Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 12
5. júlí 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Sjávarútvegsráðherra hefur fundið fyrir því í vikunni að svellið er ekki besti staður til að vera á þegar
ákvarðanir eru teknar. Umræð-
urnar um flutning Fiskistofu frá
Hafnarfirði til Akureyrar benda
ótvírætt til þess að ráðherran-
um hafi skrikað fótur þegar sú
ákvörðun var tekin.
Segja má að sjávarútvegsráð-
herra hafi þessa daga fengið að
reyna á eigin skinni hver munur-
inn er á því að vanda ákvarðanir
og byggja þær á málefnalegum
forsendum eða taka þær með fót-
skriðu á hálu svelli. Á sama tíma
og tilkynningin um flutning Fiski-
stofu var birt tók
ráðherrann aðra
ákvörðun um
heildarafla fyrir
næsta fiskveiði-
ár. Viðbrögðin
við henni voru
allt önnur.
Sú ákvörðun
er sannarlega
með stærri efnahagslegu ráð-
stöfunum ár hvert. Þar eru í húfi
heildar hagsmunir þjóðarbúskapar-
ins, atvinna í einstökum byggðar-
lögum og afkoma sjávarútvegs-
fyrir tækja. Átök um svo stórt mál
eru því í sjálfu sér eðlileg.
En svo bregður við að heildar-
aflaákvörðunin gengur þegjandi
og hljóðalaust fyrir sig. Skýringin
er sú að hún er í einu og öllu byggð
á vísindalegum niðurstöðum og
áður mótaðri pólitískri langtíma-
stefnu. Þrátt fyrir alla hagsmuna-
togstreitu stóð ráðherrann ekki á
neinu svelli þegar hann komst að
niðurstöðu í því máli.
Miklu minna mál á þjóðhags-
legan mælikvarða veldur aftur á
móti gríðarlegu írafári. Þetta segir
þá sögu eina að þó að ákvarðanir
snerti hagsmuni tiltölulega fárra
þarf að finna þeim málefnaleg-
ar undirstöður rétt eins og þeim
stærri. Ráðherrann gætti sín ekki
á því.
Fótskriða á hálu svelli
Hugmyndir um að ríkið hafi skyldum að gegna við stað-setningu opinberra starfa á
landsbyggðinni geta haft margt til
síns ágætis. En þær geta ekki vikið
til hliðar málefnalegum sjónarmið-
um sem lúta að faglegri þekkingu og
hagsmunum starfsfólks í rótgrónum
stofnunum og atriðum sem lúta að
þjónustu við þá sem samskipti eiga
við opinberar stofnanir.
Augljóst er að auðveldara getur
verið að taka ákvarðanir um að
setja nýja starfsemi á vegum ríkis-
ins á fót utan höfuðborgarsvæðisins.
Það er þó ekki einhlítt. Þegar Fiski-
stofu var ýtt úr vör á sínum tíma
var verið að sameina stjórnsýslu-
verkefni sem ýmist höfðu heyrt
undir ráðuneytið eða verið vistuð
annars staðar. Þá var því gefinn
nokkur gaumur hvort tækt væri að
staðsetja nýja stofnun úti á lands-
byggðinni. Það þótti ekki rétt.
Ástæðurnar voru einkum þær
að slíkur flutningur starfa myndi
raska um of stöðu og högum fólks
sem þegar vann að þessum verkefn-
um undir öðrum höttum. Jafnframt
efuðust margir um að hagsmunum
þeirra sem samskipti eiga við stofn-
unina væri best borgið með þeim
hætti. Tæknibyltingin hefur í ein-
hverjum mæli dregið úr gildi seinni
röksemdarinnar en sú fyrri stendur.
Opinberar stofnanir þurfa laga-
legar undirstöður og fjármagn.
Markmið þeirra er þjónusta en
ekki atvinnusköpun. En það er fólk
sem gerir þær að virkum veruleika
í samfélaginu. Þegar ákvarðanir
eru teknar án þess að taka þá ein-
földu staðreynd með í reikninginn
er hætta á að illa fari.
Þar með er ekki sagt að illa
ígrundaðar ákvarðanir af þessu tagi
geti ekki á endanum gengið upp. En
aðrar leiðir að sama marki kunna að
vera skynsamlegri og hafa í för með
sér minni sóun þekkingar og fjár-
muna.
Skyldurnar við landsbyggðina
Standi vilji manna í raun og veru til þess að færa opinber störf út á landsbyggðina er hyggilegt
að beina augunum að viðfangsefn-
um sem styrkja innviðina í byggðun-
um. Flutningur verkefna frá ríki til
sveitarfélaga, sem standa nær þeim
sem þjónustunnar eiga að njóta, er
til að mynda rökréttur kostur. Með
því er heldur ekki verið að gera eitt
fyrir þetta sveitarfélag í dag og eitt-
hvað annað fyrir hitt á morgun.
