Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 5. júlí 2014 | HELGIN | 23 SKÍRN ÖMMU- BARNSINS Dröfn er afar stolt af Sigur- björgu, litla ömmubarninu, og er búin að prjóna heil ósköp á litlu dömuna. ➜ Flestir seinfærir foreldrar eiga sameiginlegt að hafa væga greindarskerðingu og búa við lélegan fjárhag. Þeir eru þó jafn ólíkir inn- byrðis og þeir eru margir og því ber að forðast að líta á þá sem einsleitan hóp. ➜ Seinfærir foreldrar eru 1 prósent foreldra og fer hópurinn vaxandi vegna aukinna réttinda og ekki er lengur stuðlað að aðskiln- aði kynjanna á stofnunum eins og áður var gert. ➜ Á árunum 1938 til 1975 þurftu kynslóðir fatlaðs fólks að þola ófrjósemisað- gerðir. Staða fatlaðs fólks hefur breyst mikið með þróun laga og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. ➜ Í barnaverndarlögum á Íslandi getur greindar- skerðing foreldra verið eina tilefni til forsjársviptingar. ➜ Enginn skýr lagarammi er til á Íslandi sem tryggir sérstaklega seinfærum for- eldrum aðstoð við uppeldi barna sinna. ➜ Rannsóknir hafa sýnt að ekki eru tengsl milli greind- arvísitölu og foreldrahæfni. ➜ Erlendar rannsóknir sýna að hlutfallslega er mun algengara að börn séu tekin af seinfærum foreldrum en öllum öðrum foreldrahóp- um. Oft missa þau forsjá án þess að sannanir um slæma meðferð barna eða vanrækslu liggi fyrir. ➜ Góður, einstaklingsmiðaður stuðningur sem veittur er með virðingu og í sam- vinnu við foreldrana er talinn skila bestum árangri. SEINFÆRIR FORELDRAR foreldrum birtast þarna. Hún hefur oft orðið vitni að þekkingarleysi fagfólks á getu seinfærra foreldra til uppeldis. Seinfærir foreldrar eins og aðrir foreldrar eru stund- um ráðalausir í nýju hlutverki í líf- inu. Aðrir eiga aftur á móti auðveld- ara með að leita sér hjálpar og hafa möguleika á að sækja sér þekkingu eftir eigin leiðum. „Sumir seinfærir foreldrar þora ekki að leita sér hjálpar hjá félags- þjónustunni af ótta við að börnin verði tekin af þeim. Það er skiljan- legt því það er oft fyrsta og eina úrræðið þar sem kerfið mistúlkar beiðni um aðstoð sem vangetu. Sem betur fer hafa orðið miklar framfar- ir síðustu ár en það virðist þó vera ríkjandi hugmynd hjá mörgum sem starfa í félagsþjónustunni að ef um seinfæra foreldra er að ræða þá eigi börnin að fara beint í fóstur. Ég varð vitni að slíku viðhorfi fyrir skömmu.“ Mamma á mikið að gefa Lilja er sátt við barnæsku sína í dag og er fegin að hafa ekki verið send í fóstur því það hefði ekki hentað henni. Hún segir að þótt hún geti ekki leitað til mömmu sinnar með ráð um menntun sína eða praktísk atriði eins og húsnæðislán eigi þær mjög gott samband. „Það er mikill kærleikur á milli okkar og við erum í góðu sam- bandi. Hún er óskaplega stolt amma og prjónar eins og brjálæðingur á ömmubarnið. Mamma gaf okkur það sem skiptir mestu máli, ást og umhyggju, og gerir enn. Ég leita bara annað fyrir aðra hluti. Mér finnst kærleikurinn stundum vera tekinn af seinfærum foreldrum, eins og það sé ekki nóg og þeir þurfi að geta kennt börnum sínum allt. Við systkinin fengum risaskammt af knúsi og hlýju, það er eitthvað sem ég bý að.“ Vildi bara vera venjuleg Unglingsárin voru þó Lilju erfið en þá vildi hún, eins og svo marg- ir unglingar, bara vera venjuleg og eiga venjulega fjölskyldu. Hún bauð helst ekki vinum sínum heim og reyndi að halda þeim frá fjöl- skyldunni. Þegar hún kynntist nýju fólki reyndi hún að komast hjá því að tala um mömmu sína en fann að lokum að feluleikurinn var orðinn mikil byrði. „Ég reyndi að draga það eins lengi og ég gat að kynna kærastann fyrir mömmu minni. Svo eftir það var það næsta skref, að kynna for- eldra hans fyrir foreldrum mínum. En svo tók ég bara ákvörðun um að hætta þessu. Þetta er mamma mín og ég elska hana út af lífinu. Ég er stolt af henni fyrir allt sem hún hefur gert og kennt okkur, og á ekki að fela það. Um leið og maður yfir- stígur þetta þá verður allt svo miklu einfaldara og skemmtilegra og um leið finnur maður minna fyrir því. Ég veit núna að ég þarf ekki að skammast mín fyrir mömmu, þvert á móti.“ Fékk gott veganesti Lilja segir að mörgum bregði þegar hún segi umbúðalaust hvern- ig málum er háttað og að mamma hennar sé þroskaskert. „Margir verða orðlausir og hissa, svo fylgir alltaf hrós um hvað ég sé dugleg. Ætli ég sé ekki frekar dugleg, ég höndla ábyrgð vel og hef góða stjórn á lífi mínu. Það eru nú til verri hlut- ir til að læra af bernsku sinni.“ Tilboðin gilda 3. - 6. júlí 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. www.netto.is| Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Kræsingar & kostakjör Coop Einnota Grill 600g 45mín 489 kr. Grillkol 3kg Bar-be-quick 598 kr. Coop Grillkol 2,5kg 589 kr. Hytop Grillkol 3,8kg 698 kr. Coop Uppkveikilögur 1l 579 kr. Coop Grillpinnar 100stk 198 kr. ERT ÞÚ KOLAGRILLARI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.