Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 42
| ATVINNA | LÁGAFELLSSKÓLI AUGLÝSIR EFTIR • Deildarstjóra í stjórnendateymi. • Umsjónarkennurum á yngsta stig. • Tónmenntakennara á yngsta stig. • Sérkennara. • Stuðningsfulltrúum. • Skólaliða. • Þroskaþjálfum. • Bókasafnsfræðing á skólabókasafn. • Frístundaleiðbeinendum. Allar nánari upplýsingar um laus störf hjá Mosfellsbæ á www.mos.is/lausstorf Fjallabyggð óskar eftir starfskrafti til afleysinga í starf tæknifulltrúa til eins árs Fjallabyggð leitar að áhugasömum og framsæknum einstaklingi til að sinna starfi tæknifulltrúa á tímabilinu 15. ágúst 2014 – 15. ágúst 2015. Tæknifulltrúi starfar með deildarstjóra tæknideildar að verkefnum á sviði byggingar-, tækni-, lóða- og skipulagsmála. Tæknifulltrúi hefur umsjón með; - gerð lóðaleigusamninga. - skráningu mannvirkja og lóða í Bygging, skráningarforrit fasteignamats. - undirbúningi, boðun og afgreiðslu funda skipulags- og umhverfisnefndar, ritar fundi nefndarinnar. - skipulagningu og skráningu teikninga á vegum sveitarfélagsins. - umsýslu er tengist dýraeftirliti. - móttöku erinda til tæknideildar og skráningu í málakerfi Fjallabyggðar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Tæknimenntun sem nýtist við starfið. • Víðtæk tölvuþekking. • Færni í að vinna með skipulagsgögn og teikningar. • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Skipulagshæfileikar og frumkvæði við lausn verkefna. Launakjör eru skv. kjarasamningi Fjallabyggðar við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef og skrifstofum Fjallabyggðar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Fjallabyggðar eða með tölvupóst á tengilið eigi síðar en 24. júlí næstkomandi. Tengiliður: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar, netfang: armann@fjallabyggd.is s.464 9100 / 864 1491 ----------------------------------------------------------------------- Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglu- fjarðarkaupstaðar árið 2006. Fjallabyggð er nyrst á Tröllaskaga. Í sveitarfélaginu, sem telur rúmlega 2.000 í búa, eru tveir þéttbýliskjarnar, bæirnir Ólafsfjörður og Siglufjörður. Báðir bæir byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi, vinnslu fiskafurða og ýmiskonar þjónustu við þessar greinar iðnaðar, svo sem vélsmíði og netagerð. Í seinni tíð hefur fjölbreytnin í atvinnu- lífinu aukist og mikill vaxtarbroddur er í ferðaiðnaði og ýmiskonar fjarvinnslu fyrir fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð og margar góðar gönguleiðir liggja um sveitarfélagið. Í Fjallabyggð eru tveir leikskólar, grunnskóli, framhaldsskóli og tónskóli. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar. Í Fjallabyggð eru landsþekkt söfn og menningarlífið blómstrar. Fjallabyggð er fjölskylduvænt sveitarfélag. kopavogur.is Kópavogsbær Spennandi störf hjá Kópavogsbæ · Stærðfræðikennari í Smáraskóla · Kennari í dönsku í Snælandsskóla · Leikskólakennari í leikskólann Sólhvörf Hörðuvallaskóli · Aðstoðarskólastjóri · Íþróttakennari/stundakennari · Umsjónarkennari á yngsta stig Álfhólsskóli · Stuðningsfulltrúi · Sérkennari · Náttúru- og stærðfræðikennari á unglingastigi Nánari upplýsingar og fleiri störf er að finna á vef Kópavogsbæjar Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Vakin er athygli á að öll laus störf hjá bænum eru auglýst www.kopavogur.is Grindavíkurbær óskar eftir starfsmanni í þjónustumiðstöð Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstakling sem hefur áhuga á fjölbreyttum verkefnum. Um framtíðarstarf er að ræða. Verksvið og ábyrgð • Starfsmaður er umsjónarmaður fasteigna Grindavíkurbæjar • Áætlunargerð og skipulagning • Stýrir verkum iðnaðarmanna, verkamanna og verktaka við viðhald fasteigna • Þarf að vinna ýmsa viðhaldsvinnu innan sem utan stofnana bæjarins. • Fer með dagleg innkaup tengda viðhaldsvinnu. • Bakvaktir skv. bakvaktarkerfi Þjónustumiðstöðvar. • Öll önnur tilfallandi störf í þjónustumiðstöð, m.a. afleysingar á þjónustubifreið, snjómokstur ofl. Hæfniskröfur • Sveinspróf í húsasmíði eða a.m.k. 5 ára starfsreynsla sem nýst getur í starfi. • Tölvukunnátta í outlook, word og excel. