Fréttablaðið - 05.07.2014, Side 42

Fréttablaðið - 05.07.2014, Side 42
| ATVINNA | LÁGAFELLSSKÓLI AUGLÝSIR EFTIR • Deildarstjóra í stjórnendateymi. • Umsjónarkennurum á yngsta stig. • Tónmenntakennara á yngsta stig. • Sérkennara. • Stuðningsfulltrúum. • Skólaliða. • Þroskaþjálfum. • Bókasafnsfræðing á skólabókasafn. • Frístundaleiðbeinendum. Allar nánari upplýsingar um laus störf hjá Mosfellsbæ á www.mos.is/lausstorf Fjallabyggð óskar eftir starfskrafti til afleysinga í starf tæknifulltrúa til eins árs Fjallabyggð leitar að áhugasömum og framsæknum einstaklingi til að sinna starfi tæknifulltrúa á tímabilinu 15. ágúst 2014 – 15. ágúst 2015. Tæknifulltrúi starfar með deildarstjóra tæknideildar að verkefnum á sviði byggingar-, tækni-, lóða- og skipulagsmála. Tæknifulltrúi hefur umsjón með; - gerð lóðaleigusamninga. - skráningu mannvirkja og lóða í Bygging, skráningarforrit fasteignamats. - undirbúningi, boðun og afgreiðslu funda skipulags- og umhverfisnefndar, ritar fundi nefndarinnar. - skipulagningu og skráningu teikninga á vegum sveitarfélagsins. - umsýslu er tengist dýraeftirliti. - móttöku erinda til tæknideildar og skráningu í málakerfi Fjallabyggðar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Tæknimenntun sem nýtist við starfið. • Víðtæk tölvuþekking. • Færni í að vinna með skipulagsgögn og teikningar. • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Skipulagshæfileikar og frumkvæði við lausn verkefna. Launakjör eru skv. kjarasamningi Fjallabyggðar við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef og skrifstofum Fjallabyggðar. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Fjallabyggðar eða með tölvupóst á tengilið eigi síðar en 24. júlí næstkomandi. Tengiliður: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar, netfang: armann@fjallabyggd.is s.464 9100 / 864 1491 ----------------------------------------------------------------------- Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglu- fjarðarkaupstaðar árið 2006. Fjallabyggð er nyrst á Tröllaskaga. Í sveitarfélaginu, sem telur rúmlega 2.000 í búa, eru tveir þéttbýliskjarnar, bæirnir Ólafsfjörður og Siglufjörður. Báðir bæir byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi, vinnslu fiskafurða og ýmiskonar þjónustu við þessar greinar iðnaðar, svo sem vélsmíði og netagerð. Í seinni tíð hefur fjölbreytnin í atvinnu- lífinu aukist og mikill vaxtarbroddur er í ferðaiðnaði og ýmiskonar fjarvinnslu fyrir fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð og margar góðar gönguleiðir liggja um sveitarfélagið. Í Fjallabyggð eru tveir leikskólar, grunnskóli, framhaldsskóli og tónskóli. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar. Í Fjallabyggð eru landsþekkt söfn og menningarlífið blómstrar. Fjallabyggð er fjölskylduvænt sveitarfélag. kopavogur.is Kópavogsbær Spennandi störf hjá Kópavogsbæ · Stærðfræðikennari í Smáraskóla · Kennari í dönsku í Snælandsskóla · Leikskólakennari í leikskólann Sólhvörf Hörðuvallaskóli · Aðstoðarskólastjóri · Íþróttakennari/stundakennari · Umsjónarkennari á yngsta stig Álfhólsskóli · Stuðningsfulltrúi · Sérkennari · Náttúru- og stærðfræðikennari á unglingastigi Nánari upplýsingar og fleiri störf er að finna á vef Kópavogsbæjar Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is Vakin er athygli á að öll laus störf hjá bænum eru auglýst www.kopavogur.is Grindavíkurbær óskar eftir starfsmanni í þjónustumiðstöð Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstakling sem hefur áhuga á fjölbreyttum verkefnum. Um framtíðarstarf er að ræða. Verksvið og ábyrgð • Starfsmaður er umsjónarmaður fasteigna Grindavíkurbæjar • Áætlunargerð og skipulagning • Stýrir verkum iðnaðarmanna, verkamanna og verktaka við viðhald fasteigna • Þarf að vinna ýmsa viðhaldsvinnu innan sem utan stofnana bæjarins. • Fer með dagleg innkaup tengda viðhaldsvinnu. • Bakvaktir skv. bakvaktarkerfi Þjónustumiðstöðvar. • Öll önnur tilfallandi störf í þjónustumiðstöð, m.a. afleysingar á þjónustubifreið, snjómokstur