Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 40
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður aug lýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum
auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu
daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Bryndís Hauksdóttir,
bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson,
kkolbeins@365.is, s. 512 5447
Venjulegur laugardagur? Þeir eru mjög misjafnir. Núna fara þeir svolítið eftir sex mánaða
dóttur minni. Ef hún sefur út þá geri
ég það líka. En í mínu djobbi sem
frílans leikhúsmaður er ekkert til sem
heitir rútína,“ segir Vignir Rafn Val-
þórsson leikari spurður út í helgar-
venjurnar. Hann segist ekki einu sinni
fá sér eitthvað gott í morgunmat á
laugardögum.
„Ég fæ mér bara kaffi á morgnana
alla daga og mikið af því. Borða
yfirleitt ekkert fyrr en kaffisviti og
titringur kemur yfir mig. Þá er oft
komið hádegi,“ segir hann. Og hvað
færðu þér þá að borða?
„Kjöt! Ég borða eiginlega bara kjöt
og ekkert meðlæti. Ég veit ekkert
betra en að sitja fyrir framan heilt
læri, sem ég veit að ég mun borða
einn. Það tekur mig marga daga. Allur
matur er betri kaldur, nema súpa. En
súpa er náttúrlega ekki matur.“
Eftir máltíð sem inniheldur bara
kjöt hlýtur að vera gott að fá ís eða
eitthvað gott í eftirmat, eða hvað?
„Ég borða aldrei eftirrétt og heldur
aldrei nammi. Laugadagsnammið hjá
mér væri helst bjór! En með tilkomu
erfingjans hefur maður aðeins slakað
á djamminu niðri í bæ. Best er að
vera heima að drekka bjór, með fólki,“
segir hann sposkur og segist reyndar
duglegur að bjóða gestum heim.
„Já, já ég býð oft heim, í steik og
bjór. Konan mín er samt mikill sælkeri
og getur dútlað lengi í eldhúsinu við
flókna og framandi rétti. Hún bakar
brauð og kökur og er mikill meistari.
En hvað mig varðar er það að kasta
perlum fyrir svín,“ segir Vignir en
bætir við að þrátt fyrir þetta ríki full-
komin sátt á heimilinu.
Undanfarnar vikur hefur Vignir
staðið í ströngu en hann leikstýrir
sýningunni Bláskjá sem nú er sett
upp í annað sinn á Litla sviðinu í
Borgarleikhúsinu.
„Sýningin verður bara sett upp í
september en við tökum þátt í leik-
listarhátíðinni Lókal núna um helgina.
Það er sýning á morgun klukkan
fjögur!“
Þú verður þá heima í kvöld og
slakar á?
„Nei, nei, við verðum að sleikja upp
einhverja útlendinga í partíi í kvöld.
Ég get líka drukkið eins og ég vil, ég
er leikstjórinn. Það eru bara leikar-
arnir sem þurfa að passa sig,“ segir
hann hlæjandi. „Ég þarf reyndar að
mæta eldsnemma í ungbarnasund í
fyrramálið. En dóttir mín hefur bara
svo gaman af því að ég læt mig hafa
það.“
KJÖT OG KAFFISVITI
HELGIN Vignir Rafn Valþórsson ætlar út í kvöld þó mikið standi til á morgun
en hann leikstýrir sýningunni Bláskjá. Hann fylgir engri rútínu um helgar og
veit ekkert betra en að sitja einn að steiktu kjötlæri.
KAFFI OG KJÖT Vignir Rafn Valþórsson leikstýrir Bláskjá nú í annað sinn í
Borgarleikhúsinu. Hann fylgir engri rútínu um helgar og ætlar út í kvöld þó mikið
standi til á morgun. MYND/ANTON
Save the Children á Íslandi
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Öll kínvesk
leikfimi
• Heilsu Qi Gong 5000 ára tækni
• Heilsubætandi Tai chi
• Hugræn teigjuleikfimi
• Kung Fu fyrir 4 ára og eldri
Í samstafi við Kínveskan
íþrótta háskóla
Einkatímarog
hópatímar
Fullt af
tilboðum
í gangi
Fyrir alla
aldurshópa
Jafnvægi líkama og sál!
- Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið -
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum.
Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að
leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.
-Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms.
-Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu
Helstu námsgreinar:
- Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum.
- Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga.
- Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
- Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði.
Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða.
Umsögn:
Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á
landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman
á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik
og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa,
frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé
nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem
skapaði gott andrúmsloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tíma var
mjög vel varið hvort sem maður hyggur á ferðaleiðsögn eða ekki.
LEIÐSÖGUNÁM
VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU
Opið 8-22
Magnús Jónsson
fv. veðurstofustjóri
Umsögn:
S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð
vel u dir væntingum þar sem fjölmargir ke ar komu að kennslun i og
áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og
ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er
og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og
fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila.
Námi efur mikla atvinnumöguleika og spennandi tí r eru framundan.
Guðrún Helga
Bjarnadóttir,
Vestmannaeyjum
HAUSTÖNNIN Í JÓGASETRINU
HEFST 1. SEPTEMBER
BYRJENDANÁMSKEIÐ
í Kundalini Jóga
KUNDALINI / HATHA
/ JÓGA NIDRA
MEÐGÖNGUJÓGA
/ MÖMMUJÓGA
JÓGA FYRIR BÖRN
OG UNGLINGA
Borgartúni 20
www.jogasetrid.is
www.arka.is - arka@arka.is
... frískandi fyrir fólk á ferðinni