnarsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.