Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 26
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Mér finnst bara rosalega gaman að vinna í búð, ég er bara búðar- kona. Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir Svona er hann, alltaf í símanum,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdótt-ir með bros á vör og nikkar í átt til sambýlismanns síns, Alberts Þórs Magnússonar, er þau taka á móti blaðamanni á skrifstofu Lin- dex í Smáralindinni. Skrifstofan er reynd- ar í heimilislegri kantinum, með stóru leik- og sjónvarpsherbergi, setustofu og rúmgóðu eldhúsi. Þau viðurkenna að skrif- stofan er þeirra annað heimili. Það eru rúm fjögur ár síðan þau Albert og Lóa fengu hugmyndina að því að opna útibú frá sænsku verslanakeðjunni Lindex á Íslandi. Keðjan er einn helsti samkeppn- isaðili Hennes og Maur itz og vel þekkt í Skandinavíu en hún fagnar 60 ára afmæli á árinu. Ævintýrið byrjaði við eldhúsborð- ið heima en nú reka þau þrjár verslanir, tvær á höfuðborgarsvæðinu og svo eru þau nýkomin að norðan þar sem Akureyr- ingar tók vel á móti þriðju búðinni. Albert og Lóa hafa verið saman í 16 ár og eiga þrjú börn, þau Daníel Victor, Magnús Val og Önnu Sóleyju. Fjölskyld- an er samheldin, en með dyggri aðstoð frá móður Lóu, Önnu, og föður Alberts, Magnúsi, sameina þau fjölskyldulífið og erilsama vinnudaga. Vendi kvæði sínu í kross Albert er frá Reykjavík en bjó í nokk- ur ár með fjölskyldu sinni í Bandaríkj- unum. „Þegar ég kom heim 12 ára fannst mér ég vera mjög amerískur og margir höfðu orð á því. Ég var smá öðru vísi,“ segir Albert sem stundaði nám í Verslun- arskólanum og síðar lá leiðin í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands. Hann byrjaði ungur að vinna hjá Vífilfelli og tók þar við sinni fyrstu stjórnunarstöðu 18 ára gam- all. Hann segist alltaf hafa haft gaman af því að vinna. „Þegar vinir mínir voru að fara út að skemmta sér komst ég sjaldan með, ég var alltaf að vinna. Sem var bara fínt enda fannst mér það gaman.“ Síðar stofnaði Albert byggingarfyrir- tæki með föður sínum en þar fékk hann smjörþefinn af viðskiptaheiminum. Þá gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Atlantsolíu um hríð en ákvað svo skyndi- lega að venda kvæði sínu í kross og fara í framhaldsnám í viðskiptafræði í Svíþjóð. „Margir voru undrandi á þessari ákvörðun okkar að rífa fjölskylduna upp enda höfðum við það mjög gott hér. Okkar langaði hins vegar bæði að prófa að búa í útlöndum og ég sá það í hillingum að sitja undir tré með bók og slaka aðeins á.“ Hlutirnir æxluðust samt ekki alveg eins og búið var að plana, enda segja þau það vera rauðan þráð í lífi sínu, ævintýrin virðast öðlast sitt eigið líf. „Í fyrsta tím- anum leit kennarinn yfir hópinn og sagði að hann væri mjög ánægður með breidd- ina í bekknum. Allir ættu heima í þessu námi nema einn nemandi, og benti á mig. Svo hélt hann áfram með tímann og ég sat eftir steinhissa og eiginlega pínu móðgaður. Eftir tímann kallaði hann á mig og ég spurði strax hvort hann gerði sér grein fyrir því að ég og fjölskyldan hefðum fórnað miklu til að vera hérna. Kennarinn fór að skellihlæja og sagði mig misskilja sig. Hann sagði að ég væri með of mikla reynslu til að vera nemandi og bauð mér kennarastöðu við háskólann,“ segir Albert hlæjandi og Lóa tekur undir. „Þetta er mjög lýsandi fyrir Albert, hann tekur allt alla leið. Alger fullkomnunar- sinni og ég er meira svona slumpari. Við eigum vel saman.