Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.07.2014, Blaðsíða 16
Þetta er 17 metra hátt verk sem gerir það lík-lega að mínu stærsta og metnaðarfyllsta verki hingað til,“ segir myndlistarkonan Sara Riel en í dag kl. 15 verður afhjúpað verk eftir hana á vegg- gafli við Asparfellið í Breiðholti. Veggmyndin ber nafnið Fjöð- ur þar sem 43 fuglum er raðað saman til að mynda eina heild. Sara eyddi nokkrum dögum á Náttúrufræðistofnun Íslands í heimildavinnu þar sem hún skrásetti og skissaði fjölbreytt úrval fugla sem þar er að finna. „Það var mjög áhugavert að eyða tíma þar, eins og að vera í lík- húsi. Fuglarnir sem ég notaði eru af alls kyns tegundum, farfugl- ar sem og fuglar sem eiga upp- runa sinn að rekja hingað. Mér finnst það endurspegla þennan breiða og fjölbreytta hóp sem býr í þessu fjölmenna fjölbýlis- húsi,“ segir Sara sem hlaut ein- róma samþykki fyrir verkinu hjá íbúum Asparfellsins áður en hún hófst handa fyrir tæpu ári og naut sín vel að vinna í Breið- holtinu. „Þetta byrjaði mjög vel í fyrra en eins og flestir muna voru ekki margir þurrir dagar í fyrrasum- ar og -haust. Verkið er unnið með akrýlhúsamálningu sem þarf að þorna á milli sem er erfitt þegar það koma vinda- og vætusam- ir dagar eða þessir klassísku íslensku dagar þar sem skiptast á skin og skúrir. Um miðjan sept- ember fékk ég nóg, var kalt og þreytt sem gerir ekki gott þegar maður er að reyna að skapa eitt- hvað. Svo ég tók aftur upp þráð- inn núna um miðjan maí.“ Sara er þekkt fyrir veggmynd- ir sínar víðs vegar um borgina. Fjöður er málað í fimm lögum af málningu með litlum penslum og í því eru alls kyns skuggar og stíl- brigði sem listakonan er þekkt fyrir en skuggi sem hún bætti við í lokin býr til þá sjónblekkingu að fjöðrin virðist svífa á veggnum. Eins og fyrr segir verður verk- ið Fjöðrin afhjúpað í dag klukk- an 15 í Asparfelli 2-12 af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson flytja nokkur lög og þá munu dansar- arnir Stefán Halldór Egilsson og Hallman Ísleifur Sigurðarson sýna popping-dans við athöfnina. „Það er hvorki opnunartími né aðgangseyrir að verkinu og ég hvet alla til að kíkja við,“ segir Sara að lokum. MAMMA SEGIR eftir Stine Pilgaard í þýðingu Steinunnar Stef- ánsdóttur. Dásam- legur danskur húmor með sárum undirtóni. Ástarsorg hefur aldrei verið skemmtilegri. Á NÝJA PLÖTU ROBINS THICKE, Paula, þar sem hann flytur fyrrverandi konu sinni, Paulu Patton, hvern ástaróðinn á fætur öðrum í þeirri von að vinna hjarta hennar á ný. Álfrún Páldóttir alfrun@frettabladid.is Á SUMARDJASS á Jómfrúnni klukkan 15 í dag. Latínkvartett kontrabassaleikarans Tóm- asar R. Einarssonar skemmtir með spriklandi latíndjassi eftir Tómas. Á BEINA ÚTSENDINGU frá leik Hollands og Kosta- ríku í átta liða úrslitum á HM klukkan 19.50 í kvöld. Tekst Kostaríku að standa uppi í hárinu á Hollendingum? FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... Hera Hilmarsdóttir leikkona Stanslaus gleði „Hápunktur helgarinnar er brúðkaup hjá vinum mínum heima svo það verður greinilega stanslaus gleði alla helgina í samveru góðs fólks.“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari Hágæða borgarútivist „Laugardagsmorgunninn fer í vinnu, en þá verð ég á Bylgjunni með þáttinn Bakaríið ásamt Rúnari Frey, en eftir það er stefnan tekin á Laugardalinn í borgarútivist með fjölskyldunni.“ Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sjónvarpskokkur Fæðing eða írskir dagar Um helgina væri voðalega gaman að fá dömuna mína í heiminn, en settur dagur var 30.júní. En ef ekki þá ætla ég að njóta helgarinnar með fjölskyldu og vinum á Írskum dögum á Akranesi. Níels Thibaud Girerd (Nilli), sjónvarpsmaður og gleðigjafi Röltir um og tekur á móti mömmu „Um helgina mun ég njóta þess ađ vera til, rölta um Þing- holtin og mögulega hitta góđa vini. þá mun ég einnig taka á móti mömmu frá Köben.“ Endurspeglar fj öl- breytileika Asparfells Myndlistarkonan Sara Riel afh júpar í dag vegglistaverkið Fjöður sem prýðir fj ölbýlishús í Asparfelli í Breiðholtinu. Veggmyndin hefur verið nokkuð lengi í bígerð þar sem vætusamt veður og vindar hafa sett strik í reikninginn fyrir listakonuna sem segir verkið sitt stærsta og metnaðarfyllsta til þessa. Myndlistarmaðurinn Erró hefur samþykkt að gefa Reykjavíkurborg höfundarverk sitt en borgarráð hefur samþykkt að setja upp tvær veggmyndir eftir Erró í efra Breiðholti. Annars vegar er um að ræða mynd á bogadreginn vegg íþróttahússins við Austur- berg, sem er í eigu Reykja- víkurborgar, og hins vegar á vesturgafl íbúðablokkarinnar við Álftahóla 4– 6. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni. Það er mjög góð reynsla af verkum sem þessum erlendis og svo er þetta náttúrlega risastórt verk,“ segir Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri. Erró er heiðursborgari Reykjavíkur og hefur í gegnum tíðina sýnt Reykjavíkurborg og Listasafni Reykjavíkur rausnar- skap með því að gefa safninu verk sín. Verk eftir Erró hafa verið sýnd á mörgum helstu söfnum Evrópu og víða um heim. Veggmyndir hans prýða merkar byggingar í mörgum borgum og hafa mikið að- dráttarafl þar sem þær hafa verið settar upp. Áætlað er að kostnaður vegna framleiðslu og upp- setningar verði um 38,8 m.kr. og er það Listasafn Reykja- víkur sem hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd verksins. Fegra fjölbýlishús í efra Breiðholti með listaverkum Errós ÁLFTAHÓLAR 4-6 Þessi mynd eftir Erró mun án efa setja svip á blokk- ina í Breiðholti. MarkisurogMeira.is | Starmýri 2a, 108 Rvk Sala Reykjavík s. 893-6337 og 898-0508, | Sala Akureyri s. 868-0886 | sala@markisurogmeira.is VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA Markísur og Meira Komum á staðinn þér að kostnaðarlausu og gerum tilboð Skjólveggur FUGLSFJAÐRIR Listakonan Sara Riel er ánægð með nýjustu veggmynd sína, Fjöður, sem verður afhjúpuð í dag en verkið er 17 metra hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HELGIN 5. júlí 2014 LAUGARDAGUR5. júlí 2014 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.