Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 104
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 60 LAUGARDAGUR 11.45 Burnley - Man Utd Sport 2 14.00 Swansea - West Brom Sport 2 14.00 Man City - Stoke Sport 3 14.00 Newcastle - C.Palace Sport 4 14.00 QPR - Sunderland Sport 5 14.00 West Ham - Southampt. Sport 6 16.00 Stjarnan - Selfoss Sport & Vísir 16.30 Everton - Chelsea Sport 2 SUNNUDAGUR 12.30 Tottenham - Liverpool Sport 2 14.00 Aston Villa - Hull Sport 3 15.00 Leicester - Arsenal Sport 2 15.15 Hamburg - Kiel Sport 17.00 Villareal - Barcelona Sport 19.00 Sociedad - Real Madrid Sport SPORT EINBEITTAR Fyrirliðarnir með bikarinn en aðeins önnur þeirra fær að taka við honum á Laugardalsvelli í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Íslenska karlalandslið- ið mætir því tyrkneska á Laugar- dalsvelli 9. september í fyrsta leik í undankeppni EM 2016 í Frakk- landi. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu hópinn sem mun mæta Tyrkjum á blaða- mannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Alfreð Finnbogason verður ekki með vegna meiðsla, en landsliðs- þjálfararnir völdu 24 leikmenn, þar af þrjá nýliða: markvörðinn Ingvar Jónsson, KR-inginn Hauk Heiðar Hauksson og Hörð Björg- vin Magnússon, leikmann Cesena á Ítalíu. Hörður og Jón Daði Böðv- arsson, leikmaður Viking í Noregi, eru einnig í U-21 árs landsliðinu og munu spila með því gegn Arm- eníu hér heima 3. september. Það kemur síðan í ljós hvort þeir leika með U-21 gegn Frakklandi ytra 8. september eða með A-landsliðinu gegn Tyrklandi degi síðar. Íslenska liðið fær lengri tíma en oftast áður til undirbúnings, en ákveðið var að spila ekki vin- áttulandsleik í vikunni á undan Tyrkjaleiknum. Landsliðið mun hefja æfingar 2. september: „Við munum byrja að æfa á þriðjudeg- inum. Margir leikmannanna eru að spila á sunnudeginum og þeir fá mánudaginn til að ferðast til landsins,“ sagði Lars Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær og bætti við: „Við Heimir ákváðum að leika ekki vináttlandsleik eins og svo mörg lið gera 3-4 dögum fyrir fyrsta leik í undankeppninni. Við vildum ekki missa þrjá daga til æfinga úr. Við vildum frekar láta liðið æfa og fara aftur og aftur yfir það sem við ætlum okkur að gera í leiknum gegn Tyrklandi.“ Heimir tók í sama streng. „Við fáum nokkuð margar æfingar fram að þessum leik svo við getum nýtt tímann til að prófa nýjar áherslur og hluti. Flestir leik- mannanna eru að koma sér í gang með sínum félagsliðum og okkur fannst það mikilvægara að þessu sinni að taka fleiri æfingar en að spila æfingaleik,“ sagði Eyjamað- urinn. Lagerbäck segir að þeir Heimir hafi valið stóran hóp að þessu sinni til að gefa mönnum tækifæri til að kynnast landsliðsumhverfinu: „Það er gaman að sjá leikmenn sem hafa hæfileika til að verða betri. Við ákváðum að velja stærri hóp en áður til að gefa hæfileika- ríkum leikmönnum tækifæri til að koma inn í landsliðið, kynnast umhverfinu þar og vera í kringum reyndari leikmenn. Við teljum að það geti hjálpað þeim að þroskast sem leikmenn, jafnvel þótt þeir komi ekki til með að spila neitt,“ sagði sænski þjálfarinn. Leikmannahópinn í heild sinni má sjá inni á Vísir.is. - iþs Mikilvægara að æfa en að spila Lars og Heimir völdu 24 leikmenn í hópinn fyrir leikinn gegn Tyrklandi. LARS OG HEIMIR Landsliðsþjálfarnir vildu ekki fórna þremur æfingadögum fyrir vináttulandsleik að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HM í körfubolta hefst á Spáni í dag en alls munu 24 lið keppa um