Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 5. júlí 2014 | FRÉTTIR | 11 KÖNNUN Tæplega 56 prósent landsmanna eru ánægð með störf forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, samkvæmt nýrri könnun MMR. Vinsældir for- setans hafa aukist því 49 prósent sögðust ánægð með störf forset- ans í maí í sambærilegri könnun. Könnunin var gerð 18.–23. júní en þá daga var Viktoría krónprins- sessa Svíþjóðar í heimsókn. Alls svöruðu 943 spurningunni úr hópi álitsgjafa MMR. Svarhlut- fall var 97 prósent. - jme Vinsældir Ólafs aukast: Fleiri ánægðir með forsetann MENNING „Þetta er mjög gleði- legt og grand,“ segir Auður Hauksdóttir, prófessor og for- stöðumaður Stofnunar Vigdís- ar Finnbogadóttur, en stofn- unin hlaut öðru sinni veglegan styrk frá A.P. Møller-sjóðnum í Danmörku til þess að byggja alþjóðlega tungumálamiðstöð á háskólasvæðinu. Styrkurinn var rúmlega hundrað milljónir króna en áður hafði sjóðurinn danski lagt sams konar upphæð í verkefnið. Byggingin mun kosta um 1,5 milljarða alls en vantar nú um 300 milljónir til þess að hún verði að veruleika. Auður vonar að sú upphæð safnist sem fyrst og hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Í Vigdísarstofnun, sem mun rísa við Suður- götu, verður aðstaða fyrir kennslu og rannsókn- ir í þeim erlendu tungumálum sem kennd eru við Háskóla Íslands auk aðstöðu fyrir erlenda gestafræðimenn og alþjóðasamstarf. „Við skynjum mikinn áhuga sem hefur náttúr- lega komið fram í því hversu margir hafa í raun- inni lagt þessu lið þegar,“ útskýrir Auður og nefnir í því sambandi kennarasamtök á Norður- löndum, Kennarasambandið og fleiri aðila. - nej A.P. MØller-sjóðurinn í Danmörku leggur öðru sinni hundrað milljónir í alþjóðlega tungumálamiðstöð: Nú vantar 300 milljónir í Stofnun Vigdísar METNAÐARFULLT Verkefnið er metnaðarfullt en gert er ráð fyrir stóru útisvæði. MYND/HÍ AUÐUR HAUKSDÓTTIR LÖGGÆSLA Fíkniefnadeild lögregl- unnar á Suðurnesjum lagði í fyrra hald á um það bil 20 kíló af fíkni- efnum sem farþegar sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndu að smygla. Auk þess var lagt hald á rúmlega 14 þúsund e-töflur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Lögreglunnar á Suðurnesjum. Einn lagði á sig mikið erfiði við að smygla innvortis til lands- ins efni sem hann taldi fíkni- efni en reyndist þá löglegt hér á landi. - jme Haldlagði á 15. þúsund e-taflna: Náðu 20 kílóum af eiturlyfjum VIÐSKIPTI Hagstofa Íslands gerir ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 3,1 prósent á þessu ári og 3,4 prósent á því næsta. Þetta kemur fram í Hagtíðindum sem komu út í dag. Hagvöxtur verður samkvæmt þessu töluverður þó að bráðabirgðatölur bendi til þess að nánast enginn hagvöxtur hafi verið á fyrsta fjórðungi og afla- brestur í loðnu. Spáð er 2,5 pró- senta verðbólgu á þessu ári, 3,4 prósenta á næsta ári, 3,2 prósenta árið 2016. Gert er ráð fyrir að þjóðarút- gjöld aukist um um það bil 5 pró- sent árlega á þessu ári og næsta. - jhh Þjóðarútgjöld aukast um 5%: 3,1% hagvöxtur BETRI TÍÐ Þótt það rigni úti er að birta til í efnahagslífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL ÁNÆGÐUR Rúmlega helmingur lands- manna segist ánægður með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tilboðin gilda 3. - 6. júlí 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. www.netto.is| Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss | Kræsingar & kostakjör Kaffi og kruðerí í ferðalagið SMOOZE FROSTHYRNUR 4 TEG PAKKAVERÐ VERÐ ÁÐUR 598,- 496,- SÉRBAKAÐ VÍNARBRAUÐ BAKAÐ Á STAÐNUM STYKKJAVERÐ VERÐ ÁÐUR 198,- 99,- CADBURY DAIRY MILK DAIM EÐA OREO STYKKJAVERÐ VERÐ ÁÐUR 299,- 269 ,- MT SÚKKULAÐI MJÓLKUR EÐA MEÐ HNETUM STYKKJAVERÐ VERÐ ÁÐUR 198,- 178,- MS ÓSKAJÓGÚRT 180 G -50% NETTÓ KAFFI MALAÐ 400 G STYKKJAVERÐ VERÐ ÁÐUR 549,- 439,- -10%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.