Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 16
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR | HELGIN | 16 Höfuðstaður Norður-lands er með hátíð-arsvip þessa helgi því þar stendur yfir Akureyrarvaka. Hún hófst í gær með dag- skránni Rökkurró í Lystigarð- inum sem er einstaklega fal- legur í ár, eftir gott sumar. Við það tækifæri var vígður þar nýr Laufskáli með sviði sem kom að góðum notum í gærkveldi þegar Cuba Libre lék þar salsasveiflu. „Árið 1912 var það efst á óska- lista Lystigarðsfélagsins að fá lystihús í garðinn og nú hundrað og tveimur árum seinna er það orðið að veruleika,“ segir Matt- hildur Ásta Hauksdóttir, for- stöðumaður Lystigarðsins hlæj- andi. Katrín Káradóttir stendur fyrir tískuvökum í Menningarhúsinu Hofi síðdegis í dag. Fyrst undir heitinu Tískan í denn klukkan 16 og svo Tískan í dag klukkan 17. Fyrri sýningin er í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri og Iðnað- arsafnið og fleiri taka þátt, auk þess sem gestir eru hvattir til að mæta í fatnaði fyrri tíma. „Dans- félagið Vefarinn á marga fallega búninga og frá einni ætt hér fyrir norðan kemur hátíðabúningur og upphlutur. Einnig verður Minja- safnið með tvo skautbúninga sem verða skrautfjöður í fyrri sýn- ingunni. Á seinni sýningunni verða fjöl- breytt sýnishorn af tísku dags- ins í dag, að sögn Katrínar sem rekur verslunina Kistu í Menn- ingarhúsinu Hofi og leggur þar áherslu á íslenska hönnun. „Þetta er fatnaður frá Kronkron, Andreu, Utanum, Vík Prjónsdótt- ur og Varma. HELGIN Á THE KNIFE, sænsku raf- svetina sem tilkynnti komu sína á Iceland Airwaves nýverið en það verða þeirra síðustu tónleikar. Vinsæl lög með sveitinni eru Heartbeats og A Tooth for an Eye. Á MATARMARKAÐ BÚRS- INS í Hörpu um helgina þar sem verður fjölbreytt góðgæti fyrir sælkerann á boðstólum. Opið kl. 11-17 í dag og á morgun. Á ÞÁTTINN VEISTU HVER ÉG VAR? með Sigga Hlö sem hefur göngu sína á Stöð 2 eftir sumarfrí í kvöld kl. 20. Þáttastjórn- andinn lofar almennum hressleika og ýmsum nýjungum í sjónvarpssal í vetur. TEBÓKINA sem er skrifuð af tveimur eigendum Tefélags- ins, Árna Zophoniassyni og Ingibjörgu J. Friðbertsdóttur. Nú er aldeilis farið að kólna í lofti og því kjörið að prófa sig áfram í tedrykkju fyrir líkama og sál. Ari Eldjárn uppistandari Grínhátíð og Bárðarbunga „Um helgina kem ég þrisvar fram á grín hátíðinni í Lundi í Svíþjóð og ætla að reyna að sjá eins marga uppistandara og ég get á meðan ég er þar. Svo flýg ég aftur heim og sé vonandi Bárðarbungu í leiðinni.“ TÍSKAN Í DENN Matthildur Ásta og Katrín íklæddar fatnaði af Iðnaðarsafn- inu á Akureyri framan við nýja Laufskálann í Lystigarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Guðjón Davíð Karlsson leikari Fjölskyldustund í leik- húsinu „Ég ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni og kíkjum á opið hús í Borgarleikhúsinu á laugardaginn.“ Sigríður Eyrún Friðriks- dóttir, leik- og söngkona Hitta Línu Langsokk „Ég ætla að kíkja með stelpuna mína á opið hús í Borgarleik- húsinu þar sem við vonumst til að hitta Línu Langsokk. Svo er ég að skemmta hópi leik- skólakennara sem styrktu mig á Karolina Fund með því að kaupa einkatónleika.“ Hildur Sigrún Valsdóttir, fata- og búningahönnuður Helguð tveimur Helgum „Þessi helgi verður helguð tveimur Helgum. Önnur er að fara af landi brott og hin er ný- komin heim. Því mun ég halda teiti þeim til heiðurs, halda því næst niður í bæ og enda án efa með hamborgara.“ Tískan í denn og í dag Akureyrarvakan stendur sem hæst. Hún var sett í gær í hinum rómantíska Lystigarði sem var í sínum fegursta skrúða og ljósum skreyttur. Meðal atriða á dagskránni í dag eru tískuvökur í Hofi. „Við erum líkt og íslenski hestur- inn, vön krefjandi eða öllu heldur mjög örvandi umhverfi. Hæfileg blanda stuð- og fjörefnis kemur okkur síðan léttilega í gegn um þetta. Og hver veit nema við fáum okkur blund á súrefnistjald- svæðinu í Laugardal nóttina fyrir þessa törn,“ segir Jakob Frímann Magnússon. Hljómsveitin Stuðmenn ætlar að leggja Hörpu undir sig laugar- daginn 6. september er hún held- ur tvenna tónleika í Eldborgar- sal Hörpu. Þar ætlar sveitin að flétta saman sínum bestu lögum í kringum Tívolí, sem er önnur breiðskífa sveitarinnar og sú sem gat af sér kvikmyndina Með allt á hreinu sem sló svo eftirminni- lega í gegn. Ekki er nóg með að þau Ragn- hildur, Egill, Valgeir, Jakob, Tómas, Ásgeir, Eyþór og Guð- mundur ætli að vera á sviðinu frá 19.30 til miðnættis heldur ætla þau einnig að bjóða gestum tón- leikanna í eftirpartí. Sannkallað Stuðmannaball verður í beinu framhaldi af seinni tónleikunum í Silfurbergi en sveitin hefur ekki komið fullskipuð fram á dansleik síðan árið 2005. Bjóða tónleikagestum í eft irpartí í Hörpu Stuðmenn blása til tónleika í Eldborg í Hörpu þann 6. september en á eft ir er tónleikagestum boðið á alvöru Stuðmannaball í næsta sal þar sem gleði verður við völd fram eft ir nóttu. ➜ Stuðmenn spila lög af annarri breiðskífu sinni Tívolí þar sem má finna slagara á borð við Hr. Reykjavík og Bíólagið. Í STUÐI Þau Ragnhildur og Egill ætla að halda uppi stuðinu fram eftir nóttu í Hörpu eftir viku ásamt félögum sínum í Stuðmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Akureyringar fara í lautarferð í hverfinu sínu milli klukkan 11 og 13 í dag með teppi og eitthvað að narta í. Þar eiga þeir notalega stund með nágrönnunum. Þeir geta verið með skott- sölu, skiptimarkaði, gefið bækur, spilað tónlist, sagt brandara og farið í leiki. Aðalatriðið er að njóta góðrar samveru. Samkomustaðir eru: ● Hamarkotstún ● Túnið við Vættagils- brekkuna ● Kvenfélagsreiturinn við Áshlíð/Skarðshlíð ● Við Lundaskóla ● Eiðsvöllur ● Við Síðuskóla. ➜ Lautarferðir Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.