Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 88
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 44 „Ég tengi saman gamla og nýja tímann í vídeóverkinu sem er unnið fyrir þennan stað. Ég tók síðustu tökuna í gærkveldi og klippti í nótt,“ sagði Akureyring- urinn Arna Valsdóttir myndlistar- kona á fimmtudaginn. Hún opnar sýninguna Staðreynd í Listasafni Akureyrar í dag. Eins og mörgum er kunnugt er listasafnið þar sem Mjólkursamlag KEA var til húsa og þar kveðst Arna hafa unnið við ostagerð sem unglingur. Hún not- aði hið nýja Mjólkursamlag MS sem tökustað í nýja verkinu en þaðan á hún minningar líka því hún vann við að einangra mjólkur- rörin þar þegar húsið var í bygg- ingu. „Já, rörin sem ég skreið upp á sem unglingur sjást í verkinu,“ segir hún. Alls sýnir Arna sex vídeóverk. Flest hefur hún sýnt áður. Verk- in heita öll Staðreynd og síðan er aukatitill með hverju og einu. Það fyrsta gerði hún 2008 fyrir opnunarsýninguna í Síldarverk- smiðjunni á Hjalteyri. „Ég fór út á Hjalteyri með það fyrir augum að gera portrett af húsinu en hætti við það og ákvað að leika mér með hugtakið staðreynd – í merkingunni að upplifa reynslu staðarins. Endaði svo á að gera gjörning í löngum gangi, taka hann upp á myndband og raula síldarvalsinn.“ Eitt verk á sýningunni er frá 1988. „Þegar ég var við nám úti í Hollandi málaði ég stúdíóið mitt svart í hólf og gólf og tók skugga- mynd af því. Byrjaði svo að mála hvítt dýr sem virtist koma frá glugganum og tók mynd þegar ég búin með fremsta partinn af því, svo bættust fleiri við og drógu hvítan lit yfir rýmið og hurfu svo. Við þetta samdi ég tónlist, gerði hreyfimyndasjó úr mynd- unum og sýndi í rýminu. Þetta gamla verk er á skjá í litla kæli- klefanum,“ lýsir Arna. Á opnun- inni klukkan 15 flytur kammer- kórinn Hymnodia gjörning og svo verður Arna með listamanna- spjall klukkan 20 í kvöld. Lista- safnið verður opið til 22 vegna Akureyrarvöku. gun@frettabladid.is Mjólkurrörin sjást í nýja listaverkinu Staðreynd – Local Fact er heiti sýningar Örnu Valsdóttur myndlistarkonu sem hún opnar í dag klukkan 15 í Listasafni Akureyrar. Af sex vídeóverkum er eitt glóðvolgt úr smiðju hennar. Kórinn Hymnodia fl ytur sönggjörning við opnunina. Arna fæddist í Reykjavík en ólst að mestu upp á Akureyri. Hún var í Jan Van Eik-listaakademíunni í Maastricht í Hollandi um leið og Þorvaldur Þor- steinsson, Ingileif Thorlacius og fleiri. Þar var hún í fjöltæknideild en áður hafði hún lokið grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans. SMÁ FRÓÐLEIKUR UM ÖRNU LISTAKONAN „Ég var svolítið efins um að þetta myndi hafast, en það tókst,“ segir Arna um eitt vídeóverkanna sem er algerlega nýtt. MYND/AUÐUNN ★★★ ★★ Blind Spotting var sýnt í Tjarnarbíói á opnun Reykjavík dansfestival DANSHÖFUNDUR: Margrét Sara Guðjónsdóttir TÓNLIST: Peter Rehberg DANSARAR: Annie Kay Dahlström, Louise Dahl, Catherine Jodoin, Laura Siegmund, Angela Schubot, Suet-Wan Tsang, Marie Ursin, Rodrigo Vilarinho. Opnunarverk Reykjavík dansfest- ival sem og leiklistarhátíðarinn- ar LOKAL þetta haustið var verk Margrétar Söru Guðjónsdóttur, Blind Spotting. Í verkinu býður Margrét Sara áhorfendum upp á upplifunarferðalag með sjónrænu ívafi. Hún er þar að vinna með nálgun í danslistinni sem setur innri upplifun dansarans af til- vist sinni á sviðinu ofar ytra útliti hans. Áhorfendur verða vitni að því hvernig dansararnir, í eins konar hugleiðslu, leita inn í tómið og dvelja þar í sínum eigin heimi en þó fastir í mjög ströngu formi danssmíðinnar. Þegar betur var að gáð sást þó að hver dansari hafði sína sögu að segja sem er meðal annars undir- strikuð í búningum og fasi auk þess sem framsögn þeirra kallaði fram í hugann hjá gagnrýnanda sterkar myndir svo sem frá Helförinni þar sem niðurbrotnir einstaklingarnir liðast um eins og líflausar verur. Verkið var rammað inn í stór, rauð og voldug leiktjöld sem minntu helst á konunglegt leikhús og sköpuðu áhugaverðar andstæður við hversdagslega framsetningu í búningum og hreyfingum. Heildar- myndinni var síðan náð með tónlist Peters Rehberg sem studdi vel við alla vinnu dansaranna og fyllti upp í rýmið. Þessi nálgun í listsköpun kallar á samlíðan áhorfenda með dönsur- unum og að þeir fari á sýninguna til að finna fyrir