Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 8
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
DAGRENNING Þegar dagur rann var eldgosinu í Holuhrauni lokið fyrir nokkru.
Gosið er með því allra minnsta sem heimildir eru til um á Íslandi. MYND/MARCONESCHER
Námskeiðið hefst 10. Sept 2013 í Árbæjarlaug.
Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00
í síma 557-6618 Stella, stella.gunnars@gmail.com
stella.gunnarsdottir@reykjavik.is
Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára
hefst Föstudaginn 20.Sept .Nk.
í Árbæjarlaug
2 s ember 2014 í Árbæjarlaug.
föst a i 19. s ember
VILT ÞÚ NÝTA VIÐBÓTAR-
LÍFEYRISSPARNAÐINN
TIL ÍBÚÐAKAUPA?
Þú getur notað viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn til að greiða inn
á höfuðstól húsnæðisláns eða til íbúðasparnaðar. Ef þú sækir
um fyrir 1. september nk. getur þú nýtt iðgjöld frá 1. júlí.
Skoðaðu kynningarmyndböndin á arionbanki.is og taktu
upplýsta ákvörðun fyrir næstu mánaðamót.
Sæktu um á rsk.is/leidretting
fyrir 1. september nk.
ASKÝRING | 8
JARÐHRÆRINGAR Í VATNAJÖKLI: ELDGOS Í HOLUHRAUNI
Jarðskjálftar
stæ
rri en 3,5
■ 11.18 Bera fer á skjálftaóróa á bilinu 1-1,5 HZ. Þetta bendir til mögulegs
samspils á milli íss og kviku. Óróanum svipar til þess sem mældist á
meðan gos var í Fimmvörðuhálsi þar sem flæðandi hraun komst í
snertingu við ís.
■ 12.00 Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu eykst hratt á tólfta tímanum.
■ 12.15 Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, fer í loftið með sérfræðinga
frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum
Almannavarna. Flogið er yfir Bárðarbungu, Dyngjujökul og Jökulsá á
Fjöllum í góðu skyggni.
■ 14.10 Tilkynnt um að lítið hraungos sé hafið undir Dyngjujökli. Flug yfir
Vatnajökul er bannað og litakóði fyrir flug færður úr appelsínugulu í rautt
■ 20.30 Mat vísindamanna er að eldgos sé ekki í gangi eftir flug TF-SIF yfir
jökulinn.
■ 08.00 Starfsmenn Vegagerðarinnar hefja vinnu við að verja brýr yfir
Jökulsá á Fjöllum.
■ 10.00 Vísindaráð Almannavarna kemur saman í húsakynnum Veður-
stofunnar.
■ 11.40 Veðurstofan ákveður að breyta litakóða fyrir flug úr rauðu niður í
appelsínugulan.
■ Gangurinn undir Dyngjujökli er talinn vera rúmlega 30 kílómetra langur.
■ 12.00 Almannavarnastig vegna jarðskjálftavirkni kringum Bárðarbungu er
lækkað úr neyðarstigi í hættustig. Lokanir í Jökulsárgljúfrum að Dettifossi
eru enn í gildi sem og lokanir á hálendinu norðan Vatnajökuls.
Laugardagur
Sunnudagur
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur
■ Berggangurinn nær 6-7
kílómetra norður af jöklinum.
■ Einn skjálfti, 5,1 stig, varð innan
Bárðarbunguöskjunnar.
■ Gangurinn undir Dyngjujökli um
35 kílómetra langur.
■ Um 300 milljónir rúmmetra af
kviku eru í ganginum.
■ Nóttin hefst á skjálfta upp á 5,3 í öskju Bárðarbungu.
■ 01.52 mældist skjálfti upp á 4,5 rétt austan við Öskju.
■ 02.50 varð aftur stór skjálfti í Bárðarbungu og mældist hann 5,2 að stærð.
■ Gangurinn nær tæpa 12 kílómetra norður úr sporði Dyngjujökuls.
■ Í flugi vísindamanna Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar yfir
Vatnajökul greinist röð sigkatla sem mynda 5 kílómetra línu suður af
Bárðarbungu. Talið að lítið gos hafi orðið undir jöklinum eins og talið var
á laugardag. Jökulbráðin talin hafa runnið til Grímsvatna.
■ Skjálfti upp á 5,0 stig og tveir
skjálftar, 4,1 og 4,0 að stærð,
mældir í Bárðarbungu.
■ Flestir aðrir skjálftar voru stað-
settir í nyrstu 10 kílómetrum
gangsins og fáeinir smáskjálftar í
grennd við Öskju.
■ Berggangurinn undir Dyngjujökli
hefur lengst um 1-1,5 kílómetra
til norðurs.
■ 00.02 Sprungugos hefst norður af Dyngjujökli, nyrst í Holuhrauni. Stað-
fest með myndum úr vefmyndavélum fjarskiptafyrirtækisins Mílu.
■ 00.30 Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð.
■ Skjálftavirkni á svæðinu en gosórói datt fljótlega niður og er vart merkjan-
legur.
■ 05.30 Jarðvísindamenn á vettvangi sjá að gosinu er lokið.
■ 08.30 Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, heldur í rannsóknarflug yfir
gossvæðið.
■ 11.00 Eldgosið hefur ekki lengur áhrif á flugumferð og skilgreindu svæði
sem takmarkar flugumferð er aflýst.
VIKAN Í HNOTSKURN
stað og nyrstu gígar Holuhrauns,
en hrauntungur runnu til beggja
átta og ná 100-200 metra út frá
gígunum. Flatarmál hraunsins er
aðeins um 0,1 ferkílómetri og magn
kviku sem kom upp um 0,4 milljón-
ir rúmmetra. Það setur atburðinn
í flokk minnstu eldgosa. Þá hefur
komið í ljós að gossprungan liggur
í miðju um eins kílómetra breiðs
sigdals sem myndast hefur undan-
farna daga norðan Dyngjujökuls
vegna framrásar gangsins í jarð-
skorpunni.
„Þetta eldgos breytir framvind-
unni ekkert. Sama ferlið heldur
áfram eins og verið hefur. Það
heldur áfram að gliðna og stórir
skjálftar mælast í Bárðarbungu.
Það sem þetta sýnir hins vegar er
að stutt er niður á kvikuna,“ segir
Magnús Tumi og nefnir til saman-
burðar að eldgosið undir Vatna-
jökli fyrr í vikunni, sem skildi eftir
sig þrjá sigkatla suður af Bárðar-
bungu, hafi verið tífalt stærra en
Holuhrauns gosið.
Spurður um líkindin við upp-
haf Kröfluelda bendir hann á að
aðstæður á gosstöðvunum nú og
þá séu ólíkar. „En þetta gos er
mjög líkt fyrsta gosinu í Kröflu-
eldum, það er mjög svipað. Það
hefur þó ekkert forspárgildi í
þessu samhengi,“ segir Magnús
Tumi.
Þetta eldgos breytir framvindunni
ekkert. Sama ferlið heldur áfram eins og
verið hefur. Það heldur áfram að gliðna og
stórir skjálftar mælast í Bárðarbungu.
Magnús Tumi Guðmundsson,
prófessor í jarðeðlisfræði
■ Berggangurinn um 40 kílómetra
langur.
■ 01:26 mældist skjálfti af stærð-
inni 5,7 í Bárðarbunguöskjunni.
■ Um 350 milljónir rúmmetra af
kviku eruu í ganginum
■ Nokkrar tilkynningar berast
frá Akureyri um að skjálfti hafi
fundist þar