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Bílpróf, og vinnuvélaréttindi • Rík þjónustulund við íbúa bæjarins • Lipurð í mannlegum samskipum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí nk. Senda skal umsókn og starfsferilskrá til Sigmar B. Árnason byggingafulltrúa á bygg@grindavik.is , nánari uppl. í síma 420 1100 Grindavíkurbær Jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust Prentmet er framsækin prentsmiðja með höfuðstöðvar að Lynghálsi 1 í Reykjavík og útibú á Akranesi og Selfossi Prentmet ehf. í Reykjavík óskar eftir öflugum aðstoðarmönnum til starfa í umbúðadeild og frágangsdeild. Meðal verkefna: - Móttaka verka úr stönsun. - Röðun umbúða í límingarvél. - Eftirlit með umbúðum sem koma úr límingarvél. - Röðun umbúða og pökkun úr límingarvél. - Brot hefting, upptaka, líming, plöstun og innpökkun á prentgripum. Þekking og hæfni: Óskum eftir einstaklingum sem eru duglegir og geta unnið hratt undir álagi, eru nákvæmir og handlagnir. Við mat á umsóknum verður tekið sérstakt tillit til reynslu og þekkingar umsækjenda. Prentmet býður upp á hágæða prentun þar sem hraði, gæði og persónuleg þjónusta fara vel saman í framleiðslunni. Lögð er rík áhersla á að starfsfólki líði vel á vinnustað. Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmda stjóri mann auðs sviðs, ingasteina@prentmet.is, s. 856 0601. Atvinnuumsókn er á prentmet.is/um-okkur/atvinnuumsokn. Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk. Aðstoðarfólk í prentsmiðju óskast Skagafjörður leitar að fagfólki Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga leitar að starfsfólki með fagmenntun, t.d. í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, kennslufræði, félagsráðgjöf, sálfræði eða aðra sérmenntun sem nýtist í starfi með fötluðu fólki. Um er að ræða afleysingar frá ágúst 2014 til eins árs í eftirfarandi störf. Forstöðumaður skammtímavistunar á Sauðárkróki, 50% starf Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í m.a. faglegri og rekstrarlegri stjórnun, áætlanagerð, rekstri, starfsmannahaldi og samhæfingu starfseminnar. Því er reynsla af stjórnun mikilvæg. Viðkomandi ber ábyrgð á starfs-, þjónustu- og rekstraráætlunum stofnunar í samráði við félagsmálastjóra og aðra yfirmenn. Samskipti og ráðgjöf við aðstandendur eru einnig snar þáttur starfsins. Ráðgjafi í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra, 50% starf Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist m.a. í ráðgjöf, fræðslu, frumgreiningu og stuðningi við þjónustunotendur, stjórnendur, og starfsmenn. Reynsla af stefnumótun og innleiðingu nýjunga æskileg. Áhersla á reynslu á framangreindum sviðum. Deildarstjóri skammtímavistunar 80% starf Starfið felur í sér aðstoð við notendur og umsjón sérstakra verkefna og samræmingu faglegs starfs í skammtímavistun. Viðkomandi veitir ráðgjöf til samstarfsaðila og starfar í nánu samstarfi við forstöðumann. Annað: Æskilegt þykir að umsækjandi geti tekið að sér tvö af þessum störfum í 100% starfi. Í dag gegnir sami þroskaþjálfi starfi ráðgjafa og forstöðumanns. Við leitum að samstarfsmanni með góða vitund fyrir sjálfum sér og hvernig hann geti nýtt hæfileika sína sem best í þágu notenda, ríka ábyrgðar- tilfinningu, virðingu í mannlegum samskiptum og skilning á valdeflingu, er opinn og jákvæður í viðmóti, tilbúinn að tileinka sér nýjar hugmyndir og hafa metnað í starfi. Störfin henta bæði körlum sem konum. Nánari upplýsingar veita Gunnar M. Sandholt, félagsmálastjóri, sandholt@skagafjordur.is , farsími 897-5485, vinnusími 455-6000, og Dóra Heiða Halldórsdóttir doraheida@skagafjordur.is , 455-6000, farsími: 692-7511. Umsóknarfrestur er til 18. júlí 2014 Sótt er um störfin á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins. 5. júlí 2014 LAUGARDAGUR12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.