henni frekar en að sjá hana. Hún krefst einnig mikill- ar einbeitingar af dönsurunum og að rýmið styðji þá í því innra ferða- lagi sem danssköpunin kallar á. Hefðbundið svið eins og í Tjarn- arbíói studdi lítt við þessa nálgun í listsköpun. Fjarlægðin milli áhorf- enda og sýnenda var of mikil, að minnsta kosti fyrir okkur sem sátum ofarlega á svölunum, og hinn svokallaði fjórði veggur of skýr. Dansararnir virtust ekki alltaf ná að halda einbeitingu sinni svo brestur kom í álögin sem þeir annars settu á áhorfendur. Við- brögð áhorfenda við verkinu voru enda blendin en í flestum tilfellum sterk. Margir voru djúpt snortnir á meðan öðrum fannst verkið inni- haldslaust rusl. Hvað undirritaða varðar þá vakti verkið tvær ólíkar tilfinningar. Annars vegar pirring yfir því að þurfa að horfa á dans- ara hverfa inn í sitt eigið tóm uppi á sviði í staðinn fyrir að vera boðið að vera með í þess konar vinnu. Hins vegar heillaðist ég af sögun- um sem birtust fyrir framan mig og lifði mig inn í tómleikann og vanmáttinn sem birtist í hreyfing- um/hreyfingarleysi dansaranna. Sesselja G. Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA: Áhugavert verk sem krefst réttra aðstæðna og ólíkrar nálg- unar áhorfenda að „listáhorfi“. Að treysta á samlíðan í stað sjónar BLIND SPOTTING „Verkið var rammað inn í stór, rauð og voldug leiktjöld sem minntu helst á konunglegt leikhús,“ segir í dómnum. Starfsemi HL stöðvarinnar í Reykjavík hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 3. september. Vinsamlega staðfestið þátttöku í síma 561 8002 eða á hlstodin@simnet.is. HL STÖÐIN HL STÖÐIN Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga Hátúni 14 – 105 Reykjavík – Sími 561 8002 Kvennakórinn Kyrjurnar eru að hefja sitt 17. starfsár og getur b tæ t við sig nýjum kórfélögum. Við by jr um im ðvikudaginn 17. september k l. 1 9:30 í F riðrikskapellu við Vodafonehöllina. Kyrjurnar leggja metnað sinn í fjölbreytt og skemmtilegt lagaval. Stjórnandi er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir söngkennari og söngkona. Láttu nú drauminn rætast, hafðu samband við Sigurbjörgu í síma 865-5503 eða Auði í síma 864-6032. Það verður tekið vel á móti þér. KÓR, KÓR, KVENNAKÓR Málþing Sjónarhóls 2014 Allt snýst þetta um samskipti ! Um mikilvægi þess að byggja upp félagslega sterka einstaklinga. Málþing Sjónarhóls verður haldið 4.september 2014, kl.12:30-16:30 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundarstjóri: Þröstur Emilsson framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. 12.30-12.40 Ávarp: Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri Velferðarráðuneytis. 12:40-12:50 Setning: Lára Björnsdóttir, formaður stjórnar Sjónarhóls 12.50-13.20 Hvernig leið mér í skólanum? Reynsla fatlaðra nemenda af skólakerfinu. Kristín Björnsdóttir doktor í fötlunarfræðum og dósent við Menntavísindasvið HÍ, Ólafur Snævar Aðalsteinsson starfsmaður í Hinu húsinu, Ragnar Smárason starfsmaður í Örva og Stefanía Smáradóttir þroskaþjálfanemi. 13:20-13:35 Sjónarhóll foreldra: Lausnamiðaðar leiðir – okkar GPS tæki ! Harpa Kristjánsdóttir móðir 13:35-14:00 Teymisvinna og félagsleg farsæld hjá skólabörnum - mikilvægi- snemmtækrar íhlutunar. Jóna Ingólfsdóttir aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ og doktorsnemi. 14:00-14:15 Lífið snýst um samskipti. Getum við búið til sögu ? Félagshæfnisögur í Comic live. Þórhalla Gunnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi í Lindaskóla. 14:15-14:45 Kaffi og léttar veitingar. 14:45-15:10 Hvernig styrkjum við félagsleg samskipti á jákvæðan hátt ? Ísar Logi Sigurþórsson og Katrín Ósk Þorbergsdóttir, kennarar við Brúarskóla. 15:10-15:35 Ný námsnálgun – að læra að nýta frítíma sinn á uppbyggilegan hátt (leisure education) Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Menntavísindasvið HÍ 15:35-15:50 Sjónarhóll foreldra; Félagsleg staða fatlaðra barna í grunnskóla og sérskóla ? Ómar Örn Jónsson, foreldri og Dagur Steinn Ómarsson nemi 15:50-16:15 Reynsla frá Reykjanesbæ, „Líflína“ og Fjölskyldusetur Hjördís Árnadóttir,framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar. 16:15-16:25 Á léttu nótunum með Páli Óskari Hjálmtýssyni 16:30 Málþingslok MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.