Fréttablaðið - 30.08.2014, Page 43
FERÐIR
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2014
Kynningarblað
Jeppaleiðangrar um hálendi Ísla nds og suðu rsk aut s-ins eru ekki hluti af starfslýs-
ingu margra Íslendinga. Starfs-
menn íslenska fyrirtækisins Arctic
Trucks, sem meðal annars sinna
breytingum á stærri jeppum, prufu-
keyra stundum tryllitækin sem þeir
vinna að og enda oft í ævintýra-
legum ferðalögum. Einn þeirra er
Eyjólfur Már Teitsson, verkstæðis-
formaður fyrirtækisins, en hann
fór síðasta haust í jeppaferð innan-
lands ásamt samstarfsmönnum til
að prufukeyra nýjan AT44 6x6 Toyota
Hilux-bíl. Nokkrum dögum síðar hélt
hann á suðurskautið þar sem hann
fylgdi eftir 19 ára gömlum Frakka,
Parker Liautaud, sem gekk stystu
leið frá strönd inn á pólinn. „Það var
skemmtilegt verkefni að breyta jepp-
anum og ferðalagið var mikið ævin-
týri. Reyndar var þetta fjórða skiptið
mitt á suðurpólnum en ferðalagið tók
um einn og hálfan mánuð.“
Þriðja öxlinum var bætt við jepp-
ann og er hann því á sex dekkjum.
„Jeppinn er með 44 tommu dekkjum,
drif á þeim öllum og með aukna
burðargetu. Þetta er stærsta breyt-
ingin sem við gerum á jeppum í dag
en bíllinn er löglegur á götuna.“
Bræddu vatn
Flogið var með jeppann frá Íslandi
til Santiago í Síle og siglt þaðan til
suðurhluta landsins, til borgarinnar
Punta Arenas. Þaðan var flogið með
jeppann yfir á Suðurskautslandið
til Union Glacier þar sem eru bæki-
stöðvar suðurpólsfara. „ Reyndar
lentum við í níu daga seinkun en
lentum loks á suðurskautinu kl. 5
um morguninn í 25 gráðu frosti. Þá
tók við að standsetja bílinn sem við
gerðum á tíu klukkustundum. Síðan
var haldið í suðurátt að suðurpóln-
um sem var í um 1.200 km fjarlægð.
Ferðin tók okkur fjóra daga og á end-
anum náðum við Ross-íshellunni.
Þar hóf Parker Liautaud göngu sína
ásamt leiðsögumanni. Við fylgdum
þeim eftir í 19 daga en mesta frostið
sem við lentum í var 38 gráður.“
Helsta verkefni Eyjólfs og sam-
ferðamanna hans var að bræða vatn
daglega sem nýtt var til drykkjar og
í matargerð. Að öðru leyti höfðu þeir
lítið annað fyrir stafni en að njóta út-
sýnisins og endalausrar snjóbreið-
unnar en bílnum var keyrt á göngu-
hraða allan tímann. „Við þurftum
að bræða ís til að eiga 15 lítra af vatni
á hverjum degi. Vatnið var bæði
notað til drykkjar og til matargerðar
en á ferðalaginu lifðum við á frost-
þurrkuðum mat.“
Fleiri Íslendingar
Á leiðinni á pólinn sáu þeir félagar
ekkert líf en á leiðinni til baka var
öllu fjölmennara á íshellunni. „Við
hittum annan hóp sem var á hrað-
ferð yfir á tveimur bílum með fjóra
menn, þar af einn Íslending. Síðan
hittum við annan hóp sem í voru
tveir Íslendingar en sá hópur var á
leið niður á Ross-íshelluna með konu
sem ætlaði að hjóla sömu leið og við
vorum að fara.“
Eyjólfur hefur undanfarin fimm
ár verið að heiman á aðventunni
vegna vinnu en segist ætla að vera
heima í ár. „Þetta er orðið fínt. Ég er
búinn að lofa börnunum mínum að
vera heima á næstu aðventu og tek
því rólega í faðmi fjölskyldunnar.“
Verður loksins heima um jólin
Nokkrir starfsmenn Arctic Trucks fá það skemmtilega verkefni að prufukeyra tryllitækin sem þeir stækka og breyta. Síðustu jól var
Eyjólfur Már Teitsson verkstæðisformaður á suðurpólnum ásamt litlum hópi ævintýramanna. Ferðalagið tók einn og hálfan mánuð.
Hinn 19 ára
gamli Parker
Liautaud skíðar
í átt að suður-
pólnum ásamt
leiðsögumanni.
Eyjólfur og
félagar fylgja
eftir. Þennan
daginn fór
hópurinn 28
kílómetra.
30 gráðu frost var á suðurpólnum þegar
Eyjólfur og félagar náðu leiðarenda.Eyjólfur Már Teitsson og félagar komust á suðurpólinn 26. desember.
Á leið frá Union
Glacier tók við 100
km skaflasvæði.
Það tók tæplega
þrjá daga að fara
yfir á 8 km hraða á
klukkustund.
MYND/ÚR EINKASAFNI
FLJÚGÐU Á
BÓ OG BUBBA
BÓKAÐU ÁÐUR
EN ALLT SELST UPPHOFI Á AKUREYRI LAUGARDAGINN
13. SEPTEMBER
FLUG OG MIÐI Á TÓNLEIKANA
Á AÐEINS 30.500 KR. Á MANN.
Flugfélag Íslands mælir
með því að skjótast norður
á glæsilega tónleika í Hofi
og sjá tvo af risum íslenskrar
tónlistarsögu leiða saman
hljóðnema sína.