Fréttablaðið - 05.07.2014, Síða 72

Fréttablaðið - 05.07.2014, Síða 72
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 40SPORT FRJÁLSAR Sex íslensk ungmenni keppa á Junioren Gala-mótinu í Mannheim um helgina sem er eitt stærsta ungmennamót heims á hverju ári. Mótið að þessu sinni er stór þáttur í undirbúningi krakk- anna fyrir HM U20 sem fram fer í Eugene í Oregonríki í Bandaríkj- unum síðar í þessum mánuði. Þau sem fengu boð eru Vig- dís Jónsdóttir, Íslandsmethafi í sleggjukasti, Hilmar Örn Jónsson sleggjukastari, spretthlaupararn- ir Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Kolbeinn Höður Gunnarsson, spjótkastarinn Sindri Hrafn Guð- mundsson og gullstúlkan Aníta Hinriksdóttir sem keppir í 800 metra hlaupi. Vigdís og Hilmar Örn eru lík- leg til að setja met á mótinu sem og Aníta sem elskar að hlaupa í Mannheim. Hún sló tæplega 29 ára gam- alt Íslandsmet Ragnheiðar Ólafs- dóttur á þessu móti fyrir tveimur árum þegar hún hljóp á 2:04,90 mínútum og bætti það svo í fimmta sinn í Mannheim í fyrra þegar hún hljóp á 2:00,49 mínútum. Það er Íslandsmet hennar í dag. Sleggjukastararnir Vigdís Jóns- dóttir og Hilmar Örn Jónsson hafa verið í miklu stuði það sem af er ári. Hilmar setti nýtt Íslandsmet með 6 kg sleggju á móti í Hafn- arfirði í maí þegar hann kastaði 75,27 metra. Fyrra metið átti hann sjálfur. Vigdís bætti átta mánaða gamalt met Söndru Pétursdóttur í apríl og bætti svo eigið met í Hafnarfirði mánuði síðar þegar hún kastaði sleggjunni 55,41 metra. Þau tvö keppa á laugardaginn líkt og spretthlaupararnir Jóhann og Kolbeinn Höður. Aníta keppir í 400 metra hlaupi á laugardaginn og 800 metra hlaupi á sunnudag- inn. - tom Þriðja metið hjá Anítu í Mannheim? Sex ungmenni keppa á stóru frjálsíþróttamóti. MET? Aníta Hinriksdóttir er líkleg til afreka í Mannheim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Allt um HM á Vísi 16.00 ARGENTÍNA-BELGÍA 20.00 HOLLAND-KOSTA RÍKA Átta liða úrslitin á HM í fótbolta í Brasilíu klárast í dag þar sem Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu mæta Belgum í fyrri leik dagsins en í þeim síðari spila Hollendingar við spútniklið Kosta Ríka. Belgar muna enn eftir því þegar Diego Maradona afgreiddi þá í undanúrslitunum á HM 1986 en nú er stóra spurningin hvort þeir geti stöðvað Messi á leið sinni að HM-bikarnum. Mats Hummels varð þjóðhetja í Þýskalandi í gær en hann var aftur í byrjunarliðinu eftir veikindi og skallaði liðið inn í undanúrslitin á fjórðu HM í röð sem er nýtt met. Mats Hummels skoraði eina mark leiksins gegn Frökkum á 13. mínútu en hann er fyrsti varnarmaður keppninnar sem skorar tvö mörk á mótinu. „Ég var heppinn að vera á réttum stað,“ sagði Mats Hummels um sigur- mark sitt en hann skoraði eftir frábæra aukaspyrnu Toni Kroos. STJARNA GÆRDAGSINS Mats Hummels Þýskalandi. Fylgist með á Instagram www.rekstrarland.is Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 17 23 Við léttum þér undirbúninginn fyrir veisluna og bjóðum mikið úrval af borðbúnaði og veisluvörum, s.s. dúkum, servíettum, diskum, glösum og kertum. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða hjá útibúum Olís um land allt. Láttu Rekstrarland létta þér lífið Við höfum allt fyrir veisluna þína FÓTBOLTI „Þetta er sá leikur sem maður leitaði fyrst eftir þegar leikjadagskráin var gefin út,“ sagði Páll Kristjánsson, formað- ur og annar þjálfara KV sem vann frækinn 1-0 sigur á Akranesi í 1. deild karla í fyrrakvöld. Saga ÍA er glæsileg en liðið hefur átján sinnum orðið Íslands- meistari. KV var hins vegar stofn- að fyrir áratug af nokkrum KR- ingum sem vildu halda áfram að spila fótbolta eftir að hafa klárað 2. flokk en komust ekki í meistara- flokk KR. Páll var í þeim hópi. „Þá fór maður á æfingar hjá hinum og þessum liðum en alltaf var það eitthvað sem togaði mann aftur í Vesturbæinn. Maður vildi bara spila fótbolta á sínum heima- velli,“ segir Páll en í september 2004 stofnaði hann KV ásamt tíu vinum sínum. Síðan þá hefur uppgangur- inn verið mikill og í haust var hápunktinum náð þegar liðið vann sér sæti í 1. deildinni. Um svipað leyti féll ÍA úr Pepsi-deildinni og því ljóst að þessi lið myndu mætast í deildarleik. „Ég og við allir höfðum margoft komið upp á Skaga sem stuðnings- menn KR. Oft kom maður hundfúll til baka, hvort sem er með Akra- borginni eða í gegnum göngin. Við vorum því afar spenntir fyrir þessum leik,“ lýsir Páll. Sigurinn var ekki síður kær- kominn fyrir KV sem hefur verið í botnbaráttu framan af tímabili. Stigin þrjú eru því liðinu afar dýr- mæt og segir Páll að verkefni liðs- ins sé ljóst. „Fyrst og fremst að festa okkur í sessi í 1. deildinni og eftir það horfum við fram á veginn,“ segir hann en Páll hugsar ekki lengra fram í tímann en eitt tímabil í einu. „Við stefnum þó eins hátt og við getum,“ segir Páll. KV er vitaskuld nátengt KR en flestir leikmenn liðsins eru upp- aldir í síðarnefnda liðinu. Þessi lið hafa enn ekki mæst í mótsleik en Páll segir að það verði í grunninn eins og hver annar leikur. „Það verður leikur tveggja liða og þá stend ég auðvitað með mínum mönnum í KV. Annars er ég KR-ingur og það mun ekkert breytast.“ eirikur@frettabladid.is Langstærsti sigurinn Nýliðar KV í 1. deildinni eiga ekki langa sögu að baki en félagið afrekaði að vinna ÍA 1-0 á Skipaskaga á dögunum. „Við vildum gera eitthvað fl ott á tíu ára afmælisárinu,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður og annar þjálfara liðsins. AFREK Páll Kristjánsson er í hópi stofnenda KV og á það á ferilskránni að hafa unnið ÍA á Akranesi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.