Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 6
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 VINNUMARKAÐUR Tvennt veld- ur því einkum að erfitt er fyrir menntað fólk að fá vinnu. Annað er að sérfræðingar, lögfræðingar og viðskiptafræðingar sem fengu vinnu hjá skilanefndum, Sérstök- um saksóknara, Umboðsmanni skuldara og fleirum sem voru að gera upp hrunið og afleiðing- ar þess voru ráðnir tímabundið. Ráðningartíminn er í mörgum til- fellum liðinn og þeir sem starf- að hafa í þessum geira eru nú að leita að vinnu. Hitt er að marg- ir sem sáu ekki fram á að fá v i n n u e f t i r hrun eða misstu vinnuna fóru í háskólanám en eru nú útskrif- aðir og í leit að vinnu. Þeim sem hafa lokið bóknámi gengur oft illa að fá vinnu á sama tíma og mikil eft- irspurn er eftir fólki með tækni- menntun. „Tækifærin fyrir menntað fólk eru ekki eins mörg og áður. Fyrir- tækin eru enn að hagræða hjá sér og það leiðir til uppsagna,“ segir Katrín S. Óladóttir hjá Hagvangi. Hún segir að það sé lítið af nýjum störfum fyrir vel menntað fólk að verða til hjá fyrirtækjunum. Silja Jóhannesdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, tekur undir með Katrínu og segir að mörg fyrir- tæki séu enn í aðhaldi og því ekki að fjölga starfsmönnum. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir fólki með iðnmenntun en eftirspurn eftir háskólamennt- uðu fólki er ekki jafn mikil og hún var,“ segir Silja. Guðlaugur Örn Hauksson, framkvæmdastjóri Hugtaks, tekur undir þetta. Hann segir að það sé margt vel menntað fólk að leita sér að vinnu og það fólk sé að sækja um vinnu sem krefjist engrar menntunar. Atvinnurekendum sé hins vegar illa við að ráða fólk með mikla menntun í störf sem krefjast ekki sérhæfingar því þeir óttist að það fólk staldri stutt við í starfi. „Þó er það mikil eftirspurn eftir fólki með tækni- og tölvumenntun að fólk með slíka menntun fær vinnu strax,“ segir Guðlaugur Örn. Kolbeinn Pálsson, eigandi job. is, segir að hans tilfinning sé sú að það sé orðin jafn mikil eftirspurn eftir ófaglærðu fólki á vinnumark- aði og var fyrir hrun. Hann segist finna fyrir því að hrunstörfunum sé að fækka og það sé erfitt fyrir viðskiptafræð- inga og lögfræðinga að finna vinnu við hæfi um þessar mundir. johanna@frettabladid.is Færri tækifæri hjá háskólamenntuðum Hlutfall háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hefur hækkað frá fyrra ári. Ástæð- urnar eru fjölgun útskrifaðra úr háskólum og einnig að ráðningartíma þeirra sem voru ráðnir til starfa til að gera upp hrunið er að ljúka. Fyrirtækin enn að hagræða. FJÖLGAR Háskólamenntuðu fólki hefur fjölgað mikið síðustu ár. Háskólamennt- uðum á atvinnuleysisskrá hefur fjölgað á sama tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Háskólamenntuðum fækkar lítið á skrá og hlutfall þeirra hefur aukist síðustu ár þar sem þeir með minni menntun fara hraðar út af atvinnu- leysiskránni,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Þegar tölur yfir atvinnuleysi eru skoðar var hlutfall háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá 20 prósent í maí árið 2013 en í maí 2014 var það 22 prósent. Mun fleiri konur með háskólamenntun en karlar eru atvinnulausar. Í maí á þessu ári voru 583 karlar með háskólapróf án vinnu en 993 konur. Hlutfall menntaðra án atvinnu eykst KATRÍN S. ÓLADÓTTIR KJARAMÁL „Samningar ganga hægt. Félagsfundur er fyrirhugaður á mánudag og hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma er ætlunin að fá heimild félagsmanna til verkfallsboðunar,“ segir Maríus Sigurjónsson, for- maður samninganefndar Félags flugvirkja. Flugvirkjar eru nánast þeir einu sem eru að semja í Karphúsinu þessa dagana. Samninganefndir annarra félaga og viðsemjenda þeirra, svo sem Skurðlækna- félags Íslands og Læknafélagsins, hafa ákveðið að gera hlé á samningaviðræðum fram yfir verslunarmanna- helgi. Að sögn Helga Kjartanssonar, formanns Skurðlækna- félagsins, ber mikið í milli í kjaradeilu þeirra við ríkið. Hann segir að læknar krefjist verulegra launahækkana, breytingar á vöktum og vinnufyrirkomulagi. Aðrar kjaradeilur sem eru nánast komnar í sumarfrí eru kjaradeila Félags leikstjóra við RÚV og Félags tón- listarkennara við sveitarfélögin. - jme Félag flugvirkja boðar til fundar og ætlar að fá heimild til verkfallsboðunar: Samninganefndir í sumarfrí SAMGÖNGUR Strætó bs. segir Félag hópferðaleyfishafa hafa farið með dylgjur í frétt Fréttablaðsins í gær. Greint var frá því að félagið hygð- ist kalla eftir rannsókn lögreglu á greiðslum Strætó til verktakans Hagvagna þar sem þær hafi sam- kvæmt útreikningum félagsins farið 700 milljónir fram úr samningum eftir útboð. Í yfirlýsingu frá Strætó er þessu vísað á bug. „Allar greiðslur til Hagvagna, og annarra undirverktaka, hafa verið eftir þeim samningum sem gerðir voru árið 2010,“ segir í tilkynning- unni. Samningarnir geri þannig ráð fyrir því að hægt sé að auka akst- ur, og þar með greiðslur, um allt að 40 prósent, án þess að semja um grunneiningaverð. Akstur hafi auk- ist umtalsvert á samningstímanum og því rangt að fullyrða að farið hafi verið fram úr samningi. Félag hópferðaleyfishafa vildi ekki tjá sig á þessu stigi þegar eftir því var leitað í gær. - fbj Strætó vísar ásökunum Félags hópferðaleyfishafa til föðurhúsanna: Gerðu ráð fyrir auknum akstri HLJÓTT Það er fremur hljótt í húsakynnum Ríkissáttasemjara enda hafa flestar samninganefndir ákveðið að gera hlé á við- ræðum í júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÁSAKANIR UM RÓGBURÐ Strætó segir það rangt að félagið hafi farið fram úr samningum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALLIR GÖNGUSKÓR Á 20% AFSLÆTTI YFIR 35 GERÐIR Fyrir styttri gönguferðir Fyrir leng ir gönguferðir Fyrir fjallahlaupin fjöLskyldUhátíðiN í galtAlæKjarskóGi með 18.–20. júlí FaceboOk.cOm/gaLtalaEkjarSkoguR stúTfull dagsKrá af sKemmtIatriðUm fyRir allA FjöLskylduNa! miðAsala fer Fram á midi.iS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.