Tæknibyltingin hefur líka auð-
veldað flutning á ýmsum verkefn-
um sem vinna má hvar sem er án
þess að það bitni á þjónustu eða hafi
afgerandi áhrif á hag og stöðu þess
fólks sem fyrir hefur reynslu og
þekkingu og sanngjarnt er að taka
tillit til.
Ákvörðun sjávarútvegsráðherra
um að flytja Fiskistofu ber á hinn
bóginn öll einkenni þess að vera eins
konar pólitísk skyndibitaaðgerð.
Hún er ekki hluti af vel undirbún-
um skipulagsbreytingum. Ákvörð-
unin getur vakið fögnuð á Akureyri
en hún bætir ekki þjónustuna við þá
sem búa á öðrum landshornum.
Þetta er enn eitt dæmið um
hvernig Framsókn er að færa sig til
í pólitíkinni. Skyndiákvarðanir eða
pólitísk púðurskot sem vekja eiga
stundarvinsældir hjá afmörkuðum
hópum verða smám saman fyrir-
ferðarmeiri um leið og heildarsýn
og langtímamarkmið víkja.
Þó að skyndibitapólitík af þessu
tagi sé ekkert nýmæli og ein-
kenni oftar litla flokka en stóra er
áhyggjuefni ef engin pólitísk þunga-
vigt er lengur til að spyrna á móti.
Skyndibitapólitík
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins
með glæsilegt forskot á keppinautana.
Meðallestur Fréttablaðsins í
aldurshópnum 25-54 ára er 73%
á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra
sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið
fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
F
réttablaðið hefur að undanförnu fjallað um merkingar
á matvælum, sem gefa til kynna að þau séu framleidd
með vistvænum hætti. Slíkar merkingar eru mikilvæg
leiðsögn fyrir neytendur, sem vilja með vali sínu stuðla
að vistvænum búskapar- og framleiðsluháttum.
Blaðið sagði frá því fyrr í þessari viku að engar merkingar
væru á lambakjöti sem gæfu til kynna hvort það kæmi frá býlum
sem hefðu fengið vottorð um gæðastýringu. Mikill meirihluti
lambakjöts hefur fengið slíka vottun, eða yfir 92 prósent, en
kjötinu frá þeim sem ekki hafa vottunina er bara blandað saman
við það vottaða í kjötvinnslustöðvum og verzlunum.
Það er afleitt fyrir neytendur,
því að gæðastýringin á ekki
sízt að stuðla að því að bændur
ofbeiti ekki landið, en jafnframt
eiga þeir að skila inn skýrslum
um veikindi dýranna, lyfjanotk-
un, áburðarnotkun og fóðurgjöf.
Margir neytendur vildu örugg-
lega geta forðazt kjöt frá þeim sem ekki hafa undirgengizt þær
reglur og staðla sem þarf til að fá vottun um gæðastýringu.
Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjár-
bænda, sagði í Fréttablaðinu að sauðfjárbændur vildu gjarnan
sérmerkja kjöt sem kæmi frá gæðastýrðum býlum, en sláturhúsin
vildu það ekki.
Haft var eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suður-
lands, í sömu frétt að ekki væri gæðamunur á afurðunum og
engin umræða hefði verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum
býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæða-
stýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt
sem væri merkt ógæðastýrt,“ sagði Steinþór.
Forstjórinn ítrekaði sjónarmið sín í grein í Fréttablaðinu í
gær; að enginn munur væri á gæðum kjöts úr gæðastýringu og
kjöti frá búum sem ekki hefðu þessa vottun. Hann tók líka fram
að sauðfjárbændur hefðu ekki óskað eftir neinum merkingum á
gæðastýrða kjötinu.
Í þessu samhengi eru gæðin hins vegar aukaatriði. Svo við
tökum dæmi af allt öðrum markaði þá geta tveir stuttermabolir
verið af sömu gæðum, en annar framleiddur af börnum við
slæmar aðstæður í þriðja heiminum og hinn þar sem fullorðnu
starfsfólki eru búin góð starfsskilyrði. Ef neytendur vissu
muninn, væru þeir – að minnsta kosti margir – frekar tilbúnir að
kaupa síðarnefnda bolinn.
Fyrst allar upplýsingar liggja fyrir um það hvaða bú hafa
fengið vottun um gæðastýringu og hver ekki, er sjálfsögð krafa
neytenda að þessum upplýsingum sé miðlað til þeirra með merk-
ingum. Það skiptir ekki máli hvort sauðfjárbændur hafa beðið
sláturleyfishafa um slíka merkingu eða ekki; nú er málið komið
í opinbera umræðu og hlýtur að liggja beint við að þessir aðilar
vinni saman að því að leysa það.
En hvað þá um þessi sjö prósent lambakjöts sem ekki eru gæða-
stýrð og engin búð myndi vilja taka við? Ætli viðkomandi sauð-
fjárbændur yrðu ekki bara fljótir að taka við sér, sækja um vott-
unina og breyta búskaparháttum sínum til að geta fengið hana?
Neytendur geta haft áhrif á búskaparhætti:
Matur og
merkingar
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is