Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 30
FÓLK|HELGIN
KARRÍENGIFERLAMB
2½ msk. karríduft
1½ msk. malaður, ferskur engifer
1½ tsk. ólífuolía
¼ tsk. salt
1/8 tsk. svartur pipar
8 lambabógssneiðar
½ bolli apríkósusúraldinsósa
Blandið saman karríi, engifer,
olíu, salti og pipar og berið
kryddhjúpinn jafnt yfir allar
lambabógssneiðarnar.
Setjið lambið á grillið og eldið
í fjórar mínútur. Snúið kjötinu,
berið helminginn af sósunni á þá
hlið kjötsins sem snýr upp. Eld-
ið í fjórar mínútur. Snúið kjötinu
aftur og berið hinn helminginn
af sósunni á hina hliðina.
Eldið í tvær mínútur og
snúið þá aftur og grillið
þá hlið í tvær mínútur.
APRÍKÓSUSÚRALDIN-
SÓSA
2/3 bollar maukaðar
apríkósur
½ bolli ferskur súr-
aldinsafi (um það bil 2
súraldin)
1/3 bolli rúsínur
1/3 bolli söxuð, fersk mynta
¼ bolli balsamikedik
¼ bolli tómatsósa
¼ bolli Worcestershire-sósa
1 msk. sterk sósa (hot sauce)
¼ tsk. salt
¼ tsk. svartur pipar
Hitið apríkósurnar á pönnu
á meðalhita. Blandið hinum
innihaldsefnunum við. Takið af
hitanum.
GÓMSÆTT KARRÍENGIFERLAMB
HELGARSTEIKIN Sumarið er tíminn – til að grilla. Það er tilvalið að skella í þennan einfalda karríengiferkryddhjúp og taka hann
með sér í ferðalagið, setja hann á lambið og grilla það þegar búið er að koma sér fyrir í guðsgrænni náttúrunni. Apríkósusúraldin-
sósan er líka einföld og tónar vel við karríengiferbragðið af lambinu. Sósan og marineringin eru skemmtileg samsetning sterkra og
mildra bragða sem ganga líka með grilluðu nauta- eða svínakjöti.
GIRNILEGT
Lambakjöt með karrí-
engiferkryddhjúp er
góður kostur á grillið
um helgina.
MYND/GETTY
LEIÐRÉTTING
Í umfjöllun um Poulsen í sérblaði um bílrúður mánudaginn 30. júní
birtust vitlausar myndir.
Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum
en rétt umfjöllun er
birt á síðu 7 í Fólki
í dag.
Pop-up matarmarkaður verður
haldinn á Lofti Hosteli í Banka-
stræti 7 í dag, laugardag, klukkan
16.
Stemningin verður suðræn
og seiðandi í tilefni sumarsins.
Boðið verður upp á spænska
rétti á borð við paellu, spænska
eggjaköku, gazpacho-tómatsúpu
og kartöfluklatta.
Fjölbreytnin er mikil en auk
spænsku réttanna verður boðið
upp á dóminíska kjötsúpu, al-
vöru indverskar dosa-pönnukök-
ur í boði Shruthi frá Whole Spice,
kung pao-kjúkling og kung pao-
tófú í boði fulltrúa chili-klúbbsins
Ég ann chili, ljúffengar samlokur
og angólska kássu.
Meðan gestir gæða sér á kræs-
ingunum spila tónlistarmennirnir
Dj AnDre frá klúbbaskrýmslinu
RVK DNB og DJ KÁRI, plötu-
snúður og einn af stofnendum
reggíhópsins RVK Soundsystem,
tónlist sem hæfir tilefninu.
SUÐRÆNN POP-UP
MATARMARKAÐURJakki S - L
kr.12.990.-
Buxur
S-XL
kr.9.990.-
kr.8.990.-
4 litir
kr.10.990.-
Grensásvegi 8, sími 553 7300
mán. - fim. 12 -18 , fös. 12 - 19 lau. 12 -17
kr.10.990.-