Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGParket LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 20142
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, s. 512 5429, jonivar@365.is
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Fram til 1625, eða um það bil, voru flest gólf í evrópskum húsum hörð moldargólf. Þeir
sem höfðu ráð á annarri hæð ofan
á híbýli sín lögðu þau úr einföld-
um viðarborðum.
Á barokktímabilinu 1625 til
1714 urðu viðargólf öllu glæsilegri
og það hófst allt þegar marmara-
flísum var skipt út í salarkynnum
Versalahallar árið 1684 fyrir fern-
ingslaga spónlagðar tréplötur,
eða parket. Viðarbútum var raðað
saman í mynstur, skrúbbað yfir
með sandi, litað og bónað.
Fisk ibeina my nst ur, t íg la-
mynstur og stjörnur mátti sjá víða
í höllum og á heldri manna heim-
ilum. Efnaminna fólk brá á það
ráð að mála mynstur á gólfborð-
in hjá sér. Með iðnbyltingunni um
aldamótin 1800 hófst fjöldafram-
leiðsla á viðarborðum í stöðluð-
um stærðum með gufuknúnum
sögum. Með iðnbyltingunni varð
einnig sú tækni til að fella gólf-
borð saman í nót.
wikipedia.org
woodfloordoctor.com
Versalir gerðu parket vinsælt
Evrópubúar tróðu mold undir tánum langt fram á sautjándu öld. Þegar kom að endurnýjun á gólfefnum í Versalahöll voru gólfin
fagurlega spónlögð í ýmis konar mynstrum. Þar með varð parketið vinsælt gólfefni í höllum og heldri manna híbýlum.
De Notaler í Antwerpen, skáli byggður á 18. öld með fagurlega
lögðu parketi.
Fiskibeinamynstur í einu herbergja Versalahallar. Þegar marmaragólfflísum var skipt út í
höllinni á 17. öld voru gólf hallarinnar fagurlega lögð með viðarborðum í ýmis mynstur.
Parkett komst í tísku í höllum og í heldri manna húsum.
Vetrarhöllin í Sankti Pétursborg. Byggð á árunum 1725 - 1837.
www.parketverksmidjan.is, Síðumúla 31, 108 Reykjavík
Gömul fjalagólf þykja afar sjarmerandi og vilja margir halda í
þau í lengstu lög, jafnvel þó þau séu orðin vel lúin. Almennt eru
þau fallegust með viðaráferð en séu þau þeim mun lúnari getur
verið ráð að mála.
Svart-hvítt tíglamynstur er sígilt en skákmunstur er auðveldara
að útfæra. Í báðum tilvikum þarf að mæla fyrir öllum hliðum hvers
ramma og afmarka með málningarlímbandi áður en byrjað er að
mála. Besta ráðið er þó að nota ferkantaðan stensil og líma í kring-
um hann. Ferkantað kassalok þjónar sama tilgangi.
Eigi fyrirhöfnin að borga sig og málningin að endast er nauð-
synlegt að velja slitsterka málningu með talsverðum glans svo
auðvelt sé að þrífa.
Flikkað upp á fjalirnar