Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 58
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 26 Krakkarýni Heilabrot Að venju efna Borgarbókasafn og Reykjavík Bókmenntaborg til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá les- endur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og skila í kassa sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns. Vikulega er dregið eitt nafn úr kassanum og Lestrarhestur vikunnar útnefndur, sem hlýtur bók að launum frá Forlaginu. Dröfn Ólöf Ingvarsdóttir 10 áraLestrarhestur vikunnar Umhverfi s Ísland í 30 tilraunum ✰✰✰✰✰ 1. Er Ævar vísindamaður sniðugur? Já, hann er mjög sniðugur. Hann gerir svo flottar uppfinningar eins og til dæmis fljúgandi prumpandi bananablöðru. 2. Fyrir hvern er bókin, börn, fullorðna eða alla? Alla fjölskylduna. Öllum í minni fjölskyldu finnst hún skemmtileg. 3. Hvernig finnst þér kápan á bókinni? Mér finnst hún flott, sér í lagi myndin af Ævari. 4. Hvað er uppáhaldstilraunin þín í bókinni? Fljúgandi prumpandi bananablaðran! Þá stappar maður banana, setur hann ofan í flösku og síðan blöðru utan um stútinn. Þetta geymir maður í viku og þegar maður sér flöskuna aftur er blaðran upp- blásin! 5. Hefurðu prufað einhverja tilraun og hvernig gekk? Engar enn þá en ég ætla að prófa til- raunina með fljúgandi prumpandi banana- blöðruna. 6. Heldurðu að það sé gaman að vera vísindamaður? Já, það er svo gaman að gera tilraunir. Ég ætla að verða vísindamaður þegar ég verð stór. 7. Ferðast þú mikið um Ísland? Já, ég ferðast oft um Ísland. Hvert ferðu og hvers vegna? Ég fór á Þingvelli um dag- inn í göngu með pabba og mömmu og síðan fer ég oft í Skagafjörðinn til afa og ömmu. Í sumar fer ég í frí á Hraun í Öxnadal og á Eyrarbakka. 8. Hver er uppáhaldsstað- urinn þinn á Íslandi? Sauðár- krókur því þar er Skaffó þar sem ég kaupi dót með ömmu minni. Síðan er líka gaman á Akureyri því þar er Litla ísgerðin. Þar er góður ís. 9. Hvað fær Umhverfis Ísland í 30 tilraunum margar stjörnur, eina til fimm, og hvers vegna? Umhverfis Ísland í 30 tilraunum fær fimm stjörn- ur því hún er bráðskemmtileg. 10. Hver er uppáhaldsbókin þin? Umhverfis Ísland í 30 tilraunum og Tíma- flakkararnir. Fljúgandi, prumpandi bananablaðra í uppáhaldi Af hverju fljúga fuglarnir suður á bóginn á haustin? Af því að þeir geta ekki labbað á sjónum. Veistu hvað er svart og hvítt og framleiðir rosalegan hávaða? Sebrahestur að spila á trommusett. Hvað er gult, mjúkt og stórhættulegt? Sítrónubúðingur með handsprengju. Hvað er hnöttótt, loðið og hóstar? Kókoshneta með kvef. Hvað er lítið, grænt og rosalega hávaðasamt? Marsbúi með trommukjuða. SKEMMTILEG BÓK Hjalti Krist inn Kristjáns- son ætlar að verða vís indamaður þegar hann verður stór. Hjalti Kristinn Kristjáns- Bragi Halldórsson 103 svar:D „Nei sko,“ sagði Lísaloppa hrifin. „Sjáið þið allar þessar sætu, feitu flugur hérna í blómunum?“ Konráð, Lísaloppa og Róbert voru komin í blómabreiðu þar sem allt var fullt af gulröndóttum flugum sem suðuðu á milli blómanna. „Bansettu ófétin ykkar,“ hrópaði Róbert reiðilega á flugurnar. „Látið þið mig í friði eða þið munið hafa verra af.“ „Vertu rólegur Róbert minn og hættu að slá svona til þeirra,“ sagði Konráð. „Þær eru sauðmeinlausar, svo lengi sem maður hræðir þær ekki.“ Vitið þið hvað þessar flugur heita? A. Randaflugur B. Geitungar D. Hunangsflugur Hvað er skemmtilegast við bækur? Maður kynnist svo mörgu í bókum sem maður kynnist annars ekki. Svo geta bækur verið bæði fræðandi og skemmtilegar. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í upp- áhaldi hjá þér? Ég held að það hafi verið Bangsímon, ég man allavega eftir að hafa beðið mömmu um að lesa þær fyrir mig ansi oft. Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Ég les alls konar bækur en mér finnst best að lesa fyndnar og skemmtilegar bækur. Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? Síðast las ég Reisubók Ólafíu Arndísar sem var mjög skemmtileg. Hún er um stelpu sem fer í ferðalag með ömmu sinni sem gefur henni spjald- tölvu sem Ólafía notar svo til að skrifa dagbók um ferðalagið og lífið. Í hvaða skóla gengur þú? Ég geng í Ingunnarskóla í Graf- arholti. Kemur þú oft á bóka- safnið? Já, ég kem oft á Kringlu- safn af því að hér er svo gott úrval af bókum. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég hef áhuga á söng, dansi, eldamennsku og lestri auðvitað. Ertu búin að lesa Strokubörnin á Skugga- skeri? Nei, en ég hlakka til að byrja á henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.