Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 43
FERÐIR LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2014 Kynningarblað Jeppaleiðangrar um hálendi Ísla nds og suðu rsk aut s-ins eru ekki hluti af starfslýs- ingu margra Íslendinga. Starfs- menn íslenska fyrirtækisins Arctic Trucks, sem meðal annars sinna breytingum á stærri jeppum, prufu- keyra stundum tryllitækin sem þeir vinna að og enda oft í ævintýra- legum ferðalögum. Einn þeirra er Eyjólfur Már Teitsson, verkstæðis- formaður fyrirtækisins, en hann fór síðasta haust í jeppaferð innan- lands ásamt samstarfsmönnum til að prufukeyra nýjan AT44 6x6 Toyota Hilux-bíl. Nokkrum dögum síðar hélt hann á suðurskautið þar sem hann fylgdi eftir 19 ára gömlum Frakka, Parker Liautaud, sem gekk stystu leið frá strönd inn á pólinn. „Það var skemmtilegt verkefni að breyta jepp- anum og ferðalagið var mikið ævin- týri. Reyndar var þetta fjórða skiptið mitt á suðurpólnum en ferðalagið tók um einn og hálfan mánuð.“ Þriðja öxlinum var bætt við jepp- ann og er hann því á sex dekkjum. „Jeppinn er með 44 tommu dekkjum, drif á þeim öllum og með aukna burðargetu. Þetta er stærsta breyt- ingin sem við gerum á jeppum í dag en bíllinn er löglegur á götuna.“ Bræddu vatn Flogið var með jeppann frá Íslandi til Santiago í Síle og siglt þaðan til suðurhluta landsins, til borgarinnar Punta Arenas. Þaðan var flogið með jeppann yfir á Suðurskautslandið til Union Glacier þar sem eru bæki- stöðvar suðurpólsfara. „ Reyndar lentum við í níu daga seinkun en lentum loks á suðurskautinu kl. 5 um morguninn í 25 gráðu frosti. Þá tók við að standsetja bílinn sem við gerðum á tíu klukkustundum. Síðan var haldið í suðurátt að suðurpóln- um sem var í um 1.200 km fjarlægð. Ferðin tók okkur fjóra daga og á end- anum náðum við Ross-íshellunni. Þar hóf Parker Liautaud göngu sína ásamt leiðsögumanni. Við fylgdum þeim eftir í 19 daga en mesta frostið sem við lentum í var 38 gráður.“ Helsta verkefni Eyjólfs og sam- ferðamanna hans var að bræða vatn daglega sem nýtt var til drykkjar og í matargerð. Að öðru leyti höfðu þeir lítið annað fyrir stafni en að njóta út- sýnisins og endalausrar snjóbreið- unnar en bílnum var keyrt á göngu- hraða allan tímann. „Við þurftum að bræða ís til að eiga 15 lítra af vatni á hverjum degi. Vatnið var bæði notað til drykkjar og til matargerðar en á ferðalaginu lifðum við á frost- þurrkuðum mat.“ Fleiri Íslendingar Á leiðinni á pólinn sáu þeir félagar ekkert líf en á leiðinni til baka var öllu fjölmennara á íshellunni. „Við hittum annan hóp sem var á hrað- ferð yfir á tveimur bílum með fjóra menn, þar af einn Íslending. Síðan hittum við annan hóp sem í voru tveir Íslendingar en sá hópur var á leið niður á Ross-íshelluna með konu sem ætlaði að hjóla sömu leið og við vorum að fara.“ Eyjólfur hefur undanfarin fimm ár verið að heiman á aðventunni vegna vinnu en segist ætla að vera heima í ár. „Þetta er orðið fínt. Ég er búinn að lofa börnunum mínum að vera heima á næstu aðventu og tek því rólega í faðmi fjölskyldunnar.“ Verður loksins heima um jólin Nokkrir starfsmenn Arctic Trucks fá það skemmtilega verkefni að prufukeyra tryllitækin sem þeir stækka og breyta. Síðustu jól var Eyjólfur Már Teitsson verkstæðisformaður á suðurpólnum ásamt litlum hópi ævintýramanna. Ferðalagið tók einn og hálfan mánuð. Hinn 19 ára gamli Parker Liautaud skíðar í átt að suður- pólnum ásamt leiðsögumanni. Eyjólfur og félagar fylgja eftir. Þennan daginn fór hópurinn 28 kílómetra. 30 gráðu frost var á suðurpólnum þegar Eyjólfur og félagar náðu leiðarenda.Eyjólfur Már Teitsson og félagar komust á suðurpólinn 26. desember. Á leið frá Union Glacier tók við 100 km skaflasvæði. Það tók tæplega þrjá daga að fara yfir á 8 km hraða á klukkustund. MYND/ÚR EINKASAFNI FLJÚGÐU Á BÓ OG BUBBA BÓKAÐU ÁÐUR EN ALLT SELST UPPHOFI Á AKUREYRI LAUGARDAGINN 13. SEPTEMBER FLUG OG MIÐI Á TÓNLEIKANA Á AÐEINS 30.500 KR. Á MANN. Flugfélag Íslands mælir með því að skjótast norður á glæsilega tónleika í Hofi og sjá tvo af risum íslenskrar tónlistarsögu leiða saman hljóðnema sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.