Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 26
FÓLK| HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir RITHÖFUNDUR OG HÖNNUÐUR „Það er gott að skipta sér á milli tveggja ólíkra greina sem þó reyna báðar á ímyndunaraflið.“ Ég fór að fást við fuglana síðasta sum-ar, milli þess sem ég sat við skriftir. Þeir höfðu lúrt einhvers staðar baka til í höfðinu á mér,“ segir Sigurjón Páls- son, húsgagnahönnuður og rithöfundur, en danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen hefur keypt hönnun Sigur- jóns til framleiðslu. Fuglarnir verða fáanlegir í verslun Nor- mann Copenhagen í Kaupmannahöfn um næstu mánaðamót og í framhaldinu hér á landi í Epal. Óhætt er að segja að þeir dönsku hafi kolfallið fyrir fuglunum. „Ég var að skoða heimasíðuna þeirra að kvöldlagi í september í fyrra og þar kom fram að fyrirtækið fær að meðal- tali tíu tillögur daglega frá hönnuðum. Ég sendi á þá fuglana þarna um kvöldið og strax morguninn eftir fékk ég símtal,“ segir Sigurjón. Við tók frekari útfærsla á fuglunum sem Sigurjón vann í samvinnu við Normann Copenhagen. Fuglarnir eru renndir úr eik og standa á mislitum fótum. SPÓI, STELKUR OG SENDLINGUR „Fyrirmyndirnar sæki ég í íslensku vað- fuglana, spóa, stelk og sendling. Þeir eru gerðir fyrir rennibekk en upphaflega gekk ég út frá því að fuglarnir yrðu framleiddir á Íslandi og varð því að hafa í huga þann tækjabúnað sem er hér fyrir hendi,“ út- skýrir Sigurjón. „Sá sem ég hafði fundið til verksins varð hins vegar bara feginn þegar úr varð að Normann Copenhagen annast framleiðsluna. Hann sá fram á að gera ekki annað en að renna fugla,“ bætir hann sposkur við. FYRSTA BÓKIN SLÓ Í GEGN Sigurjón lærði húsgagnahönnun í Dan- marks Designskole og á tíunda áratugn- um voru framleiddir stólar eftir hann í Þýskalandi. Hann hafði þó lagt húsgagna- hönnunina á hilluna um tíma þegar hann hóf að hanna aftur eftir hrunið og skrifa skáldsögur. Fyrsta bók Sigurjóns, Klækir, kom út árið 2011 og hlaut verðlaun Hins íslenska glæpafélags, Blóðdropann 2012. Önnur bók hans, Blekking, gekk einnig vel í les- endur. Sigurjón er ættaður frá Húsavík og hefur sögusvið bókanna gjarnan tengst Norðurlandinu. Það verður einnig raunin í þriðju bókinni sem nú er í smíðum. Sigurjón segir hönnunarvinnuna og skriftirnar fara ágætlega saman. „Það er gott að skipta sér á milli tveggja ólíkra greina sem þó reyna báðar á ímyndunaraflið.“ GRÓSKA Í ÍSLENSKRI HÖNNUN Sigurjón er þriðji íslenski hönnuðurinn sem heillar útsendara Normann Copen- hagen en í framleiðslulínu fyrirtækisins eru vörur eftir Bryndísi Bolladóttur og Helgu I. Sigurbjarnadóttur. Sigurjón segir þetta merki um hve mikla grósku sé að finna í íslenskri hönnun í dag. „Það sést vel á HönnunarMars hversu mikil gróska er í íslenskri hönnu. Það er því mikilvægt að það unga fólk sem héðan útskrifast sé samkeppnis- hæft að námi loknu, við aðra hönnuði á alþjóðlega vísu, bæði á vinnu- markað og á hönn- unarsviðinu.“ ■ heida@365.is ÍSLENSKIR VAÐ- FUGLAR TIL KÖBEN ÍSLENSK HÖNNUN Vaðfuglar Sigurjóns Pálssonar verða framleiddir af Nor- mann Copenhagen. Fuglarnir verða fáanlegir í Kaupmannahöfn um mánaða- mótin og síðar í sumar birtast þeir í hillum hér á landi. HEILLAÐI NORMANN COPENHAGEN Sigurjón Pálsson, rit- höfundur og húsgagna- hönnuður, fékk símtal frá danska hönnunar- fyrirtækinu Normann Copenhagen nokkrum klukkustundum eftir að hann sendi þeim myndir af fuglunum sínum. MYND/GVA Þjáist þú af svefnleysi? Segðu bless við hvíldar- og svefnlausar nætur Melissa Dream-töflurnar fá þig til að slaka á, sofa betur og vakna endurnærð/ur. Fáanlegt í apótekum og heilsuverslunum. Til að fá frekari upplýsingar eða kaupa á netinu: www.icecare.is Sefur eins og engill Undanfarin ár hefur Elín, sem er 62 ára, átt erfitt með að festa svefn og átti „Það er óþolandi að liggja í rúminu og bylta sér af því að maður getur ekki sofið. Á daginn átti ég erfitt með einbeitingu. Ég var alltaf þreytt, hljóp um eins og hauslaus hæna, og kom engu í verk vegna þess að ég fékk ekki nægan svefn.“ „Nú líður mér stórkostlega. Ég er úthvíld og glöð þegar ég vakna. Ég er orkumeiri yfir daginn og afkastameiri. Ég tek inn töfluna klukkutíma áður en ég hátta. Það er ótrúleg tilfinning að vakna eftir góðan nætursvefn.” Gat loks slakað á Borghild Ernulf var í mörg ár sjálfstæður atvinnurekandi og þekkt fyrir mikinn eldmóð og hefur enn fullskipaða dagskrá. „Afþreyingin breyttist frá því að vera vinnutengd yfir í hluti eins og golf og bridds. Þrátt fyrir að þurfa ekki lengur að hafa hugann við vinnuna, átti ég samt erfitt með að slaka á,” segir Borghild, sem ræddi svefnvandamál sín við vin sinn frá Svíþjóð. „Við ræddum mikilvægi góðs nætursvefns fyrir almenna vellíðan. Hann lagði til að ég prófaði Melissa, sem hann notar sjálfur til að öðlast góðan nætursvefn,” útskýrir Borghild. „Ekki leið á löngu þar til svefnmynstrið varð eðlilegt á ný. Ég hafði prófað aðrar vörur til að finna lausn á svefnvandamálinu en það var ekki fyrr en ég tók Melissa að ég gat slakað á og sofið vært.” Inniheldur náttúruleg vítamín og jurtir eins og amínósýruna L-theanine, sem hjálpar til við slökun ásamt alhliða B-vítamína, sem stuðla að eðlilegri taugastarfsemi. Auk þess inniheldur taflan mikið magn magnesíums, sem stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi og dregur þar með úr óþægindum í fótum og handleggjum og bætir svefn. það til að vakna oft að nóttu til. NÝ SENDINGKOMIN!FYRRI VORU FLJÓTARAÐ SELJAST UPPSofðu betur Til þess að hjálpa þér við að losna við hvíldar- og svefnlausar nætur ættir þú að prufa Melissa Dream-töflurnar. Sítrónumelis-töflurnar (Lemon balm) viðhalda góðum og endurnærandi svefni. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.