Fréttablaðið - 30.08.2014, Side 16
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR
| HELGIN | 16
Höfuðstaður Norður-lands er með hátíð-arsvip þessa helgi því þar stendur yfir Akureyrarvaka. Hún hófst í gær með dag-
skránni Rökkurró í Lystigarð-
inum sem er einstaklega fal-
legur í ár, eftir gott sumar. Við
það tækifæri var vígður þar nýr
Laufskáli með sviði sem kom að
góðum notum í gærkveldi þegar
Cuba Libre lék þar salsasveiflu.
„Árið 1912 var það efst á óska-
lista Lystigarðsfélagsins að fá
lystihús í garðinn og nú hundrað
og tveimur árum seinna er það
orðið að veruleika,“ segir Matt-
hildur Ásta Hauksdóttir, for-
stöðumaður Lystigarðsins hlæj-
andi.
Katrín Káradóttir stendur fyrir
tískuvökum í Menningarhúsinu
Hofi síðdegis í dag. Fyrst undir
heitinu Tískan í denn klukkan 16
og svo Tískan í dag klukkan 17.
Fyrri sýningin er í samstarfi við
Minjasafnið á Akureyri og Iðnað-
arsafnið og fleiri taka þátt, auk
þess sem gestir eru hvattir til að
mæta í fatnaði fyrri tíma. „Dans-
félagið Vefarinn á marga fallega
búninga og frá einni ætt hér fyrir
norðan kemur hátíðabúningur og
upphlutur. Einnig verður Minja-
safnið með tvo skautbúninga sem
verða skrautfjöður í fyrri sýn-
ingunni.
Á seinni sýningunni verða fjöl-
breytt sýnishorn af tísku dags-
ins í dag, að sögn Katrínar sem
rekur verslunina Kistu í Menn-
ingarhúsinu Hofi og leggur
þar áherslu á íslenska hönnun.
„Þetta er fatnaður frá Kronkron,
Andreu, Utanum, Vík Prjónsdótt-
ur og Varma.
HELGIN
Á THE KNIFE, sænsku raf-
svetina sem tilkynnti komu
sína á Iceland Airwaves
nýverið en það verða þeirra síðustu
tónleikar. Vinsæl lög með sveitinni
eru Heartbeats og A Tooth for an
Eye.
Á MATARMARKAÐ BÚRS-
INS í Hörpu um helgina þar
sem verður fjölbreytt góðgæti
fyrir sælkerann á boðstólum. Opið kl.
11-17 í dag og á morgun.
Á ÞÁTTINN VEISTU HVER
ÉG VAR? með Sigga Hlö sem
hefur göngu sína á Stöð 2 eftir
sumarfrí í kvöld kl. 20. Þáttastjórn-
andinn lofar almennum hressleika
og ýmsum nýjungum í sjónvarpssal
í vetur.
TEBÓKINA sem er skrifuð af
tveimur eigendum Tefélags-
ins, Árna Zophoniassyni og
Ingibjörgu J. Friðbertsdóttur. Nú er
aldeilis farið að kólna í lofti og því
kjörið að prófa sig áfram í tedrykkju
fyrir líkama og sál.
