Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 53
| ATVINNA |
Vélvirkjar-Vélstjórar-Rafsuðumenn
Við leitum af manni á þjónustu verkstæði okkar. Starið er
fjölbreytt og krefjandi, þjónusta, uppsetning frysti og
kælikerfa og viðhald á vélbúnaði í stór og smá frysti og
kælikerfi. Við leitum að vélvirkja, vélstjóra eða manni með
sambærilega reynslu.
Hæfniskröfur: Þarf að hafa þekkingu á vinnu við vélbúnað
Þarf að hafa reynslu af Tig suðu og Rafsuðu.
Þarf að hafa grunnþekkingu á rafmagnsvinnu
Þarf að geta unnið einn, eða með fleirum.
Þarf að vera tilbúin að vinna langa
vinnudaga í törnum.
Þarf að hafa góða þjónustulund .
Við leitum af framtíðar manni, æskilegt er að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Áhugasamir sendi
umsókn
á netfangið:
frysti@islandia.is
localsaladlocalsaladlocalsalad.is
Okkur vantar duglegt og skemmtilegt fólk með mikla þjónustu-
lund til starfa á veitingastöðum okkar í Borgartúni og Smáralind.
Við leitum að konum jafnt sem körlum sem vilja vinna hjá
framsæknu fyrirtæki í lifandi umhverfi.
VEITINGASTJÓRI – 100% starf í vaktavinnu
Umsækjandi þarf að vera eldri en 24 ára
STARFSFÓLK Í AFGREIÐSLU - 100% starf í vaktavinnu
Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára
STARFSMAÐUR Í ELDHÚS - helgarvinna
Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára og hafa
reynslu af eldhússtörfum
Sendu okkur umsókn ásamt ferilskrá á local@localsalad.is
Við hlökkum til að heyra frá þér.
VILT ÞÚ VINNA MEÐ OKKUR?
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
V
O
R
7
03
51
0
8/
14
VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.
Vörður leitar að tryggingaráðgjafa í einstaklingsþjónustu
til að sinna allri almennri þjónustu og ráðgjöf til
viðskiptavina félagsins.
STARFSSVIÐ
• Vátryggingaráðgjöf.
• Samskipti og þjónusta við viðskiptavini félagsins
á einstaklingssviði.
• Tilboðsgerð og sala til nýrra og núverandi viðskiptavina.
• Þátttaka í verkefna- og starfshópum innan fyrirtækisins.
• Önnur tilfallandi verkefni.
HÆFNISKRÖFUR
• Grunnmenntun nauðsynleg, æskilegt að viðkomandi hafi
framhaldsmenntun á sviði viðskipta, þjónustu
eða stjórnunar.
• Reynsla af sölu- og þjónustustarfi er æskileg.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði, þjónustulipurð og skipuleg vinnubrögð
eru skilyrði.
Vörður leitar að kerfisstjóra til að annast daglegan rekstur
upplýsingatæknikerfa og notendaþjónustu félagsins.
STARFSSVIÐ
• Rekstur netþjóna í VMware-umhverfi.
• Rekstur hugbúnaðarkerfa.
• Notendaþjónusta og uppsetning á búnaði.
• Umsjón með símkerfi og öðrum tækjabúnaði.
• Önnur tilfallandi verkefni.
HÆFNISKRÖFUR
• Menntun við hæfi og reynsla í rekstri Microsoft-tölvukerfa.
• Góð almenn tölvuþekking.
• Hæfni til að leysa vandamál og tileinka sér nýjungar.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði, þjónustulipurð og skipuleg vinnubrögð
eru skilyrði.
Vörður tryggingar hf. er alhliða vátryggingafélag í eigu BankNordik. Félagið hefur vaxið hratt á undanförnum árum og í dag starfa um
70 starfsmenn hjá félaginu. Vörður er áhugaverður vinnustaður fyrir fólk sem vill taka þátt í frekari uppbyggingu og vexti félagsins á
komandi árum. Hjá Verði er gildandi jafnréttisstefna sem stuðlar að því að einstaklingar njóti sömu launakjara og starfstækifæra óháð
kyni. Félagið hefur hlotið Jafnlaunavottun VR sem staðfestir það launajafnrétti sem ríkir hjá félaginu.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 12. SEPTEMBER NK.
Vinsamlega skilið umsóknum inn á vef félagsins www.vordur.is. Nánari upplýsingar um störfin gefa: Gunnar Sigurðsson,
forstöðumaður upplýsingatæknisviðs, gunnars@vordur.is og Harpa Víðisdóttir mannauðsstjóri, harpa@vordur.is.
VEISTU
HVAÐ ÞÚ VILT?
Vörður leitar að öflugum og þjónustulunduðum einstaklingum til að vinna í hópi metnaðarfullra
starfsmanna félagsins. Störf hjá félaginu eru bæði fjölbreytt og krefjandi.
TRYGGINGARÁÐGJAFI KERFISSTJÓRI
LAUGARDAGUR 30. ágúst 2014 9