Fréttablaðið - 27.06.2014, Side 22
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
„Þetta byrjaði allt í partíi árið 1994
en þar varð til hljómsveit sem hefur
starfað síðan,“ segir Hjörleifur Hjart-
arson, annar tveggja meðlima hljóm-
sveitarinnar Hundur í óskilum sem
fagnar 20 ára starfsafmæli í ár.
„Það hafa verið litlar mannabreyt-
ingar á þessum tíma, enda erum við
bara tveir,“ segir Hjörleifur en ásamt
honum skipar hljómsveitina Eiríkur
Stephensen.
Í tilefni starfsafmælisins blés sveit-
in til þrennra tónleika og eru þriðju og
seinustu tónleikarnir í kvöld á Græna
hattinum á Akureyri. Hjörleifur segir
hljómsveitina spila „alls konar“ tón-
list. „Við spilum mikið af svokölluð-
um cover-lögum sem oftar en ekki
eru spiluð betur en þau voru upphaf-
lega,“ segir Hjörleifur. „Við höfum
mikið verið að laga lög sem eru ekki
góð og skeyta saman lögum ef þau eru
ekki fullkomin,“ segir tónlistarmað-
urinn og bætir því við að það sé erfitt
að lýsa tónlist þeirra félaganna, enda
spili þeir á ógrynni af hljóðfærum og
verkfærum sem hægt er að nota til
tónlistarsköpunar.
„Hárþurrkur, hækjur, þvottavélar
og svona alls konar dót sem er misgóð
hljóðfæri en má alveg nota.“
Hljómsveitin hefur verið temmi-
lega farsæl í þessi 20 ár sem hún
hefur starfað og hafa félagarnir feng-
ið hvorki meira né minna en tvenn
Grímuverðlaun fyrir tónlistarsköp-
un sína í leikhúsi. „Við gerðum tónlist
fyrir Íslandsklukkuna á sínum tíma
og vorum líka með sýninguna Saga
þjóðar sem gekk í alveg 80 sýningar í
Borgarleikhúsinu,“ segir Hjörleifur en
það var listamaðurinn Benedikt Erl-
ingsson sem leikstýrði þeirri sýningu.
Tónlistarmennirnir tveir eru eins
og er staddir í hestatúr ásamt 20
sænskum konum en þeir taka einn
vikutúr á ári með Pólar hestum.
„Okkur líður bara bærilega hérna í
Laxárdalnum,“ segir Hjörleifur. „Við
vorum með tónleika í Kiðagili hér í
fyrrakvöld, en við þurfum síðan að
hlaupa úr túrnum í kvöld til að halda
tónleikana og förum síðan strax
aftur,“ segir Hjörleifur. „Þeysireið í
Þingeyjarsýslu, síðan þegar túrinn er
búinn þá er bara grái hversdagsleik-
inn aftur.“ baldvin@frettabladid.is
Úr hestatúr á tónleika
Hljómsveitin Hundur í óskilum fagnar 20 ára afmæli í ár. Í tilefni þess blésu félagarnir
til þrennra tónleika en þeir síðustu verða haldnir í kvöld á Græna hattinum á Akureyri.
ENN ÞÁ HRESSIR Þrátt fyrir að hafa starfað í 20 ár halda félagarnir enn þá sama gamla
stuðinu uppi á tónleikum sínum.
Þökkum vinarhug og hlýju við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, pabba
okkar, tengdapabba, afa, langafa og bróður,
BERGMUNDAR ÖGMUNDSSONAR
skipstjóra og útgerðarmanns í Ólafsvík,
sem andaðist 21. maí. Sérstakar þakkir
til starfsfólks Dvalarheimilisins Jaðars
í Ólafsvík.
Sigríður Þóra Eggertsdóttir
Þórdís Bergmundsdóttir Elvar Guðvin Kristinsson
Elsa S. Bergmundsdóttir Aðalsteinn Snæbjörnsson
afastrákarnir, langafabörnin og systkini.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR
Lækjargötu 7, Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 30. júní kl. 10.30.
Innilegar þakkir sendum við til starfsfólks
á Dvalarheimilinu Hlíð.
Erna Magnúsdóttir
Eva B. Magnúsdóttir Jóhannes Árnason
Brynjólfur H. Magnússon Hulda Björg Kristjánsdóttir
Rúnar Magnússon
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær frænka okkar,
EYRÚN ERLA RUNÓLFSDÓTTIR
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann
16. júní síðastliðinn. Útför hennar hefur farið
fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Einar Guðmundsson Harpa Guðmundsdóttir
Gunnar Guðmundsson Mundína F. Marinósdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir Guðjón Svavar Jensen
Hrafnhildur Guðmundsdóttir Helgi G. Jósepsson
og fjölskyldur þeirra.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
SÖLVI JÓNASSON
sjómaður og smiður frá Bíldudal,
lést á Hrafnistu fimmtudaginn 19. júní
2014. Útförin fer fram frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 8. júlí kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Haukur Sölvason.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ARNRÚN S. SIGFÚSDÓTTIR
Prestastíg 9, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 19. júní.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 30. júní kl. 13.00.
Eiður Guðjohnsen
Arnór Guðjohnsen Anna Borg
Ragnheiður Guðjohnsen Aðalsteinn Sigurðsson
Sigríður M. Guðjohnsen Björgvin I. Ormarsson
Þóra K. Guðjohnsen Andrew T. Mitchell
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
TRAUSTI HELGI ÁRNASON
kennari og múrarameistari,
lést aðfaranótt 20. júní. Útförin fer fram
frá Glerárkirkju mánudaginn 30. júní
kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð
en þeim sem vilja minnast hans er bent
á Heimahlynningu á Akureyri, Öldrunarheimili Akureyrar og FSA.
Margrét Jónsdóttir
Sigurður Traustason Jónína Lárusdóttir
Rannveig Traustadóttir Einar Birgir Steinþórsson
Hólmfríður Traustadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EDDA ÞÓRARINSDÓTTIR
sem andaðist 21. júní síðastliðinn verður
jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn
1. júlí kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa.
Ingiveig Gunnarsdóttir
Þórarinn Gunnarsson Álfhildur Sylvía Jóhannsdóttir
Friðjón Björgvin Gunnarsson Harpa Hlynsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar
og tengdasonar,
MAGNÚSAR GEIRS PÁLSSONAR
Miðhúsum 16, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
krabbameinsdeildar LSH og líknardeildar LSH í Kópavogi
fyrir góða umönnun, starfsfólki Eignamiðlunar fyrir góðan
stuðning, Gæðabakstri fyrir veitta aðstoð og Jóhanni Friðgeiri
Valdimarssyni.
Áslaug Sif Gunnarsdóttir
Bára Sif Magnúsdóttir
Gunnar Þór Magnússon
Gunnar Sveinsson Bára Þorvaldsdóttir
Okkar ástkæra
STEINVÖR SIGURÐARDÓTTIR
DIDDA
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði,
lést á LHS Fossvogi þann 25. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Einarsdóttir
Jenný Einarsdóttir Hjalti Sæmundsson
Sigurður Einarsson Sólveig Birna Jósefsdóttir
Þórður Einarsson Guðbjörg Óskarsdóttir
önnumst við alla þætti
þjónustunnar með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
Þegar andlát
ber að höndum
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Hárþurrkur, hækjur,
þvottavélar og svona alls
konar dót sem er misgóð
hljóðfæri en má alveg nota.
Hjörleifur Hjartarson,
meðlimur hljómsveitarinnar Hundur í óskilum.