Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 4
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 40 DAGA tók að ná fé af fj alli í Fremri- Gufudal á Vestfj örðum síðasta haust. 18 prósent alls makríls í Norðaustur- Atlantshafi mældist innan íslenskrar efnahagslögsögu í nýafstöðnum leiðangri. 125 ÞÚSUND farþega fl utti Strætó bs. á tveimur dögum. 11 þúsund fýlar, tæplega, voru veiddir á Íslandi árið 2000. STJÓRNSÝSLA Bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar var boðið á tón- leika Justins Timberlakes ásamt mökum en Sena sendi frímiða á bæjarskrifstofurnar. Ármann Kr. Ólafsson bæjar- stjóri sendi sjálfur tölvupóst á bæj- arfulltrúana og sagði frá boðsmið- unum. Fréttablaðið óskaði í gær eftir upplýsingum um það hverjir fengu frímiðana og hversu marga frímiða hver og einn fékk til ráða- stöfunar. Upplýsingafulltrúi bæj- arins segir bæjarstjórann í fríi og að þessum spurningum verði því ekki svarað fyrr en eftir helgi. Sigurjón Jónsson, varabæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram fyrirspurn um sama efni á bæjarráðsfundi á miðviku- dag. Hann vill vita hvaða fulltrúar og stjórnendur hjá bænum fengu ókeypis miða. „Sjálfur hafði ég mikinn áhuga á því að upplifa húsið og mæta á tónleikana þar sem ég sit í stjórn mark- aðsstofu Kópavogs en mér var tjáð að ekki væru miðar í boði fyrir varabæjar- fulltrúa. Í framhaldi af því fór ég að hugsa út það í hvort eðlilegt væri að Sena byði bæj- arfulltrúum og stjórn- endum bæjarins á tón- leikana þar sem þeir væru viðskiptamenn bæjarins,“ segir Sigur- jón og vitnar í gildandi siðareglur bæjarins. „Óheimilt er að þiggja gjafir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim sem leita eftir þjón- ustu Kópavogsbæjar ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu,“ les Sigurjón upp úr siðareglunum, sem hann kveður ná jafnt til bæj- arfulltrúa sem stjórn- enda bæjarins. „Svona hlutir þurfa að vera á hreinu ef Kórinn á að vera not- aður til framtíðar í þessum tilgangi,“ bætir Sigurjón við. „Það hefði verið eðli- legra að Kópavogsbær hefði keypt miða ef vilji var til að bjóða bæjarfulltrúum á Tim- berlake því hitt setur okkur í erfiða stöðu þegar Sena kemur að borðinu með næstu tónleika.“ Sigurjón vill einnig upplýsingar um tekjur og kostnað Kópavogs- bæjar af tónleikahaldinu. „Það sem er kannski alvarlegast í þessu er ef Kórinn er leigður á einhverju undirverði og menn eru á sama tíma að þiggja gjafir.“ Björn Sigurðsson hjá Senu segir fyrirtækið ekki veita upplýsingar um boðsmiða. gar@frettabladid.is Bæjarfulltrúar fengu frímiða á Timberlake Varabæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi telur að siðareglur kunni að hafa verið brotnar er bæjarfulltrúar og makar fengu boðsmiða á tónleika Justins Tim- berlake. Hann bað sjálfur um miða en fékk ekki. Bæjarstjórinn svarar eftir helgi. SIGURJÓN JÓNSSON Fékk ekki boðsmiða á Timberlake og fór þá að hugsa um hvort eðlilegt væri að bæjarfulltrúar þæðu frímiða frá Senu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ekki voru miðar í boði fyrir varabæjar- fulltrúa var mér tjáð.“ Sigurjón Jónsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. 41 prósent er samdráttur hagnaðar af rekstri álversins á Grundartanga milli ára. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á WWW.BAKLEIKFIMI.IS Hefst 3. september Fjörugir tímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Mánudaga kl. 17.45 og miðvikudaga kl. 18.15 í Grensáslaug AQUA FITNESS REYKJAVÍKURBORG „Mikilvægt er að stjórnkerfi borgarinnar sé ekki blásið út í þeim tilgangi að skapa stöður fyrir stjórnmála- menn,“ segir í bókun borgarráðs- fulltrúa Sjálfstæðisflokks sem gagnrýna stofnun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Borgarfulltrúi Pírata er formaður ráðsins sem sjálfstæðismenn segja hafa óljós verkefni. Þeir óska eftir upplýs- ingum um kostnað við stofnun ráðsins og rekstrarkostnað þess. - gar Nýtt ráð í borginni gagnrýnt: Telja stjórnkerfi vera að blása út HALLDÓR AUÐAR SVANSSON Formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. NÁTTÚRA Frjótölur grasa hafa mælst lágar í Garðabæ og á Akureyri að undanförnu. Gras- frjó fara síðast af stað og eru lengst í lofti. Að því er kemur fram á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur áhættumat verið lækkað og eru því litlar líkur á því að ofnæmissjúklingar sýni einkenni við ofnæmisvöldum. Því má segja að aðalgrastíminn sé að baki. Grasfrjó hafa mælst nánast samfellt í Garðabæ síðan í byrjun júní og aðeins voru tveir dagar þar sem engin grasfrjó mæld- ust. Svipaða sögu er að segja frá Akureyri. Þrátt fyrir að aðalfrjó- tími grasa sé að baki munu frjó- mælingar standa út september eins og venjan er. - fb Lágar tölur í Garðabæ: Frjótíma grasa lýkur senn NEYTENDUR Á mánudaginn tekur gildi breytt verðskrá fyrir nokkrar af áskriftarstöðvum 365 miðla. Í fréttatilkynningu segir að hækkunin sé tilkomin vegna aukins kostnaðar, meðal annars vegna kjarasamningshækkana og dagskrárefnis. Áhrif verðbreyt- inganna leiða til 1,4% hækkunar á meðalreikningi viðskiptavina 365 en til samanburðar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,4% liðna 12 mánuði. Skemmti- pakkinn og Stóri pakkinn hækka um 500 kr. og hækkun verður jafnframt á stökum stöðvum. Sjá nánar á Stod2.is. - aó Bregðast við meiri kostnaði: Breytt verðskrá FRÉTTIRNAR ALLTAF ÓKEYPIS Fréttir Stöðvar 2 verða áfram í opinni dagskrá. 23.08.2013 ➜ 29.08.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HVASSVIÐRI EÐA STORMUR Á MORGUN og hvessir SV-til strax í kvöld. Talsverð úrkoma um mest allt land á morgun en einna mest SA-til. Dregur úr vindi annað kvöld SV-lands. Milt í veðri, 10-20 stig í dag en 8-15 stig á morgun. 12° 4 m/s 11° 3 m/s 12° 3 m/s 13° 4 m/s 10-25 m/s 5-14 m/s Gildistími korta er um hádegi 25° 33° 15° 23° 23° 17° 22° 19° 19° 26° 19° 33° 30° 29° 27° 22° 18° 22° 12° 5 m/s 13° 4 m/s 14° 3 m/s 13° 7 m/s 17° 4 m/s 14° 5 m/s 9° 6 m/s 13° 11° 11° 11° 12° 12° 13° 14° 14° 12° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN VIÐSKIPTI Landsvirkjun hagnað- ist um 34,5 milljónir dala, jafn- virði fjögurra milljarða króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Fyrirtækið tapaði 6,3 millj- örðum króna á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt árshlutareikningi Landsvirkjunar, sem fyrirtækið birti í gær, lækkuðu nettóskuldir þess um 6,2 milljarða króna á tímabilinu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í afkomu- tilkynningu að rekstur fyrirtæk- isins hafi gengið vel á tímabilinu þrátt fyrir raforkuskerðingar sem Landsvirkjun þurfti að ráð- ast í vegna slakrar vatnsstöðu í miðlunarlónum. - hg Landsvirkjun birtir uppgjör: Hagnaður upp á fjóra milljarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.