Ari Eldjárn uppistandari
Grínhátíð og Bárðarbunga
„Um helgina kem ég þrisvar fram á
grín hátíðinni í Lundi í Svíþjóð og ætla
að reyna að sjá eins marga uppistandara
og ég get á meðan ég er þar. Svo flýg ég
aftur heim og sé vonandi Bárðarbungu
í leiðinni.“
TÍSKAN Í DENN
Matthildur Ásta og Katrín
íklæddar fatnaði af Iðnaðarsafn-
inu á Akureyri framan við nýja
Laufskálann í Lystigarðinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Guðjón Davíð Karlsson
leikari
Fjölskyldustund í leik-
húsinu
„Ég ætla að njóta helgarinnar
með fjölskyldunni og kíkjum á
opið hús í Borgarleikhúsinu á
laugardaginn.“
Sigríður Eyrún Friðriks-
dóttir, leik- og söngkona
Hitta Línu Langsokk
„Ég ætla að kíkja með stelpuna
mína á opið hús í Borgarleik-
húsinu þar sem við vonumst
til að hitta Línu Langsokk. Svo
er ég að skemmta hópi leik-
skólakennara sem styrktu mig
á Karolina Fund með því að
kaupa einkatónleika.“
Hildur Sigrún Valsdóttir,
fata- og búningahönnuður
Helguð tveimur
Helgum
„Þessi helgi verður helguð
tveimur Helgum. Önnur er að
fara af landi brott og hin er ný-
komin heim. Því mun ég halda
teiti þeim til heiðurs, halda því
næst niður í bæ og enda án efa
með hamborgara.“
Tískan í denn og í dag
Akureyrarvakan stendur sem hæst. Hún var sett í gær í hinum rómantíska Lystigarði sem var í
sínum fegursta skrúða og ljósum skreyttur. Meðal atriða á dagskránni í dag eru tískuvökur í Hofi.
„Við erum líkt og íslenski hestur-
inn, vön krefjandi eða öllu heldur
mjög örvandi umhverfi. Hæfileg
blanda stuð- og fjörefnis kemur
okkur síðan léttilega í gegn um
þetta. Og hver veit nema við
fáum okkur blund á súrefnistjald-
svæðinu í Laugardal nóttina fyrir
þessa törn,“ segir Jakob Frímann
Magnússon.
Hljómsveitin Stuðmenn ætlar
að leggja Hörpu undir sig laugar-
daginn 6. september er hún held-
ur tvenna tónleika í Eldborgar-
sal Hörpu. Þar ætlar sveitin að
flétta saman sínum bestu lögum
í kringum Tívolí, sem er önnur
breiðskífa sveitarinnar og sú sem
gat af sér kvikmyndina Með allt
á hreinu sem sló svo eftirminni-
lega í gegn.
Ekki er nóg með að þau Ragn-
hildur, Egill, Valgeir, Jakob,
Tómas, Ásgeir, Eyþór og Guð-
mundur ætli að vera á sviðinu frá
19.30 til miðnættis heldur ætla
þau einnig að bjóða gestum tón-
leikanna í eftirpartí. Sannkallað
Stuðmannaball verður í beinu
framhaldi af seinni tónleikunum
í Silfurbergi en sveitin hefur ekki
komið fullskipuð fram á dansleik
síðan árið 2005.
Bjóða tónleikagestum í eft irpartí í Hörpu
Stuðmenn blása til tónleika í Eldborg í Hörpu þann 6. september en á eft ir er tónleikagestum boðið á
alvöru Stuðmannaball í næsta sal þar sem gleði verður við völd fram eft ir nóttu.
➜ Stuðmenn spila lög af
annarri breiðskífu sinni Tívolí
þar sem má finna slagara
á borð við Hr. Reykjavík
og Bíólagið.
Í STUÐI Þau Ragnhildur og Egill ætla að halda uppi stuðinu fram eftir nóttu í Hörpu
eftir viku ásamt félögum sínum í Stuðmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Akureyringar fara í
lautarferð í hverfinu sínu
milli klukkan 11 og 13 í
dag með teppi og eitthvað
að narta í.
Þar eiga þeir notalega
stund með nágrönnunum.
Þeir geta verið með skott-
sölu, skiptimarkaði, gefið
bækur, spilað tónlist, sagt
brandara og farið í leiki.
Aðalatriðið er að njóta
góðrar samveru.
Samkomustaðir eru:
● Hamarkotstún
● Túnið við Vættagils-
brekkuna
● Kvenfélagsreiturinn við
Áshlíð/Skarðshlíð
● Við Lundaskóla
● Eiðsvöllur
● Við Síðuskóla.
➜ Lautarferðir
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...