Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 78
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 46 EVRÓPUFRUMSÝNING Í TÉKKLANDI Tónleikamynd Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk: Biophilia Live, verður Evrópufrum- sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi sem hófst í gær og stendur til 12. júlí. Frumsýningin er 6. júlí en myndin verður einnig sýnd 10. júlí. Myndin var heimsfrumsýnd á Tribeca-kvikmyndahá- tíðinni þann 26. apríl en í henni er fylgst með Biophilia-tónleikum Bjarkar og við þá er blandað hreyfimyndum úr smáforritinu sem var þróað sem hluti af plötunni. - lkg NELSON SKÍRIR DRENGINN Bardagaíþróttafólkið og parið fallega, Gunnar Nelson og Auður Ómarsdóttir, hafa látið skíra drenginn sinn en hann hlaut nafnið Stígur Týr. Það var enginn annar en Hilmar Örn allsherjargoði sem sá um að gefa drengnum nafnið fallega. Gunnar fór út til Dyflinnar fyrir skömmu, þar sem hann æfir sig af kappi fyrir sinn næsta bardaga í UFC sem fram fer 19. júlí. ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 „Ég ákvað bara að láta mig dreyma stórt og sótti um. Þetta er búið að vera mjög súrrealískt,“ segir Anna María Tómasdóttir, sem á dögunum fékk inngöngu í The Actors Studio Drama School í New York en þar fer hún í mastersnám í leikstjórn. Leiklistarskólinn er á lista yfir þá allra bestu í heiminum en þar hafa heimsþekktir leikarar líkt og Brad- ley Cooper menntað sig, en stórleik- arinn Al Pacino er listrænn stjórn- andi við skólann. Anna María er fyrsti Íslendingurinn sem kemst inn í þetta mastersnám. Hún er alls ekki ókunnug leiklistinni en hún hefur unnið að leikmyndum og búning- um við hinar ýmsu bíómyndir, sjón- varpsþætti og auglýsingar, ásamt því að hafa sett upp verk, skrifað og leikstýrt. „Ég er útskrifuð með BA frá Listaháskólanum af braut sem heitir Fræði og framkvæmd og það hefur alltaf verið draumur- inn að leika, allt frá því að ég var lítil að dandalast með mömmu minni uppi í leikhúsi,“ segir Anna María, en móðir hennar er Þór- unn Sveinsdóttir búningahönnuður. The Actors Studio er vel þekkt félag leikara í Bandaríkjunum og virkar eins og eins konar símenntunar- félag, þar sem leikarar og leikstjór- ar geta viðrað hugmyndir sínar við aðra og fengið álit annarra innan félagsins. Árið 1994 var masters- námið síðan sett á laggirnar en námið er kennt í Pace-háskóla í New York. Anna María vann við tökur á bresku sjónvarpsþáttunum Forti- tude sem fóru fram á Reyðarfirði í ársbyrjun en flaug út í prufurn- ar til New York í einu tökuhléinu. „Ég fékk Dóru [Jóhannsdóttur], vin- konu mína og leikkonu sem búsett er í New York, til þess að hjálpa mér en það mátti ekki flytja senuna einn. Þetta var mjög löng prufa og við gerðum senuna nokkrum sinn- um. Þetta endaði svo með því að þau tóku mig inn í leikaranámið á staðnum. Ég fór svo í viðtal í kjöl- farið og þegar þau skoðuðu feril- skrána mína sáu þau að ég hafði líka víðtæka reynslu á öðrum svið- um en leik svo þau spurðu mig hvort ég hefði einnig áhuga á því að fara í leikstjórn en leikstjórarnir starfa mikið með rithöfundum og leikur- unum. Ég ákvað því að slá tvær flugur í einu höggi og læri því að leika og leikstýra,“ segir Anna María, sem heldur út til New York í haust en námið hefst 3. september. kristjana@frettabladid.is Súrrealískt að vera komin inn í skólann Anna María Tómasdóttir fékk inngöngu í The Actors Studio Drama School í New York en skólinn er ofarlega á lista yfi r bestu leiklistarskóla heims. Anna María fetar í fótspor þekktra Hollywoodleikara sem hafa menntað sig við sama skóla. DRAUMURINN RÆTTIST Anna María Tómasdóttir komst inn í hinn virta Actors Studio Drama School í New York. Spjallþátturinn Inside the Actors Studio hefur lengi notið gríðarlegra vinsælda en James Lipton stjórnar þættinum Lipton fær til sín þekkt fólk úr leiklistarheiminum og ræðir við það um daginn og veginn. Áhorfendur í sal, sem allt eru nemendur við skólann, eiga svo möguleika á að spyrja viðmælandann spjörunum úr. Á YouTube má finna mörg skemmtileg innslög úr Inside the Actors Studio. Þar má meðal annars sjá Brad- ley Cooper, sem þá var nemandi við skólann, spyrja þá leikreyndu Sean Penn og Robert De Niro út í ákveðin hlutverk. Inside the Actors Studio Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FER Í KASTLJÓSIÐ Helga Arnardóttir, frétta- og dag- skrárgerðarkona, hefur sagt upp starfi sínu hjá 365 miðlum en hefur þó ekki kvatt fjölmiðlana. Hún mun hefja störf hjá RÚV næsta haust og bætast í hóp þáttastjórnenda Kastljóssins. Helga hefur undanfarna mánuði verið í fæðingarorlofi en hefur starfað síðastliðin sjö ár hjá 365 miðlum. Hún var fréttamaður á Stöð 2 og vann til blaðamannaverð- launa fyrir umfjöllun sína um Geirfinnsmálið. Hún vakti einnig athygli fyrir þætti sína Manns- hvörf og Óupplýst lög- reglumál sem sýndir voru á Stöð 2. - ebg „Ég væri ekki hér án Davids. Hann fyllir mig öryggi og hvetur mig til að gera það sem ég geri. Ég geri það sama fyrir hann.“ VICTORIA BECKHAM LOFAR EIGINMANN SINN, DAVID BECKHAM, Í VIÐTALI VIÐ BRESKA VOGUE. ÚTSÖLU MARKAÐUR FÁKAFENI 11 Bolir Peysur Úlpur Jakkar Buxur Töskur Íþróttafatnaður Smáhlutir Opið frá kl. 12:00 - 18:00 virka daga og laugardaga 11:00 - 16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.