Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 28
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28
Í byrjun vikunnar leysti Petró Porosjenkó Úkraínuforseti upp þjóðþing landsins og boðaði til kosninga, sem til stendur að halda þann 26. október. Á þriðju-daginn hitti hann Vladimír Pútín
Rússlandsforseta og virtist fara bara
nokkuð vel á með þeim.
Á fimmtudaginn fullyrti Porosj-
enkó svo að rússneskir hermenn
væru komnir inn fyrir landamærin
og farnir að berjast með uppreisn-
armönnum í austurhluta landsins.
NATO staðfesti þetta og dró fram
loftmyndir sem sagðar voru sýna
rússneska hermenn með þungavopn
innan landamæranna.
„Við verðum að átta okkur á því
hvað það er sem við stöndum frammi
fyrir: Við erum nú stödd í miðri inn-
rás Rússa númer tvö í Úkraínu á
innan við ári,“ sagði Carl Bildt, utan-
ríkisráðherra Svíþjóðar, í gær. „Við
verðum að kalla hlutina sínu rétta
nafni.“
Afneitun Rússa
Rússnesk stjórnvöld neita því reynd-
ar enn afdráttarlaust að hafa komið
nálægt átökunum. Þeir Rússar, sem
vera kunni handan landamæranna
að berjast með uppreisnarmönnum,
hljóti að vera þar á eigin vegum.
Yfirstjórn rússneska hersins komi
þar hvergi nálægt.
Sergei Lavrov utanríkisráðherra
sagði síðast í gær að fullyrðingar
Porosjenkós og NATO væru tómar
getgátur og algerlega út í loftið.
„Það hafa komið fréttir af gervi-
tunglamyndum sem áttu að sýna
ferðir rússneskra hermanna. Það
reyndust vera myndir úr tölvuleikj-
um. Þessar síðustu ásakanir eru
álíka traustar,“ sagði hann á blaða-
mannafundi í Moskvu í gær.
Stuðningur Pútíns
Pútín Rússlandsforseti sendi hins
vegar í gær frá sér ávarp til „heima-
varnarliðs Nýja-Rússlands“, en svo
nefnir hann uppreisnarsveitirnar
í yfirskrift ávarpsins, og sagði þar
augljóst að uppreisnarmenn hafi
„náð miklum árangri við að hindra
hernaðaraðgerðir stjórnarinnar í
Kænugarði“.
Hann sagði jafnframt að aðgerð-
ir stjórnarhersins væru stórhættu-
legar „íbúum í Donbass“ og hafi nú
þegar kostað fjölmarga íbúa þess
svæðis lífið.
Þarna notar hann eins og ekkert
sé orðin Donbass og Nýja-Rússland,
en bæði orðin fela í sér skírskotun
til sögu rússneska heimsveldisins og
Sovétríkjanna.
Pútín hefur áður notað bæði þessi
orð þegar talið berst að átökunum
í austanverðri Úkraínu. Ekki fer á
milli mála að hann vill sýna upp-
reisnarmönnunum ótvíræðan stuðn-
ing, og í ávarpinu hvetur hann þá
beinlínis til dáða.
Ótti við fasista
Barátta uppreisnarmanna í austan-
verðri Úkraínu hefur frá upphafi
stjórnast af ótta við nýju stjórnina í
Kænugarði. Þeir líta svo á að stór-
hættulegir hægri þjóðernissinnar og
fasistar hafi náð völdum í Úkraínu.
Stjórnin hafi náð völdum í ólöglegri
byltingu og nauðsynlegt sé að veita
henni andspyrnu og helst koma
henni frá völdum.
Stuðningur rússneskra stjórn-
valda hefur einnig markast af þess-
ari sömu afstöðu til stjórnarinnar í
Kænugarði. Lýðræðislega kjörnum
forseta hafi verið bylt með ofbeldi
og þar hafi ótíndir þrjótar verið að
verki.
Þjóðernissinnar
Því verður ekki mótmælt að í rík-
isstjórn Úkraínu, sem Vesturlönd
hafa stutt dyggilega gegn yfirgangi
uppreisnarmanna, hafa þjóðernis-
sinnar harla sterka stöðu. Svo-
boda-flokkurinn, einn þriggja
stjórnarflokka í samsteypustjórn
Jatsenjúks forsætisráðherra, hét
áður Þjóðernissósíalistaflokk-
ur Úkraínu. Árið 2004 var tekin
ákvörðun um að breyta nafni hans
í Svoboda, eða Frelsi.
Flokksmenn flögguðu ófeimn-
ir nasistatáknum og ein helsta
fyrir mynd þeirra var kvislingur-
inn Stepan Bandera, sem aðstoð-
aði þýska nasista við innrásina í
Úkraínu á tímum seinni heims-
styrjaldarinnar. Þjóðverjar drápu
þar þrjár milljónir manna, þar á
meðal nærri milljón gyðinga.
Bandera er sjálfur talinn hafa
borið ábyrgð á drápum á um fimm-
tíu þúsund manns árið 1943.
Leiðtogi Svoboda, Oleh Tjan íbok,
hefur talað um nauðsyn þess að
frelsa landið undan „Moskvugyð-
ingamafíunni“.
