Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 35
PARKET
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2014 Kynningarblað
Álfaborg hefur verið þekkt fyrir f lísar í gegnum árin en parket-deildin ok kar er sífel lt að
stækka,“ segir Kolbeinn Össurarson,
einn af eigendum Álfaborgar. Hann
bendir á að verslunin hafi það fram yfir
margar aðrar að bjóða heildarlausnir
í gólfefnum. „Í Álfaborg færðu f lísar,
parket, teppi og dúka. Allt á gólfið á
einum stað.“
Tarkett-gæðaparket
Í Álfaborg er gott úrval af parketi frá
Tarkett sem er einn stærsti parketfram-
leiðandi í Evrópu. „Þetta er mjög flott fyr-
irtæki frá Svíþjóð sem
hefur verið á mark-
aði á Íslandi í áratugi
og mjög góð reynsla
verið af gólfefnunum
frá því,“ segir Kol-
beinn. Frá Tarkett er
bæði hægt að fá viðar-
parket og harðparket.
„Hel st a ný ju ng i n
núna er að við bjóðum
harð parket í löngum
tveggja metra borðum
en áður var týpísk
lengd í kringum 1,30
metrar. Þá eru borðin
einnig breiðari. Með
þessu fæst þetta flotta plankaparkets-
útlit sem hefur verið og er ennþá gríðar-
lega vinsælt,“ segir hann.
Harðparketið sterkt og ódýrt
Inntur eftir muninum á viðar- og harð-
parketi svarar Kolbeinn: „Harðparket
er plastparket í sparifötunum. Það er
vandaðri gerð af plastparketi og ending-
arbetri.“ Hann segir harðparket alltaf að
verða líkara og líkara viðarparketi í út-
liti. „Harðparketið er gríðarlega sterkt
efni og ódýrara en viðarparketið sem er
aðalástæðan fyrir vinsældum þess. Þú
getur fengið tvo fermetra af harðparketi
á móti einum af viðarparketi,“ útskýrir
Kolbeinn sem telur eina ókostinn við
harðparketið vera meiri hljóðbærni. „En
það getum við leyst með góðu undirlagi
sem við í Álfaborg erum sterkir í.“
En af hverju velja sumir viðar-
parket fyrst harðparketið er svona gott?
„ Viðurinn er auðvitað náttúrulegt efni
þar sem engar tvær spýtur eru eins. Það
eru margir sem vilja þessa upprunalegu
útgáfu.“
Eikin vinsæl
Kolbeinn bendir á að allt v iðar-
parketið frá Tarkett komi lakkað og til-
búið til lagningar. „Þá má geta þess að
allt viðar- og harð-
parket frá Tarkett er
með svokallaða two-
lock enda læsing u
sem gerir það ein-
sta k lega þæg i leg t
í lögn.“ Hann segir
hægari tískusveif lur
í parketi en f lísum
sem Álfaborg er jú
þekktast fyrir. Eikin
er ríkjandi í parketi
líkt og undanfarin ár.
„Eikin í mismunandi
útfærslum er ennþá
það sem markaður-
inn sækir í.“
Mikil reynsla og gott verð
Í Álfaborg starfar reynslumikið fólk.
„Ætli við séum ekki samanlagt með
nok kur hundruð ára reynslu hér
innan borðs,“ segir Kolbeinn glaðlega
en starfsfólk Álfaborgar aðstoðar við-
skiptavini við allt sem viðkemur gólf-
efnum allt frá vali á efni til þess hvernig
best sé staðið að lagningu. „Þá seljum
við parket á mjög samkeppnishæfu
verði miðað við gæði,“ segir Kolbeinn.
Allar nánari upplýsingar um vörur og
þjónustu Álfaborgar má finna á www.
alfaborg.is.
Vandað Tarkett-parket í Álfaborg
Álfaborg hefur þjónustað landsmenn í rúmlega aldarfjórðung. Þar fæst mikið úrval gólfefna fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili.
Reynslumiklir starfsmenn veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf. Útsala stendur yfir í versluninni í Skútuvogi 6.
Útsala
stendur yfir
í Álfaborg
þessa dagana.
OPIÐ VERÐUR
FRÁ 10 TIL 14
Á LAUGARDÖGUM
Í VETUR.
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 7990.- m2