ofl. Hæfniskröfur • Sveinspróf í húsasmíði eða a.m.k. 5 ára starfsreynsla sem nýst getur í starfi. • Tölvukunnátta í outlook, word og excel. • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Bílpróf, og vinnuvélaréttindi • Rík þjónustulund við íbúa bæjarins • Lipurð í mannlegum samskipum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí nk. Senda skal umsókn og starfsferilskrá til Sigmar B. Árnason byggingafulltrúa á bygg@grindavik.is , nánari uppl. í síma 420 1100 Grindavíkurbær Jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust Prentmet er framsækin prentsmiðja með höfuðstöðvar að Lynghálsi 1 í Reykjavík og útibú á Akranesi og Selfossi Prentmet ehf. í Reykjavík óskar eftir öflugum aðstoðarmönnum til starfa í umbúðadeild og frágangsdeild. Meðal verkefna: - Móttaka verka úr stönsun. - Röðun umbúða í límingarvél. - Eftirlit með umbúðum sem koma úr límingarvél. - Röðun umbúða og pökkun úr límingarvél. - Brot hefting, upptaka, líming, plöstun og innpökkun á prentgripum. Þekking og hæfni: Óskum eftir einstaklingum sem eru duglegir og geta unnið hratt undir álagi, eru nákvæmir og handlagnir. Við mat á umsóknum verður tekið sérstakt tillit til reynslu og þekkingar umsækjenda. Prentmet býður upp á hágæða prentun þar sem hraði, gæði og persónuleg þjónusta fara vel saman í framleiðslunni. Lögð er rík áhersla á að starfsfólki líði vel á vinnustað. Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmda stjóri mann auðs sviðs, ingasteina@prentmet.is, s. 856 0601. Atvinnuumsókn er á prentmet.is/um-okkur/atvinnuumsokn. Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk. Aðstoðarfólk í prentsmiðju óskast Skagafjörður leitar að fagfólki Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga leitar að starfsfólki með fagmenntun, t.d. í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, kennslufræði, félagsráðgjöf, sálfræði eða aðra sérmenntun sem nýtist í starfi með fötluðu fólki. Um er að ræða afleysingar frá ágúst 2014 til eins árs í eftirfarandi störf. Forstöðumaður skammtímavistunar á Sauðárkróki, 50% starf Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í m.a. faglegri og rekstrarlegri stjórnun, áætlanagerð, rekstri, starfsmannahaldi og samhæfingu starfseminnar. Því er reynsla af stjórnun mikilvæg. Viðkomandi ber ábyrgð á starfs-, þjónustu- og rekstraráætlunum stofnunar í samráði við félagsmálastjóra og aðra yfirmenn. Samskipti og ráðgjöf við aðstandendur eru einnig snar þáttur starfsins. Ráðgjafi í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra, 50% starf Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist m.a. í ráðgjöf, fræðslu, frumgreiningu og stuðningi við þjónustunotendur, stjórnendur, og starfsmenn. Reynsla af stefnumótun og innleiðingu nýjunga æskileg. Áhersla á reynslu á framangreindum sviðum. Deildarstjóri skammtímavistunar 80% starf Starfið felur í sér aðstoð við notendur og umsjón sérstakra verkefna og samræmingu faglegs starfs í skammtímavistun. Viðkomandi veitir ráðgjöf til samstarfsaðila og starfar í nánu samstarfi við forstöðumann. Annað: Æskilegt þykir að umsækjandi geti tekið að sér tvö af þessum störfum í 100% starfi. Í dag gegnir sami þroskaþjálfi starfi ráðgjafa og forstöðumanns. Við leitum að samstarfsmanni með góða vitund fyrir sjálfum sér og hvernig hann geti nýtt hæfileika sína sem best í þágu notenda, ríka ábyrgðar- tilfinningu, virðingu í mannlegum samskiptum og skilning á valdeflingu, er opinn og jákvæður í viðmóti, tilbúinn að tileinka sér nýjar hugmyndir og hafa metnað í starfi. Störfin henta bæði körlum sem konum. Nánari upplýsingar veita Gunnar M. Sandholt, félagsmálastjóri, sandholt@skagafjordur.is , farsími 897-5485, vinnusími 455-6000, og Dóra Heiða Halldórsdóttir doraheida@skagafjordur.is , 455-6000, farsími: 692-7511. Umsóknarfrestur er til 18. júlí 2014 Sótt er um störfin á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (störf í boði) eða í íbúagátt sveitarfélagsins. 5. júlí 2014 LAUGARDAGUR12

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.