Fréttablaðið - 27.06.2014, Page 52

Fréttablaðið - 27.06.2014, Page 52
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 32 ÞRJÚ SMÁFORRIT SEM HALDA ÞÉR Í FORMI Í FRÍINU Allt frá jóga til djúprar slökunar– þessi smáforrit, eða öpp, bjóða ekki bara upp á sniðugar æf- ingar til að gera hvar sem er heldur tryggja líka að þú sért í góðri slökun og drekkir nóg af vatni. „Þetta er í fyrsta sinn sem þetta hefur verið mögulegt og með þessu opnast tækifæri á að gera tónlist í tölvuleikjum og sýndarveruleika almennt samofna atburðum og umhverfi í sýndarveruleika sem eykur áhrifamátt og fagleg gæði tónlistar í tölvuleikjum,“ segir doktor Kjartan Ólafsson prófessor en hann hefur ásamt Jóni Halli Haraldssyni unnið að því að tengja rauntímatónsmíðaforrit sem bygg- ist á gervigreind inn í umhverfi tölvuleikja. Kjartan er prófessor og fag stjóri í tónsmíðum við LHÍ en verk- efnið vann hann með Jóni Halli, sem vann það sem lokaverkefni úr kerfisfræði við tölvunarfræði- deild Háskólans í Reykjavík en Jón Hallur er einnig starfsmaður CCP og hefur samið tónlist fyrir CCP, meðal annars við tölvuleikinn EVE Online. Verkefni þeirra félaga fólst í því að yfirfæra tónsmíða forritið CALMUS, sem er hannað til að semja tónlist fyrir hefðbundin hljóðfæri og sinfóníuhljómsveit- ir, yfir í rauntímatónsmíðaforrit fyrir tölvuleiki. „Calmus er forrit sem ég byrjaði að hanna þegar ég var í doktorsnámi við Sibeliusar- akademíuna í Finnland árið 1988. Ég hef síðan þá verið að semja tón- list í gegnum forritið sem byggist á gervigreind,“ bætir Kjartan við. Hann segir það talsvert flókið ferli að þýða tónsmíðaforritið en nú virkar það þannig að persónur, atburðir og umhverfi í tölvu leikjum geta stýrt samningu tónlistar fyrir það sem gerist í leiknum um leið og hann er spilaður. „Tölvuleikjaiðnaðurinn er orð- inn stærri en kvikmyndaiðnaður- inn og tónlistariðnaðurinn í heim- inum samanlagt þannig að með þessu opnast ótal möguleikar til þróunar, markaðssetningar og sölu á CALMUS innan ört vax- andi sýndarveruleika samtímans,“ segir Kjartan. Nemendur úr þremur háskólum komu að verkefninu í samvinnu við sprotafyrirtækið ErkiTónlist sf., sem er í eigu Kjartans, en það hefur haldið utan um þróun á tón- smíðaforritinu undanfarin 20 ár. Haukur Ísfeld, nemi í rafmagns- verkfræði við Háskóla Íslands, hefur notið styrkja hjá Nýsköp- unarsjóði námsmanna undafarin tvö ár til að vinna sérstakt graf- ískt nótnaskriftarforrit fyrir CAL- MUS, auk Baldurs Baldurssonar sem útskrifaðist fyrir skömmu frá Listaháskólanum með meist- arapróf með sérhæfingu í tónlist í tölvuleikjum. Tækniþróunar- sjóður Íslands hefur styrkt þetta verkefni. „Það er mjög jákvætt að háskólar hér á landi geti tengst einu slíku verkefni eins og þessu í gegnum sprotafyrirtæki,“ bætir Kjartan við. Næstu skref eru að tengja hina ýmsu karaktera og umhverfið við forritið sem semur þá tónlist út frá þeim skilaboðum sem karakterar, umhverfi og atburðir senda frá sér í Wwise, sem er tónlistarspilari sem notaður er í flestum leikjum í dag. gunnarleo@frettabladid.is Tölvuleikjatónlist fæðist í rauntíma Doktor Kjartan Ólafsson hefur ásamt fl eirum unnið að því að yfi rfæra tón- smíða forritið Calmus í það að semja tónlist í rauntíma fyrir tölvuleiki. BYLTING Í TÆKNIHEIMINUM Doktor Kjartan Ólafsson, prófessor í tónsmíðum, hefur þróað byltingarkennda tækni í tónsmíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kjartan hannaði tónsmíðaforritið Calmus þegar hann var í doktors- námi við Sibeliusar akademíuna í Finnlandi árið 1988. Í því getur tónskáldið samið tónlist sína. Kjartan og Jón Hallur hafa yfir- fært Calmus yfir í rauntímatón- smíðaforrit fyrir tölvuleiki. Persónur, atburðir og umhverfi í tölvuleikjum geta stýrt samningu tónlistar í leiknum eftir aðstæðum. Næstu skref eru að tengja hina ýmsu karaktera og umhverfið við forritið sem semur þá tónlist út frá þeim skilaboðum sem karakterar, umhverfi og atburðir senda frá sér í Wwise, tónlistar- spilara sem notaður er í flestum leikjum í dag. ➜ Hvað erum við að tala um? Tölvuleikjaiðnað- urinn er orðinn stærri en kvikmyndaiðnaðurinn og tónlistariðnaðurinn í heiminum samanlagt. LÍFIÐ 27. júní 2014 FÖSTUDAGUR CALM Hugleiðsluforrit sem spilar róandi tónlist í takt við fallegar náttúrumyndir. YOGA STUDIO Hægt að hlaða niður jógatímum sem geta verið eins langir og þú vilt. WATERMINDER Forritið tryggir að þú drekkir nóg af vatni, hvar sem þú ert.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.