Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 30
FÓLK|HELGIN KARRÍENGIFERLAMB 2½ msk. karríduft 1½ msk. malaður, ferskur engifer 1½ tsk. ólífuolía ¼ tsk. salt 1/8 tsk. svartur pipar 8 lambabógssneiðar ½ bolli apríkósusúraldinsósa Blandið saman karríi, engifer, olíu, salti og pipar og berið kryddhjúpinn jafnt yfir allar lambabógssneiðarnar. Setjið lambið á grillið og eldið í fjórar mínútur. Snúið kjötinu, berið helminginn af sósunni á þá hlið kjötsins sem snýr upp. Eld- ið í fjórar mínútur. Snúið kjötinu aftur og berið hinn helminginn af sósunni á hina hliðina. Eldið í tvær mínútur og snúið þá aftur og grillið þá hlið í tvær mínútur. APRÍKÓSUSÚRALDIN- SÓSA 2/3 bollar maukaðar apríkósur ½ bolli ferskur súr- aldinsafi (um það bil 2 súraldin) 1/3 bolli rúsínur 1/3 bolli söxuð, fersk mynta ¼ bolli balsamikedik ¼ bolli tómatsósa ¼ bolli Worcestershire-sósa 1 msk. sterk sósa (hot sauce) ¼ tsk. salt ¼ tsk. svartur pipar Hitið apríkósurnar á pönnu á meðalhita. Blandið hinum innihaldsefnunum við. Takið af hitanum. GÓMSÆTT KARRÍENGIFERLAMB HELGARSTEIKIN Sumarið er tíminn – til að grilla. Það er tilvalið að skella í þennan einfalda karríengiferkryddhjúp og taka hann með sér í ferðalagið, setja hann á lambið og grilla það þegar búið er að koma sér fyrir í guðsgrænni náttúrunni. Apríkósusúraldin- sósan er líka einföld og tónar vel við karríengiferbragðið af lambinu. Sósan og marineringin eru skemmtileg samsetning sterkra og mildra bragða sem ganga líka með grilluðu nauta- eða svínakjöti. GIRNILEGT Lambakjöt með karrí- engiferkryddhjúp er góður kostur á grillið um helgina. MYND/GETTY LEIÐRÉTTING Í umfjöllun um Poulsen í sérblaði um bílrúður mánudaginn 30. júní birtust vitlausar myndir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum en rétt umfjöllun er birt á síðu 7 í Fólki í dag. Pop-up matarmarkaður verður haldinn á Lofti Hosteli í Banka- stræti 7 í dag, laugardag, klukkan 16. Stemningin verður suðræn og seiðandi í tilefni sumarsins. Boðið verður upp á spænska rétti á borð við paellu, spænska eggjaköku, gazpacho-tómatsúpu og kartöfluklatta. Fjölbreytnin er mikil en auk spænsku réttanna verður boðið upp á dóminíska kjötsúpu, al- vöru indverskar dosa-pönnukök- ur í boði Shruthi frá Whole Spice, kung pao-kjúkling og kung pao- tófú í boði fulltrúa chili-klúbbsins Ég ann chili, ljúffengar samlokur og angólska kássu. Meðan gestir gæða sér á kræs- ingunum spila tónlistarmennirnir Dj AnDre frá klúbbaskrýmslinu RVK DNB og DJ KÁRI, plötu- snúður og einn af stofnendum reggíhópsins RVK Soundsystem, tónlist sem hæfir tilefninu. SUÐRÆNN POP-UP MATARMARKAÐURJakki S - L kr.12.990.- Buxur S-XL kr.9.990.- kr.8.990.- 4 litir kr.10.990.- Grensásvegi 8, sími 553 7300 mán. - fim. 12 -18 , fös. 12 - 19 lau. 12 -17 kr.10.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.