Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 2
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
Þetta er
tólfta árið í röð
sem varp fer
illa í Eyjum.
Erpur Snær Hansen,
doktor í líffræði.
OLLU KAUPÞINGI TJÓNI Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings eru sagðir hafa
skapað félagi Skúla Þorvaldssonar óréttmætan ávinning. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LAUGARDAGUR Fiskistofa flutt Sjávarútvegs-
ráðherra tilkynnir starfsmönnum Fiskistofu að
stofnunin verði flutt til Akureyrar. Starfmennirnir
eru harmi slegnir og fæstir vilja flytja með.
SUNNUDAGUR Flugvél nauðlendir Tveir voru um
borð í flugvél sem nauðlenti á golfvellinum á Vatns-
leysuströnd. Þeir slösuðust ekki alvarlega. Vélin var
kennsluflugvél frá flugskóla Keilis.
MÁNUDAGUR
Bryan Adams á
leiðinni Tón-
listarmaðurinn
Bryan Adams
heldur tónleika
á Íslandi í ágúst.
Hann ætlar að
leika öll sín
vinsælustu lög og
hefur selt meira
en 100 milljónir
platna.
ÞRIÐJUDAGUR
Kjöti blandað
saman Upp-
lýsingar skortir
fyrir neytendur
um hvernig staðið
er að framleiðslu
á því lambakjöti sem fæst í verslunum. Sauðfjár-
bændur segja að það standi á sláturhúsunum að
merkja kjötið.
MIÐVIKUDAGUR Humarræktun í Sandgerði
Ræktun á evrópskum humri í tilraunaskyni er hafin
í Sandgerði. Eftirspurn er til staðar hér á þessu rán-
dýra hnossgæti.
FIMMTUDAGUR Meindýraeyðir safnar plötum
Ólafur Sigurðsson, plötusafnari og meindýraeyðir,
ferðast gjarnan með grammófón. Hann á yfir þrjátíu
þúsund plötur.
FÖSTUDAGUR Tækifærum
fækkar
Tækifærin fyrir mennt-
að fólk eru ekki eins
mörg og áður. Fyrir-
tækin eru enn að
hagræða hjá sér og það
leiðir til uppsagna.
SÍÐA 8
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. Hlutfall há-
skólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hefur hækkað frá fyrra ári.
FRÉTTIR
FIMM Í FRÉTTUM ÁHYGGJUFULLUR RÁÐHERRA OG ÓÁKVEÐINN BISKUPGLEÐIFRÉTTIN
VIKAN 28.06.➜04.07.2014
Gufupönkhátíðin bjargaðist
Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem gat
farið úrskeiðis við undirbúning fyrstu
gufupönkhátíðarinnar á Bíldudal.
Allt reddaðist þó að lokum
og skemmtu um 400
manns sér á hátíðinni.
Um var að ræða fyrstu
gufupönkhátíðina sem
haldin hefur verið
hér á landi.
Suður England og Wales 12. – 18. ágúst
Sjö daga ferð um Suður-England og Wales.
Ein af vinsælustu ferðunum okkar
Ekið um borgir og þorp í hjarta Englands og komið víða við. Skemmtileg
og fræðandi ferð. Skoðunarferðir alla daga og hálft fæði innifalið.
Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson
Verð frá 178.800,-
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar
Borgartún 34, 105 Reykjavík, S: 511 1515 • outgoing@gjtravel.is • www.ferdir.is
DÝRALÍF Útlit er fyrir að varp lundans
verði með versta móti eitt árið enn og
hefur lundastofninn látið svo á sjá að í
raun má tala um stofnhrun, segir Erpur
Snær Hansen, doktor í líffræði.
Hann er nýkominn úr rannsóknar-
leiðangri umhverfis landið þar sem hann
rannsakaði ástand lundans og annarra
sjófugla. „Þetta er tólfta árið í röð sem
varp fer illa í Eyjum,“ segir hann.
Hann segir að áætluð stofnstærð við
Ísland hafi verið um átta milljónir fugla
árið 2003 en nú er hún talin vera um
fimm milljónir, sem er 37 prósenta fækk-
un. Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin
IUCN taka saman lista yfir dýrategundir
sem eru í útrýmingarhættu og þar er not-
ast við svokallaðan rauðan lista. Erpur
Snær segir að eitt af viðmiðunum sé að ef
fækkar um 30 prósent eða meira í einum
stofni á áratug teljist hann í hættu og sé
því lundinn orðinn tækur á þann lista.
