Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 96
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 52
HVAÐ? HVENÆR?
HVAR?
30. ÁGÚST 2014
Leiklist
19.00 Pétur Ármannsson og Brogan Davison, sem kalla sig DFM,
sýna nýtt sviðslistaverk um Steina-Petru. Margir Íslendingar
kannast við Petru, en hún kom á fót glæsilegu steinasafni á
Stöðvarfirði. Verkið er hluti af dagskrá hátíðarinnar Lókal í
Tjarnarbíói og hefst klukkan 19.00.
Tónlist
15.00 Á síðustu sumartónleikum veitingahússins Jómfrúarinnar
í ár kemur fram kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og
sænska gítarleikarans Hans Olding. Auk þeirra skipa hljómsveit-
ina þeir Richard G. Andersson á kontrabassa og Einar Scheving á
trommur. Þeir munu flytja fjölbreytt úrval þekktra djasslaga frá
ýmsum tímabilinum. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúar-
torginu. Þeir hefjast kl. 15 og er aðgangur ókeypis.
16.00 Agnar Már Magnússon, djasspíanisti ætlar að halda
einleikstónleika í Hannesarholti í tilefni af fertugsafmæli sínu.
Tónleikarnir verða á sjálfan afmælisdaginn 30. ágúst og hefjast
klukkan 16.00. Á efnisskránni verða að hluta til eigin verk, þekkt-
ir jazz standardar og spuni. Þetta eru fyrstu tónleikar Agnars í
Hannesarholti. Miðaverð er 2.000 krónur.
21.00 Iceland Airwaves leggur land undir fót, fimmta árið í
röð, með nokkrum eðalböndum og skellir sér á Græna hattinn
á Akureyri. Fram koma, VÖK, FUFANU, MAFAMA. Húsið opnar
klukkan 21.00, tónleikar hefjast klukkan 23.00 og það er FRÍTT
INN.
21.00 Magni Ásgeirs og félagar skemmta í Allanum á Siglufirði.
Aðgangseyrir er 2.500 krónur.
22.00 Hljómsvieitn LEAVES ætlar að koma fram á Dillon í kvöld
klukkan 22.00. Ætla að spila lög af sinni nýjustu plötu.
23.00 Ingvar Grétarsson og hljómsveit leika og syngja á Ob-La-
Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8 í kvöld klukkan 23.00. Aðgangur er
ókeypis.
23.00 Steindór Jonsson spilar diskó og skylda takta af vínyl- og
geislaplötum. DJ Dramb sér um upphitun á Húrra í kvöld. Frítt
inn.
Íþróttir
16.00 Borgunarbikarinn úrslitaleikur kvenna í fótbolta fer fram
í dag og þar mætast Stjarnan og Selfoss. Leikurinn fer fram á
Laugardalsvelli og hefst klukkan 16.00.
Uppákomur
16.00 Söfnunar- og minningarganga Kittýjar um Héðinsfjarðar-
göng. Kristbjörg Marteinsdóttir, Kittý, eins og hún var jafnan
kölluð, lést af völdum brjóstakrabbameins í lok árs 2009 eftir að
hafa barist við sjúkdóminn í sex ár.
Dansleikir
23.00 Hljómsveitin Á móti sól leikur á hinum árlega kjöt-
súpudansleik í Hvoli, Hvolsvelli, í kvöld. Kjötsúpa er kannski
ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar djamm er
annars vegar, en á Hvolsvelli hugsa menn greinilega langt út
fyrir boxið!
Sýningar
14.00 Á Akureyrarvöku í dag klukkan 14.00 opnar Gunnar Kr.
Jónasson sýninguna Formsins vegna í Populus tremula. Gunnar
er þekktur fyrir afar sterkt formskyn og kraftmikil verk, hvort
heldur þau eru tvívíð eða skúlptúrar. Að þessu sinni sýnir hann
nýjar akríl- og vatnslitamyndir unnar á pappír.