heimsmeistaratitilinn. Tíu lið sem gætu orðið andstæðing- ar Íslands á næsta ári á EuroBasket 2015 taka þátt í HM í ár en það eru Finnland, Frakkland, Grikkland, Litháen, Króatía, Serbía, Slóvenía, Spánn, Úkraína og Tyrkland. Á heimasíðu KKÍ er gefin upp góð leið til að verða sér úti um áskrift að leikjum mótsins í gegnum LIVEbasketball. tv sem er útsendingarsíða FIBA. Þar verður allt mótið í heild sinni fáanlegt í góðum gæðum og öflugum útsend- ingarstraum fyrir 5.99 dollara. KKÍ fær hlut af hverri seldri áskrift sem fer í gegnum KKÍ.is og því getur íslenskt körfuboltaáhugafólk styrkt KKÍ um leið og það nær sér í hágæðakörfubolta næstu tvær vikurnar. Fram undan er risastórt og fjárfrekt verkefni hjá KKÍ, að fara með karlalandsliðið á sitt fyrsta stórmót, og slíkur styrkur kæmi sér því vel. Hægt að styðja KKÍ og horfa á HM FÓTBOLTI Selfoss keppir í dag í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tæp- lega 70 ára sögu félagsins þegar liðið mætir ríkjandi Íslandsmeist- urum í Stjörnunni á Laugardals- velli. Það má búast við mikilli spennu og skemmtun á vellinum en í fyrri leik liðanna komu átta mörk. Þrjátíu ár eru síðan kvenna- lið Selfoss vann Stjörnuna síðast í keppnisleik en taka verður fram að liðin léku ekki leik sín á milli á 26 ára tímabili. Pressa á Garðbæingum Stjarnan er að keppa í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum. Fyrstu tvær tilraunirnar enduðu í svekkelsi með 1-3 tapi fyrir ÍA árið 1993 og 0-1 tapi fyrir Val 2010. Þær náðu síðan að hefna fyrir síð- ara tapið og tryggja sér fyrsta bik- armeistaratitillinn árið 2012 með 1-0 sigri á Val. Staða liðanna er heldur ólík, Selfoss siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Stjarnan stefnir hraðbyri á þriðja Íslandsmeistara- titilinn á fjórum árum. Lykilleikmaður Stjörnunnar sem Selfyssingar einfaldlega verða að stöðva í dag er Harpa Þorsteins- dóttir. Harpa hefur farið á kost- um á tímabilinu en hún er lang- markahæst í Pepsi-deildinni með 23 mörk í 13 leikjum, þar á meðal fjögur í leik liðanna á Selfossi. Lærum vonandi af síðasta leik Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að leik- menn liðsins megi ekki vanmeta Selfoss og á von á hörkuleik. „Stemmingin í hópnum er gríð- arlega góð, við erum virkilega vel stemmdar og það verður gaman að setja deildina til hliðar og fá að spila bikarúrslitaleik. Við höfum verið að spila gríðarlega vel en við lentum í vandræðum í síðasta leik og það verður vonandi vakningin sem við þurftum,“ sagði Ásgerð- ur sem vonast til þess að þær hafi lært af jafnteflinu gegn Val. „Ég held að þetta hafi komið á réttum tíma og vonandi lærum við af þessu og komum tilbúnar í leik- inn á laugardaginn.“ Þetta eru miklir naglar Ágústa á von á mikilli hörku á vellinum líkt og í fyrri leik liðanna í sumar. „Það er mikil stemming í liðinu þeirra og það skiptir ekki endilega máli að þetta sé fyrsta skiptið þeirra í bikarúrslitum. Þær eru alltaf vel stemmdar og skipu- lagðar. Fyrri leikurinn fór fram í frábærum aðstæðum á Selfossi, hellidembu og þar var hart bar- ist. Þetta eru miklir naglar og við þurfum að mæta af sömu hörku. Inn á milli eru þær með leikna leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á,“ sagði Ásgerður. Selfoss keppir í fyrsta sinn í sögu félags- ins í úrslitum bikarsins en á leið sinni í úrslitin hefur Selfoss slegið út þrjú Pepsi-deildarlið. „Við erum búnar að mæta sterk- um liðum og þetta er búið að vera skemmtilegt hingað til. Við eigum fyllilega skilið að vera í úrslitun- um og við förum í þennan leik til þess að njóta hans, hafa gaman og sjá hverju það skilar okkur.