„Ungfuglinn, sem er sá fugl sem menn
veiða á lundaveiðum, er nánast horfinn
í þremur fjórðungum stofnsins,“ segir
Erpur Snær.
Þess sjást víðar merki en í Eyjum en
Magnús Arnar Jónsson, bóndi í Flatey,
segist vart sjá lunda þar lengur. „Hér
áður var hægt að veiða þúsund fugla og
það sá ekki högg á vatni,“ segir hann.
„Nú þorir maður ekki að taka einn ein-
asta fugl. Þetta er fjórða árið sem ég fæ
ekki lunda í soðið, maður er eiginlega
búinn að gleyma hvernig hann bragðast.“
En hvernig sér Erpur Snær framhaldið
með lundastofninn? „Það koma hitaskeið
á 70 ára fresti og þá hrynur sílastofninn
sem er helsta fæða lundans,“ segir hann.
„Nú er slíkt skeið að ganga yfir en ofan á
það koma hitabreytingar í sjó sem eru af
mannavöldum svo þetta er kannski óvæg-
ara en áður. En það á að kólna aftur í
kringum 2030 og það er spurning hvernig
hann þreyir þorrann þangað til.“
Ekki er þó allt hábölvað hjá lundanum
því honum reiðir vel af fyrir norðan land
enda er þar nóg síli að fá. jse@frettabladid.is
Lundinn enn í frjálsu falli
Fækkað hefur um þrjár milljónir í lundastofninum á rúmum áratug. Ungfuglinn er nær horfinn
í þremur fjórðungum stofnsins. Lundinn fyllir í raun skilyrði til að komast á alþjóðlegan válista.
VÁ FYRIR HÖNDUM
Miðað við þá fækkun
sem orðið hefur í
lundastofninum gæti
skrúðgoggur þessi
hér við land komist á
alþjóðlegan válista.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eyrún Eyþórsdóttir lögreglu-
fulltrúi gagnrýnir yfi rstjórn lög-
reglunnar og segir að mjög hæfar
konur hafi sótt um stöður aðstoðar-
yfi rlögregluþjóna á höfuðborgar-
svæðinu. Engin kona var ráðin en
þrír karlar hrepptu hnossið.
Sigríður Ólafsdóttir ljósmynd-
ari, betur þekkt sem Sissa, tók
u-beygju í lífi nu og lét drauminn
rætast og stjórnar nú ljósmynda-
skólanum þar sem hún elur upp
framtíðarljósmyndara.
Agnes M. Sigurðardóttir,
biskup Íslands, ákvað að
hunsa kröfu valnefndar og
auglýsti starf sóknarprests
í Seljakirkju að nýju.
MP-
DÓMSMÁL Í ákæru sérstaks saksóknara á
hendur Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi
forstjóra Kaupþings, Guðnýju Örnu Sveins-
dóttur, fyrrverandi fjármálastjóra, Magnúsi
Guðmundssyni, fyrrverandi framkvæmda-
stjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Skúla Þor-
valdssyni fjárfesti vegna meints fjárdráttar,
umboðssvika og hylmingar eru þau samtals
krafin um tæplega níu milljarða í skaðabætur
ásamt vöxtum og dráttarvöxtum.
Hreiðar, Magnús og Guðný eru í ákærunni,
sem Fréttablaðið hefur undir höndum, sögð
hafa tvívegis millifært samtals um 6 millj-
arða króna á reikninga félags í eigu Skúla,
honum til hagsbóta. Þá hafi þau að auki mis-
notað aðstöðu sína með því að láta Kaupþing
kaupa skuldabréf af félagi Skúla á verði sem
var langt yfir markaðsverði og þannig valdið
bankanum fjártjóni.
Með þessum athöfnum hafi þau skapað
félagi Skúla óréttmætan ávinning en valdið
Kaupþingi tjóni.
- fbj
Stjórnendur Kaupþings ákærðir fyrir fjárdrátt, umboðssvik og hylmingu:
Krefjast níu milljarða í bætur
Sigurður Örn Gústafsson fram-
kvæmdastjóri telur að kanna eigi
hvort grundvöllur sé fyrir lífeyris-
sjóðina til að höfða mál gegn mats-
fyrirtækjum sem ofmátu stöðu
bankanna fyrir hrun.
Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra
segir það áhyggjuefni
hversu fáir kennarar
hafa háskólagráðu
í stærðfræði og
hversu illa
margir nem-
endur standa
sig í grein-
inni.