14.00 Í dag klukkan 14.00 á Akureyrarvöku opnar María Rut Dýr-
fjörð sýninguna , Eitthvað fallegt í Flóru á Akureyri.
16.00 Sýningin Votlönd verður opnuð í sýningarsal Norræna
hússins laugardaginn í dag klukkan 16.00. Að sýningunni stendur
hópur íslenskra og finnskra listakvenna sem áður hefur sýnt
bæði á Íslandi og í Finnlandi. Kveikjan að samstarfinu var áhugi
fyrir samtali um keramik á breiðum grundvelli og þróun fagsins
í báðum löndum.
Markaðir
11.00 Ljúfmetisverslunin Búrið býður fólk velkomið á sumar-
matarmarkað Búrsins helgina í Hörpunni. Opið frá 11-17 báða
dagana.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
31. ÁGÚST 2014
Sýningar
13.00 Í dag eru síðustu forvöð að skoða sýninguna Nesstofa – Hús og saga.
Sýningin hefur staðið í Nesstofu á Seltjarnarnesi frá því í júní. Opið er frá 13-17 á
laugardag og sunnudag, aðgangur ókeypis.
15.00 Sýningarstjóraspjall Margrétar Elísabetar á sýningunni Snertipunktar í
Listasafni Árnesinga, Hveragerði.
Kynningar
17.00 Andrea Jónsdóttir leikur og kynnir lög af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-
Da, Frakkastíg 8, í dag klukkan 17.00. Aðgangur er ókeypis.
Dansleikir
20.00 Dansað verður í Félagsheimili eldri borgara í Reykjavík í Stangarhyl 4 í
kvöld. Hljómsveitin Klassik leikur fyrir dansi. Félagar taki með sér gesti. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.800 en kr 1.500 gegn framvísun félagsskírteinis.
Listamannaspjall
15.00 Í dag klukkan 15.00 mun Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir ræða við gesti um
verk sín á sýningunni í Hafnarborg.
Markaðir
11.00 Ljúfmetisverslunin Búrið býður fólk velkomið á sumarmatarmarkað Búrsins
helgina í Hörpunni. Opið frá 11-17 báða dagana.
11.00 Roller Derby Ísland mun selja ýmsa skemmtilega muni í Kolaportinu í dag.
Tónlist
16.00 Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó-
leikari helga efnisskrá sína lögum og ljóðum frá öðrum tug tuttugustu aldar
þegar Halldór Laxness dvaldi í Bandaríkjunum og Kanada. Þær koma fram á
næstu stofutónleikum Gljúfrasteins í dag. Miðaverð er 1.500 krónur.
LAUGARDAGUR
SUNNUDAGUR
Íþróttafélagið Roller Derby
Ísland mun selja hitt og
þetta í Kolaportinu
næstkomandi sunnu-
dag á milli klukk-
an 11.00 og 17.00.
Salan er hugs-
uð til að fjár-
magna fyrsta
stórleik félags-
ins hér heima en
Roller Derby-lið
frá Frakklandi mun
koma til landsins til
að etja kappi við liðið.
Samkvæmt Facebook-síðu
sölunnar er Roller Derby, eða
hjólaskautarallí, „háhraða-
snerti íþrótt sem stund-
uð er á hjólaskautum
(ekki línuskautum),
og að stærstum
hluta af konum á
öllum aldri (þó
karladeildir/lið
séu nýlega farin
að spretta upp).“
Hægt verður að
styrkja félagið og
skrá sig á nýliðanám-
skeið í Kolaportinu á
sunnudaginn. - þij
Fjármagna
fyrsta leikinn
Íþróttafélagið Roller derby mun keppa sinn fyrsta
stórleik á heimavelli gegn frönsku liði á næstunni.
FYRSTI HEIMALEIKURINN Íslenska Roller Derby-liðið undirbýr sig af kappi.