“ Guðmunda veit að verkefnið verður erfitt á Laugardalsvellin- um í dag eftir fyrri leik liðanna. „Þetta verður erfiður leikur, það er á hreinu en þær sýndu það í síð- asta leik að það eru veikleikar. Það eru að mínu mati helmingslíkur á því hver sigrar í dag. Fyrri leikur liðanna var mun jafnari en loka- staðan gefur til kynna. Það skipt- ir máli hvoru liðinu tekst betur að ráða við spennustigið í leiknum.“ Búist er við að nýtt aðsóknar- met verði sett á leiknum en von er á gríðarlegum fjölda af stuðn- ingsmönnum Selfoss. Sérstakar rútuferðir ferja stuðningsmenn liðsins á Laugardalsvöll í dag. Rútuferðir að sunnan „Stemmingin er bara mjög góð, bærinn og eiginlega bara allt Suðurlandið bíður eftir því að koma á Laugardalsvöll og styðja okkur. Það er gaman að brjóta blað í sögu félagsins með því að komast í úrslit og að gera það með margar uppaldar stúlk- ur. Það gerir þetta sérstakara og það styðja allir í nágrenninu við liðið. Það verða rútuferðir frá Sel- fossi og það mun vonandi hjálpa okkur að fá tólfta manninn með okkur í lið,“ sagði Guðmunda. kristinnpall@365.is Allt Suðurlandið styður okkur Selfoss leikur í dag í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarnum. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss sigraði Stjörnuna en fyrirliði liðsins telur að það séu helmingslíkur hver ber sigur úr býtum í Laugardalnum. FÓTBOLTI Haukur Heiðar Hauksson, hægri bakvörður KR, var valinn í fyrsta sinn í íslenska landsliðið í gær fyrir leikinn gegn Tyrklandi þann 9. september næstkomandi. Haukur hefur verið einn besti hægri bak- vörður deildarinnar á tímabilinu og meðal bestu leikmanna KR en hann var gríðarlega sáttur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er náttúrulega mjög ánægður með þetta, markmið mitt á þessu tímabili var meðal annars að ná að spila mig inn í landsliðshópinn og ég er bara ánægður með að þessi draumur er að rætast. Ég á einhverja leiki að baki með yngri landsliðunum en það var alltaf draumurinn að ná að komast í A-landsliðið. Ég hef ekkert farið í felur með það að mark- mið mitt hefur alltaf verið að komast í atvinnumennsku og í landsliðið,“ sagði Haukur, sem hafði heyrt að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgríms- son væru að fylgjast með honum. „Ég heyrði það frá vissum aðilum að hann hefði verið að fylgjast með mér og það gaf mér aukinn kraft fyrir leikina sem ég hef verið að spila að undanförnu. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni.“ - kpt Markmiðið var að komast í landsliðið DRAUMUR AÐ RÆTAST Haukur verður í hóp gegn Tyrklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Leiknismenn eru svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni í fótbolta á næsta tímabili eftir markalaust jafntefli á móti Víkingi í Ólafsvík í gærkvöldi. Leiknir hefur aldrei áður spilað í efstu deild karla en liðið vantar nú aðeins eitt stig út úr síðustu þremur leikjum sínum til að gull- tryggja endanlega úrvalsdeildar- sætið. Í raun getur aðeins stærð- fræðin tekið Pepsi-deildarsætið af Leiknismönnum. Leiknir er með níu stiga for- skot á Víkinga og miklu betri markatölu þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum. Leiknir er með 19 mörk í plús en Víkingar aðeins með þrjú mörk í plús. - óój Leiknir með níu tær í Pepsi SÖGULEGT SUMAR Ólafur Hrannar Kristjánsson og félagar í Leiknisliðinu eru á leiðinni upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.