Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 51
 | FÓLK | 7 Poulsen var stofnað af Dan-anum Valdimar Poulsen árið 1910 og er því orðið rúmlega aldargamalt fyrirtæki. Hjá Poulsen starfa í dag yfir 30 manns, hver með sína sér- hæfingu, sem þjónusta bæði bíl- eigendur og bifreiðaverkstæði. Fullbúið bílrúðuverkstæði Poul- sen er í Skeifunni 2. ÞJÓNUSTA ALLA Björgvin Ragnarsson, sölustjóri Poulsen, segir það ganga fljótt fyrir sig að skipta um rúðu í bíl þegar fagmenn eru að verki. „Þetta er einfalt mál. Ef rúða er brotin í bílnum, hvort sem er að framan, aftan eða á hlið, pantar fólk tíma í bílrúðu- skipti. Við fáum upplýsingar um númer bíls og hvar hann er tryggður. Mætt er með bílinn á umsömdum tíma, tjónaskýrslan fyllt út og hann skilinn eftir. Bíll- inn er svo tilbúinn seinnipart dagsins. Svona einfalt er þetta,“ segir Björgvin. Hvað kostnað varðar þarf ávallt að borga sjálfsábyrgð við bílrúðuskipti en ef gera á við rúðu er það greitt að fullu af tryggingafélaginu. Ef skemmdin er minni en um það bil tíkall að stærð er að sögn Björgvins oftast hægt að gera við rúðuna. „Af öryggisástæðum er þó ekki gert við skemmdir sem eru í beinni sjónlínu ökumanns. Þá er betra að skipta.“ FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI Verkstæði Poulsen hefur á að skipa faglærðu starfsfólki með margra ára reynslu. Meðal annars hefur það sinnt kennslu í bílrúðuísetningum og bílrúðu- viðgerðum úti um allt land. „Bílrúðuísetning er mik- ið vandaverk og ekki sama hvernig hún er framkvæmd. Við höfum tileinkað okkur ákveðnar vinnureglur sem skara langt fram úr almennum vinnureglum. Það er trygging fyrir viðskiptavininn að vönduð vinnubrögð séu ávallt viðhöfð og að viðgerðin muni standast tímans tönn.“ GÆÐI OG VANDVIRKNI Mikil áhersla er lögð á gæði, bæði í vörum og þjónustu. Poulsen flytur inn stærstu merkin í bílrúðum, AGC og Pilkington, sem er virtasti og umsvifamesti bílrúðuframleið- andi heims. „Þar sem við erum stærsti innflytjandi á bílrúð- um, listum og smellum, ásamt vélum og tækjum til rúðuskipta, höfum við ávallt nýjustu tæki og beitum nýjustu aðferðum við rúðuskipti.“ STÆRSTI BÍLRÚÐUINNFLYTJANDI LANDSINS MEÐ ÁHERSLU Á GÆÐI POULSEN KYNNIR Fyrirtækið Poulsen er stærsti bílrúðuinnflytjandi landsins og býður upp á rúður í flestar gerðir bíla. Í Skeifunni 2 rekur Poulsen fullbúið bílrúðuverkstæði. Þar starfa fagmenn með margra ára reynslu. Mikil áhersla er lögð á gæði, bæði í vörum og þjónustu. STÆRSTU MERKIN Poulsen flytur inn stærstu merkin í bílrúðum og býður upp á rúður í flestar gerðir bíla. VANDAÐ TIL VERKA Það er vandaverk að skipta um bílrúður. Starfsfólk Poulsen vinnur eftir ströngum vinnureglum sem tryggja að ávallt er vandað vel til verka. TILBOÐ ÚT JÚLÍ Nú í júlí mun Poulsen veita 50 prósenta afslátt af rúðu- þurrkum til þeirra sem koma í rúðuskipti eða viðgerð á rúðu. Allar nánari upplýs- ingar er að finna á heimasíðu fyrirtækisins, poulsen.is, eða í síma 530 5900. EF RÚÐA ER BROTIN Í BÍLNUM ÞÍNUM ● Hringir þú í Poulsen í síma 530 5900 og pantar tíma í bílrúðuskiptum. ● Gefur þú upp bílnúmer og tryggingafélag bílsins. ● Mætir þú með bílinn á umsömdum tíma í Skeifuna 2. ● Færð þú hjálp við að fylla út tjónaskýrslu og skilur bílinn eftir. ● Sækir þú bílinn seinnipart dags og það eina sem þú þarft að greiða er sjálfs- ábyrgð. ● Ekur þú heim með splunkunýja rúðu og gott útsýni. ● Ef aðeins þarf að gera við rúðu greiðir trygginga- félagið viðgerðina að fullu. ● Ef skemmd er minni en tíkall að stærð er oftast hægt að gera við rúðuna. FAGMENN Poulsen þjónustar bæði bíleig- endur og bifreiðaverkstæði. Þar starfa fagmenn með áralanga reynslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.