Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 24
5. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 NORÐURLAND VESTRA Á slóðum Grettis og góðhesta Norðurland vestra er ekki bara blómlegt landbúnaðarsvæði, þar eru líka ótal staðir fyrir ferðalanga að skoða og njóta, svo sem heimkynni sela, söfn og kirkjur, sundlaugar og markaðir. Borgarvirki og Þingeyrar í Húnavatnssýslum og Vatnsskarð í Skagafirði eru dæmi um áningarstaði „þar sem víðsýnið skín“ eins og skáldið orðaði það svo fallega. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1. Minnisvarðar um móðurást Bjarg í Miðfirði er fæðingarstaður Grettis sterka Ásmundarsonar og í túninu er friðlýst þúfa þar sem talið er að höfuð hetjunnar hvíli. Á Bjargi er minnisvarði um Ásdísi, móður Grettis, með myndum eftir Halldór Pétursson, því sonur hennar var 19 ár í útlegð en átti alltaf athvarf hjá henni. Vestan Miðfjarðarár er úti- vistarsvæðið Ásdísarlundur með trjágróðri og litlum læk. 2. 1.000 gylltar stjörnur Þingeyrakirkja er með merkustu guðshúsum landsins. Hún var byggð á árunum 1864 til 1877, hlaðin úr grjóti úr Nesbjörgum, vestan Hóps- ins, sem dregið var á ís yfir vatn- ið. Í hvelfingu kirkjunnar eru 1.000 gylltar stjörnur, jafnmargar rúðun- um í bogagluggum hennar. Einnig eru þar ævafornir munir bæði úr Þingeyraklaustri og fyrri kirkjum staðarins. 3. Bangsi Í Hafíssetrinu á Blönduósi er á fjöl- breyttan hátt fjallað um „landsins forna fjanda“. Það er í elsta timbur- húsi landsins, Hillebrandtshúsi, á vesturbakka Blöndu og sómir sér 10. Gefið á garðann Hlaðan er kaffihús í göml- um útihúsum við höfnina á Hvammstanga. Súpur, brauð og heimilismatur eru á boðstól- um, einnig gæðakaffi og aðrir drykkir ásamt kökum og kruð- eríi. Hlaðan er opin alla daga frá 9 til 21 nema sunnudaga, þá er opnað klukkan 10. 11. Á Króknum Sauðárkróksbakarí er við Aðal- götu 5, í hjarta gamla bæjarins á Sauðárkróki. Það er handverks- bakarí sem byggir á langri sögu og státar af brauðmeti af marg- háttaðri gerð. Þar er kaffitería og sætapláss bæði inni og úti. Opið er frá klukkan 7 til 18 alla virka daga, 8 til 16 á laugardög- um og 9 til 16 á sunnudögum. MYND/EVELYN ÝR FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Neytum og njótum Borðsett bæði inni og úti 9. Fjölskyldan Á Lýtingsstöðum í Skagafirði er ein af mörgum hestaleigum Norðurlands vestra sem býður upp á þægilegar reiðleiðir og rólega hesta fyrir byrjendur. Fátt er fjöl- skylduvænna en góður útreiðartúr um gróna bakka. Hægt er að velja um stuttar og lengri ferðir og gott er að panta áður en rennt er í hlað www.lythorse.com Ég berst á fáki fráum 1 10 9 2 3 4 5 11 12 6 7 8 54 6 10 9 12 VINALEGUR BÆR Á Hofsósi laða Vesturfarasetrið við bryggjuna og sundlaugin í flæðarmálinu að sér gesti. Útivist og afþreying Þar sem fortíðin mætir nútíðinni á margs konar máta vel við Húnaflóann. Birnan Snædís Karen, sem veiddist við Hraun á Skaga sumarið 2008, er til sýnis í setrinu. Hafíssetrið er opið alla daga í sumar frá klukkan 11 til 17. Sjá www.blonduos. is/hafis 4. Sporin mín Í Heimilisiðnaðarsafninu við Árbraut 29 á Blönduósi sýnir Þórdís Jónsdóttir, listakona á Akureyri, verk sín í sumar. Sýningin nefnist Sporin mín og þar er um útsaumsspor að ræða. Það á einkar vel við í þessu musteri hannyrðanna. Safnið er opið frá 10 til 17. Sjá www.textile.is 5. Ég sé, ég sé Spákonuhof á Skagaströnd er tileinkað Þórdísi spákonu sem uppi var á 10. öld og var fyrsti nafn- greindi íbúi Skagastrandar. Í hofinu er marghátt- aður fróðleikur um spádóma. Gestir geta látið spá fyrir sér í bolla, lófa eða spil og börnin fá að kíkja í gullkistur Þórdísar þar sem margt leynist. Spákonuhof er opið frá klukkan 13 til 18, nema á mánudögum, þá er lokað. 6. Haugsnesbardagi Við Haugsnes, fram undan Djúpadal í Skagafirði, er útilistaverk úr yfir eitt hundrað stórgrýtis- hnullungum. Það er til merkis um mannskæð- ustu orrustu sem vitað er um í sögu landsins, er lið Þórðar kakala og Brands Kolbeinssonar börð- ust 18. apríl 1246. Verkið er eftir Sigurð Hansen á Kringlumýri sem veitir leiðsögn um staðinn. 7. Sólon Íslandus Í Lónkoti í Skagafirði er minningu listamanns- ins og flakkarans Sölva Helgasonar, sem kallaði sig Sólon Íslandus, haldið á lofti. Myndir hans skreyta veggi hins rómaða veitingahúss Sölva- stofu sem einnig státar af draumkenndu útsýni til Þórðarhöfða og eyjanna tveggja Drangeyjar og Málmeyjar. 8. Flúðasiglingar Siglingar í kröftugum flúðum Austari Jökulsár í Skagafirði sem Bakkaflöt í Skagafirði byrjaði með árið 1993 eru æsileg afþreying. Þar er 18 ára aldurstakmark en í Vestari Jökulsá 12 ára. Heitir pottar ylja kroppana á eftir. Sjá www.riverrafting.is FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.