Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 28
FÓLK| HELGIN Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég er yfirleitt á fullu að vinna, eins og aðra daga, því það er í raun ekkert sem skilgreinist sem helgi fyrir tónlistarmann. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég verð að spila á pikknikk-tón- leikum í Norræna húsinu í kvöld og svo á Rifi á Snæfellsnesi og Bjarteyjarsandi. Mig langar að lauma einni nótt í sumarbústað með fjölskyldunni meðfram þessu en það gæti verið ansi mikil bjartsýni. Hvar finnst þér best að vera um helgar? Um helgar langar mig alltaf norður í Skagafjörð en það er yfirleitt bara um verslunarmannahelgina sem ég kemst almennilega norður til að njóta þess að eiga frí. Vakirðu lengur um helgar? Ég vaki alltaf dálítið lengi enda er ég nátthrafn og dútla mér mikið í næturkyrrðinni. Um helgar finnst mér þó best að geta eytt dálitlu af deginum með fjölskyldunni. Ertu árrisull eða sefurðu út? Mér þykir gott að sofa út en dóttirin á þriðja árinu er ansi góð vekjaraklukka. Hver er draumamorgunverðurinn? Í góðum félagsskap, með fjölskyldunni eða góðum vinum, og þá skiptir litlu máli hvað er borðað. Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Það er langt síðan eitthvað hefur verið dæmigert í mínu lífi, og hvað þá helgar, en stundum náum við fjölskyldan að hola okkur niður eða fá góða gesti í heimsókn og eiga notalega kvöldstund. Það er nú alveg yndislegt. Algengara er að ég sé að spila einhvers staðar og komi svo heim um miðnætti og reyni frekar að taka skemmtilegan sunnudagsmorgun með fjölskyldunni. Kaffibollaspjall inni í eldhúsi á hvaða tíma dags sem er er alltaf snilld. Ertu með nammidag og hvert er uppá- haldssælgætið þitt? Ég er alger nammigrís og huggugámur og borða nammi mér til huggunar í dagsins önn. Íslenskt sælgæti er í miklu uppáhaldi og ég kjamsa á því eins og Glámur og Skrámur í Sælgætis- landi. Svo fyllist ég sektarkennd og verð rosalega pirraður út í sjálfan mig, eins og sannur, breyskur Íslendingur. Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Það sem hendi er næst. Ég fyllist stundum ugg um að grípa eitthvað eins og höndina á konunni minni í misgripum og japla á henni í smástund áður en ég fatta að þetta er hún, öskrandi í sársauka og örvæntingu. Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ekki sem slíkan. Ég skilgreini hins vegar hvíld- ardagana sjálfur, svona einu sinni í mán- uði eða svo. Jafnvel sjaldnar. Þeir dagar eru teknir mjög alvarlega og stundum hef ég hvíldarklukkustund sem ég held mikið upp á. Ferðu til kirkju eða hlustarðu á útvarps- messuna á sunnudögum? Ef ég er beðinn um að syngja í kirkju finnst mér óskap- lega gaman að vera með í henni. Annars er heimilið mitt kirkjan mín þegar það er stund á milli stríða. Þá er útvarpsmessan ekkert verri en hvað annað til að hafa í eyrunum. Stundum þekki ég prestinn og þá er ég glaður. Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Sunnu- dagskaffið verður vonandi tekið með kókópöffs (hinu íslenska sumarbústaða- morgunkorni) eftir vel heppnaða tónleika í Frystiklefanum í Rifi á Snæfellsnesi í kvöld. Ég ræ að því öllum árum að fjöl- skyldan verði með í þeirri fyrirætlan. Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Helg- arfrí eru til að rækta tengsl við fjölskyld- una og sjálfan sig, eyða tíma með þeim sem eru manni mikilvægastir og styrkja böndin. Mig dreymir um hjólreiðatúra, gönguferðir, kaffihúsahangs og heim- sóknir með fjölskyldunni um helgar, og stundum tekst manni að láta það rætast. Stundum dugar bara morgunfúlt hangs við eldhúsborðið. Samveran er svo mikil- væg. Frí eru ótrúlega takmörkuð auðlind fyrir mig og þess vegna finnst mér alltaf erfitt að horfa upp á fólk sóa þeim í fyllerí og djamm fram eftir nóttu, með tilheyr- andi þynnku og ómöguleika daginn eftir. En fólk lærir mikilvægi frítímans smám saman. ■ thordis@365. NAMMIGRÍS „Ég er alger nammi grís og huggugámur og borða nammi mér til huggunar í dagsins önn. Ís- lenskt sælgæti er í miklu uppáhaldi og ég kjamsa á því eins og Glám- ur og Skrámur í Sælgætis landi.” JAPLAR Á KONUNNI HELGIN Tónlistarmanninn Svavar Knút langar að sofa í sumarbústað í nótt. Hann segir heimilið vera sína kirkju en langar alltaf í Skagafjörð um helgar. SÍSTARFANDI Svavar Knútur hefur í nógu að snúast við sönginn en hefur líka lært að meta mikil- vægi frítímans. MYND/GVA Útsala Gallabuxur í úrvali Háar í mittið og með stretch Sendum í póstkröfu! Útsöluverð 13.290 Vertu iv nur kko ar á F acebook Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS fonix.is Hátúni 6a 105 Reykjavík S. 552 4420 Heimilistæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.