Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 4
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
40 DAGA
tók að ná fé af fj alli í Fremri-
Gufudal á Vestfj örðum síðasta
haust.
18 prósent
alls makríls í Norðaustur-
Atlantshafi mældist innan
íslenskrar efnahagslögsögu í
nýafstöðnum leiðangri.
125 ÞÚSUND
farþega fl utti Strætó bs.
á tveimur dögum.
11 þúsund fýlar,
tæplega, voru veiddir á Íslandi árið 2000.
STJÓRNSÝSLA Bæjarfulltrúum
Kópavogsbæjar var boðið á tón-
leika Justins Timberlakes ásamt
mökum en Sena sendi frímiða á
bæjarskrifstofurnar.
Ármann Kr. Ólafsson bæjar-
stjóri sendi sjálfur tölvupóst á bæj-
arfulltrúana og sagði frá boðsmið-
unum. Fréttablaðið óskaði í gær
eftir upplýsingum um það hverjir
fengu frímiðana og hversu marga
frímiða hver og einn fékk til ráða-
stöfunar. Upplýsingafulltrúi bæj-
arins segir bæjarstjórann í fríi og
að þessum spurningum verði því
ekki svarað fyrr en eftir helgi.
Sigurjón Jónsson, varabæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
lagði fram fyrirspurn um sama
efni á bæjarráðsfundi á miðviku-
dag. Hann vill vita hvaða fulltrúar
og stjórnendur hjá bænum fengu
ókeypis miða.
„Sjálfur hafði ég
mikinn áhuga á því að
upplifa húsið og mæta
á tónleikana þar sem
ég sit í stjórn mark-
aðsstofu Kópavogs
en mér var tjáð að
ekki væru miðar í
boði fyrir varabæjar-
fulltrúa. Í framhaldi
af því fór ég að hugsa
út það í hvort eðlilegt
væri að Sena byði bæj-
arfulltrúum og stjórn-
endum bæjarins á tón-
leikana þar sem þeir
væru viðskiptamenn
bæjarins,“ segir Sigur-
jón og vitnar í gildandi
siðareglur bæjarins.
„Óheimilt er að
þiggja gjafir, fríðindi eða önnur
hlunnindi frá viðskiptamönnum
eða þeim sem leita eftir þjón-
ustu Kópavogsbæjar ef líta
má á það sem endurgreiðslu
fyrir greiða eða sérstaka
þjónustu,“ les Sigurjón upp
úr siðareglunum, sem hann
kveður ná jafnt til bæj-
arfulltrúa sem stjórn-
enda bæjarins.
„Svona hlutir þurfa
að vera á hreinu ef
Kórinn á að vera not-
aður til framtíðar í þessum
tilgangi,“ bætir Sigurjón
við. „Það hefði verið eðli-
legra að Kópavogsbær hefði
keypt miða ef vilji var til að
bjóða bæjarfulltrúum á Tim-
berlake því hitt setur okkur í
erfiða stöðu þegar Sena kemur að
borðinu með næstu tónleika.“
Sigurjón vill einnig upplýsingar
um tekjur og kostnað Kópavogs-
bæjar af tónleikahaldinu. „Það
sem er kannski alvarlegast í þessu
er ef Kórinn er leigður á einhverju
undirverði og menn eru á sama
tíma að þiggja gjafir.“
Björn Sigurðsson hjá Senu segir
fyrirtækið ekki veita upplýsingar
um boðsmiða. gar@frettabladid.is
Bæjarfulltrúar fengu
frímiða á Timberlake
Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa
verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Tim-
berlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi.
SIGURJÓN JÓNSSON Fékk ekki boðsmiða á Timberlake og fór þá að hugsa um hvort
eðlilegt væri að bæjarfulltrúar þæðu frímiða frá Senu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ekki voru miðar í
boði fyrir varabæjar-
fulltrúa var mér tjáð.“
Sigurjón Jónsson,
varabæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins.