“ Alltaf á fullu Sjálf er Lóa sveitastelpa í húð og hár, ólst upp í Flóanum þar sem hún lærði að taka til hendinni. „Mamma og pabbi eru bæði mjög dugleg og ég man ekki eftir þeim öðru vísi en að vera að vinna. Ég var mjög ung farin að hjálpa til við húsverkin og mér fannst ég alltaf mjög mikilvæg. Þannig er ég í dag, mér finnst gaman að hafa einhver verkefni, eitthvað fyrir stafni. Á erfitt með að sitja auðum höndum og við eigum það sameiginlegt, hjónin,“ segir Lóa. Er það ekki lykillinn að velgengninni? „Jú, ætli það ekki. Við erum stöðugt að hugsa um hvað við getum gert næst.“ Hugmyndin að Lindex fæddist við eld- húsborðið í Halmstad. Lóa uppgötvaði nýjan heim þegar hún flutti til Svíþjóðar með eldri strákana tvo, í fæðingarorlofi með þann yngri. „Allt þetta vöruúrval, sérstaklega af barnafötum og á viðráð- anlegu verði. Þegar ég var kynnt fyrir Lindex var ég strax alveg yfir mig hrifin og hugsaði með mér að þetta yrði ég að kynna fyrir mömmunum heima,“ segir Lóa sem stofnaði í kjölfarið barnafata- verslun á Facebook undir nafninu Emil og Lína. Umgjörðin var eins lítil og hugs- að getur enda hún eini starfsmaðurinn, lagerinn lítill og myndirnar af fötunum teknar inni í stofu. Viðtökurnar létu ekki sér standa. „Einn daginn þegar ég kom heim úr vinnunni blasti við mér eldhúsborð þakið innkaupapokum og pökkum, á horninu sat Lóa með fartölvuna að pikka inn pantanir á meðan hún gaf brjóst og þegar ég kom ýtti hún tölvunni frá sér og sagði: „Nei, nú vil ég ekki taka við fleiri pöntunum, þetta er of mikið.“ Þá hugsaði ég, nú verð ég að bretta upp ermar og hjálpa til,“ rifj- ar Albert upp. „Ég var í fæðingarorlofi og ætlaði að njóta lífsins í Svíþjóð með strákunum. Baka pönnukökur og hafa alltaf heima- lagaðan mat. Ég var búin að vera í námi á Íslandi og að vinna hjá Innovit og hrað- inn var mikill. Þess vegna ætluðum við að vera mjög slök í Svíþjóð og njóta okkar sem fjölskylda. Svo uppgötvuðum við þar að við erum ekki þessari týpur. Við erum alltaf á fullu og njótum okkar best þannig.“ Með búð í bílnum Eftirspurnin eftir barnafatnaðinum frá litlu versluninni á Facebook var mikil og þegar þau komu heim um sumarið í frí ákvað Lóa að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heimakynningar. „Ég sendi smá lager heim og við keyrðum hringinn í kringum landið í kynningar. Það var brjálað að gera og þetta var hörkuvinna. Við fylltum skottið af fötum og slám úr Ikea sem maður þurfti að skrúfa saman,“ rifjar Lóa upp hálfhlæjandi. Þau komu síðan upp lítilli verslun í bíl- skúr á Selfossi og þar ákváðu þau að taka hugmyndina skrefi lengra, opna alvöru verslun í samstarfi við Lindex. Í dag eru fjögur ár síðan ævintýrið byrjaði og þau óraði aldrei fyrir þeim góðu móttökum sem síðar urðu raunin. Lindex var opnuð í nóvember 2011 og var stærsta opnun í sögu sænska fyrir- tækisins staðreynd. Örtröð myndaðist í Smáralindinni á opnunardeginum, hleypa þurfti viðskiptavinum inn í hollum og lag- erinn tæmdist. Loka þurfti búðinni í tæpa viku til að fylla á og ráða fleira fólk til starfa. „Við gátum ekki ímyndað okkur þetta, ekki í okkar villtustu draumum. Þetta var algerlega langt fyrir ofan okkar vænting- ar. Svíarnir voru orðlausir og í dag eru þeir smám saman að fatta að Íslendingar eru ekki sambærilegir við aðrar þjóðir. Við séum einstök hvað þetta varðar. Við eigum mjög gott samstarf við þau úti,“ segir Albert. Hann eyðir meiri tíma á skrifstofunni við utanumhald á meðan Lóa flakkar á milli búðanna. „Mér finnst bara rosalega gaman að vinna í búð, ég er bara búðarkona. Að vera með fötin í höndunum, fá að stilla út, hitta viðskiptavinina og leysa