Fréttablaðið - 27.06.2014, Page 24

Fréttablaðið - 27.06.2014, Page 24
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Ég er sjálfstætt starf-andi mynd-skreytir og hönnuður og veit af eigin reynslu að þetta er óttalegt hark. Ég vildi skapa tækifæri fyrir mig og aðra til að sýna fólki hvað við erum að gera og selja vonandi ein- hver verk,“ segir Fanney Sizemore myndskreytir en hún stendur fyrir myndskreytimarkaði í Hinu húsinu á morgun. Alls taka tólf myndskreyt- ar og listamenn þátt og segir Fanney grósku í myndskreyti- senunni á Íslandi. „Áður fannst mér myndskreyt- ingar vera dálítið einskorðaðar við barnabækur eða dagblöð, en með tilkomu samskiptamiðla eins og Facebook og Instagram sjást daglega teikningar eftir til dæmis Hugleik Dagsson, Rán Flygenring og Lóu Hlín Hjálmtýs- dóttur. Það leggja líka alltaf fleiri og fleiri hönnuðir og listamenn, sem útskrifast hér á landi, áherslu á myndskreytingar. Einn- ig er líka orðið vinsælt að kaupa myndskreyting- ar fyrir heim- ilið, til dæmis eftirprent í takmörkuðu upplagi. Það er góður kostur fyrir þá sem hafa kannski ekki efni á ein- stöku listaverki en vilja heldur ekki kaupa fjölda- framleidda mynd úr stórverslun,“ segir Fanney en auk teikninga verða einnig bækur, spil og myndskreyttir hlutir á mark- aðnum. Fanney lofar frábærri stemningu á morgun. „Svona uppákoma er líka gott tækifæri fyrir myndskreytana að hittast, kynnast verkum hver annars og hver öðrum. Enda á maður það til að vera að pukra í hver í sínu horninu. Í þetta skiptið er smá „Girl-Power“-fíl- ingur í þessu þar sem einungis konur skráðu sig í þetta skiptið, sem er bara skemmtilegt. Ef þetta gengur vel er alltaf hægt að halda svona markað aftur.“ Markaðurinn hefst í Hinu Hús- inu klukkan 13 á morgun, laugar- dag, og stendur til klukkan 17. TÓLF TEIKNARAR HALDA MARKAÐ HELGIN Tólf myndskreytar og listamenn sýna og selja verk sín í Hinu húsinu á morgun. Mikil gróska er í myndskreytingum á Íslandi. MYNDSKREYTIMARKAÐUR Tólf myndskreytar og listamenn sýna og selja verk sín í Hinu Húsinu á laugardag milli klukkan 13 og 17. MYND/GVA Fylgist með okkur á facebook.com/Parisartizkan Útsala hafin! Frábær tilboð á Útsölu. Skipholti 29b • S. 551 0770

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.