41 prósent
er samdráttur hagnaðar af rekstri
álversins á Grundartanga milli ára.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA
897-2896 OG Á WWW.BAKLEIKFIMI.IS
Hefst 3. september
Fjörugir tímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
Mánudaga kl. 17.45 og miðvikudaga kl. 18.15 í Grensáslaug
AQUA FITNESS
REYKJAVÍKURBORG „Mikilvægt
er að stjórnkerfi borgarinnar sé
ekki blásið út í þeim tilgangi að
skapa stöður fyrir stjórnmála-
menn,“ segir í bókun borgarráðs-
fulltrúa Sjálfstæðisflokks sem
gagnrýna stofnun stjórnkerfis-
og lýðræðisráðs. Borgarfulltrúi
Pírata er formaður ráðsins sem
sjálfstæðismenn segja hafa óljós
verkefni. Þeir óska eftir upplýs-
ingum um kostnað við stofnun
ráðsins og rekstrarkostnað þess.
- gar
Nýtt ráð í borginni gagnrýnt:
Telja stjórnkerfi
vera að blása út
HALLDÓR AUÐAR SVANSSON
Formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.
NÁTTÚRA Frjótölur grasa hafa
mælst lágar í Garðabæ og á
Akureyri að undanförnu. Gras-
frjó fara síðast af stað og eru
lengst í lofti.
Að því er kemur fram á vef
Náttúrufræðistofnunar Íslands
hefur áhættumat verið lækkað
og eru því litlar líkur á því að
ofnæmissjúklingar sýni einkenni
við ofnæmisvöldum. Því má segja
að aðalgrastíminn sé að baki.
Grasfrjó hafa mælst nánast
samfellt í Garðabæ síðan í byrjun
júní og aðeins voru tveir dagar
þar sem engin grasfrjó mæld-
ust. Svipaða sögu er að segja frá
Akureyri. Þrátt fyrir að aðalfrjó-
tími grasa sé að baki munu frjó-
mælingar standa út september
eins og venjan er. - fb
Lágar tölur í Garðabæ:
Frjótíma grasa
lýkur senn
NEYTENDUR Á mánudaginn
tekur gildi breytt verðskrá fyrir
nokkrar af áskriftarstöðvum 365
miðla. Í fréttatilkynningu segir
að hækkunin sé tilkomin vegna
aukins kostnaðar, meðal annars
vegna kjarasamningshækkana og
dagskrárefnis. Áhrif verðbreyt-
inganna leiða til 1,4% hækkunar
á meðalreikningi viðskiptavina
365 en til samanburðar hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
2,4% liðna 12 mánuði. Skemmti-
pakkinn og Stóri pakkinn hækka
um 500 kr. og hækkun verður
jafnframt á stökum stöðvum. Sjá
nánar á Stod2.is. - aó
Bregðast við meiri kostnaði:
Breytt verðskrá
FRÉTTIRNAR ALLTAF ÓKEYPIS Fréttir
Stöðvar 2 verða áfram í opinni dagskrá.
23.08.2013 ➜ 29.08.2013
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
HVASSVIÐRI EÐA STORMUR Á MORGUN og hvessir SV-til strax í kvöld. Talsverð
úrkoma um mest allt land á morgun en einna mest SA-til. Dregur úr vindi annað kvöld
SV-lands. Milt í veðri, 10-20 stig í dag en 8-15 stig á morgun.
12°
4
m/s
11°
3
m/s
12°
3
m/s
13°
4
m/s
10-25 m/s
5-14 m/s
Gildistími korta er um hádegi
25°
33°
15°
23°
23°
17°
22°
19°
19°
26°
19°
33°
30°
29°
27°
22°
18°
22°
12°
5
m/s
13°
4
m/s
14°
3
m/s
13°
7
m/s
17°
4
m/s
14°
5
m/s
9°
6
m/s
13°
11°
11°
11°
12°
12°
13°
14°
14°
12°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MÁNUDAGUR
Á MORGUN
VIÐSKIPTI Landsvirkjun hagnað-
ist um 34,5 milljónir dala, jafn-
virði fjögurra milljarða króna,
á fyrstu sex mánuðum ársins.
Fyrirtækið tapaði 6,3 millj-
örðum króna á sama tímabili í
fyrra.
Samkvæmt árshlutareikningi
Landsvirkjunar, sem fyrirtækið
birti í gær, lækkuðu nettóskuldir
þess um 6,2 milljarða króna á
tímabilinu.
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir í afkomu-
tilkynningu að rekstur fyrirtæk-
isins hafi gengið vel á tímabilinu
þrátt fyrir raforkuskerðingar
sem Landsvirkjun þurfti að ráð-
ast í vegna slakrar vatnsstöðu í
miðlunarlónum.
- hg
Landsvirkjun birtir uppgjör:
Hagnaður upp
á fjóra milljarða