vandamál. Þar nýt ég mín best og fæ bestu tilfinn- inguna fyrir því hvað er í gangi. Ég dvel langminnst á skrifstofunni,“ segir Lóa. Bjuggu á lagernum Fyrsta árið eftir að Lindex var opnuð var fjölskyldan búsett á Selfossi, svo það var dágóður spotti að keyra á milli. Á Þorláksmessunótt 2011 voru þau hjón- in á leiðinni á Selfoss með elsta dreng- inn sinn í blindbyl, á tveimur bílum sem voru fullir af jólagjöfum og mat. Þeirra fyrsta jólatörn í búðinni að baki, Lóa dauðþreytt og keyrði út af á Hellis- heiðinni. „Ég horfði á eftir henni með Daníel keyra út í skafl og það var vendi- punkturinn fyrir okkur. Við ákváðum að þetta gengi ekki lengur, til þess að þetta gengi upp yrðum við að flytja í bæinn. Við fundum húsnæði sem var ekki til- búið strax svo í einn mánuð í millibils- BYRJUÐU Í BÍLSKÚR Á SELFOSSI Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir hafa á fáum árum byggt upp eina farsælustu fatakeðju lands- ins. Hugmyndina fengu þau í bílskúr á Selfossi, grunlaus um móttökurnar, sem voru framar þeirra björtustu vonum. GÆÐASTUNDIR Þau Albert og Lóa leggja mikla áherslu á að sameina fjölskylduna og vinnuna enda eru þau bæði vinnu- hestar sem er lykillinn að velgengni verslunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● 32.000 viðskiptavinir heimsóttu Lindex fyrstu tvær vikurnar á Akureyri ● Við opnun í Smáralind seldi einn kassi meira en söluhæsta verslunin í Ósló ● Heildarflatarmál sem Lindex á Íslandi starfar á eru um 2.600 m2 ● Starfsmenn áttu upphaflega að vera 10 til 12 en eru nú yfir 90 ● Lindex hefur séð 2.200 börnum fyrir skólagögn- um í Búrkína Fasó skv.skýrslu UNICEF ● Lindex Iceland Facebook-síðan er með tæplega 50.000 aðdáendur ● Lindex á Íslandi hefur haldið óbreyttu verði frá upphafi og er hluti af neysluvísitölu Hagstof- unnar ● Lindex hefur stutt baráttuna gegn brjósta- krabbameini Lindex í tölum ástandi bjuggum við í alvörunni á lag- ernum okkar í Kópavogi. Áttu að vera bara nokkrir dagar en dróst á langinn,“ rifjar Albert upp og Lóa hristir hausinn. „Það var nú meira ruglið. Ég var nýorð- in ólétt af Önnu Sóleyju og ekki í mínu besta formi. Þannig að það var fljótt sem við áttuðum okkur á því að það gengi ekki upp.“ Lágt verð aðalmálið Það sem hefur einna helst vakið athygli og ánægju meðal viðskiptavina hérlendis er lágt vöruverð, þau fá oft athugasemd- ir frá viðskiptavinum sem segja þetta vera eins og að koma til útlanda. „Við erum með góða samninga við Lindex úti þar sem okkar helsta mark- mið hefur alltaf verið að halda verðinu lágu. Það er partur af upplifuninni og því sem ég heillaðist af úti í Svíþjóð. Að geta keypt gæðaföt á fjölskylduna á lágu verði. Það hefur ekki hvarflað að okkur að hækka verðið bara af því að við getum það,“ segir Lóa og Albert kinkar kolli. Verkefnalisti hjónanna tæmist seint en næst á dagskrá er að opna fjórðu búð- ina, nærfataverslun Lindex í Kringlunni, eftir rúman mánuð. Einnig eru þau að taka á móti nýrri línu sem fatahönnuð- urinn heimsfrægi, Jean Paul Gaultier, hannaði fyrir Lindex og kemur í versl- anir hér á landi 8. október. En er ekkert frí í kortunum? „Við erum byrjuð að plana fjöl- skyldufrí eftir áramót. Við erum ekkert sérstaklega góð í að fara í frí og ef ég þekki okkur rétt verðum við með vinn- una bak við eyrað. Þrátt fyrir að vera miklir vinnuhestar þá eyðum við mikl- um tíma saman, fjölskyldan, við höfum fundið leið til að sameina vinnuna og gæðastundir með fjölskyldunni. Það var alltaf planið,“ segir Albert að lokum. Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.