Hrottasveitir nýnasista
Stjórnarher Úkraínu hefur auk
þess fengið liðsinni frá hersveitum
sjálfboðaliða, sem sumar hverjar
hafa skýr tengsl við nýnasisma.
Einna alræmdust er þar Azov-
herdeildin frá hafnarborginni Mar-
iupol, en liðsmenn hennar hafa haft
sig mjög í frammi og fara ekki dult
með pólitíska afstöðu sína.
Í fánum þeirra eru tákn sem líkj-
ast merkjum þýskra nasista og leið-
toginn, sem heitir Andrí Biletskí, er
jafnframt leiðtogi tvennra stjórn-
málasamtaka nýnasista í Úkraínu.
Hann gerir sér háar hugmyndir um
heimssögulegt hlutverk úkraínsku
þjóðarinnar í baráttu gegn óæðri
kynþáttum.
Hvorugir saklausir
Þjóðernisstefna stjórnaraflanna
nærist hins vegar ekki síst á ótta
við ofurmátt Rússlands og rúss-
neskra áhrifa innan landamæra
Úkraínu. Þar er vissulega við ofur-
efli að etja, kjósi Rússar að fara
sínu fram eins og þeir gerðu þegar
Krímskagi var innlimaður í vor án
minnstu mótspyrnu.
Vesturlönd komu þar ekki til
hjálpar, og vart sjáanlegt að NATO
hafi áhuga á að senda herlið til að
berjast við Rússa í Úkraínu.
Stjórnin í Kænugarði lítur auk
þess á uppreisnarmennina í austur-
hlutanum sem hryðjuverkamenn, og
hefur reyndar nokkuð til síns máls
um að þar séu engir englar á ferð.
Naví Pillay, mannréttinda-
fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sakar
reyndar bæði uppreisnarmenn og
stjórnarherinn, eða í það minnsta
sjálfboðaliðasveitir tengdar stjórn-
arhernum, um gróf brot gegn
alþjóðlegum mannúðarlögum.
Uppreisnarmenn, hlynntir Rúss-
landi, hafa gerst sekir um stríðs-
glæpi á borð við morð, pyntingar
og mannrán. Stjórnarherinn hafi
sömuleiðis gerst sekur um pynt-
ingar, mannrán og fleiri mannrétt-
indabrot.
Þetta hafi rannsókn fulltrúa
Sameinuðu þjóðanna leitt í ljós.
Fasistar og hryðjuverkamenn
Barátta uppreisnarmanna í austurhluta Úkraínu hefur frá upphafi stjórnast af ótta við þjóðernissinna og jafnvel nýnasista í
stjórn og á þjóðþingi landsins. Á móti leita þeir skjóls í eins konar þjóðernisstefnu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta.
Nýja-Rússland er gamalt hugtak frá tímum rússneska keisaraveldisins og náði
þá yfir alla suðaustanverða Úkraínu, allt frá Moldóvu í vestri til Donbass-
svæðisins í austri.
Leiðtogar uppreisnarmanna, sem náðu héruðunum Donetsk og Luhansk að
stórum hluta á sitt vald strax í vor, lýstu þá yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á því
svæði, og nefndu þetta ríki sitt Nýja-Rússland.
Líklega er Pútín Rússlandsforseti einungis að vísa til þessa ógreinilega
afmarkaða svæðis uppreisnarinnar í Donetsk og Luhansk þegar hann talar
um Nýja-Rússland. Jafnframt er hann hins vegar, rétt eins og uppreisnar-
mennirnir, að gefa því undir fótinn að allur suðausturhluti Úkraínu geti lýst
yfir aðskilnaði og sameinast svo Rússlandi, rétt eins og uppreisnarmenn á
Krímskaga gerðu í vor.
Donbass-svæðið er hins vegar svæði sem nær yfir megnið af Donetsk og
Luhansk ásamt vesturhluta Rostov-héraðs í Rússlandi. Nafnið Donbass er
stytting úr rússneska heitinu „Donetskí bassein“, eða vatnasvæði Donets-
árinnar sem rennur í gegnum iðnaðarhéraðið út í ána Don í Rússlandi.
Á þessu svæði var stunduð kolavinnsla í stórum stíl allt frá því á nítjándu
öld. Þetta er þéttbýlasta svæði Úkraínu, með stóriðnaði og töluverðri mengun.
Donbass er því gamalt iðnaðarhérað sem skipti miklu máli fyrir efnahag
Sovétríkjanna, ekki ósvipað Ruhr-héraði í Þýskalandi.
NÝJA-RÚSSLAND OG DONBASS-SVÆÐIÐ
ALMENNINGUR VERÐUR VERST ÚTI Tvær konur leiðast í borginni Donetsk en í fjarska sést reykur eftir
loftárásir.
SJÁLFBOÐALIÐASVEITIR ÞJÓÐERNISSINNA Nýir liðsmenn Azov-herdeildarinnar sverja hollustueið í Kænugarði um
síðustu helgi. Þeir fá þriggja vikna þjálfun áður en þeir taka til við að berjast við uppreisnarmenn í austurhluta landsins.
UPPREISNARMENN Á FERÐ Skriðdreka ekið um borgina Donetsk um síðustu helgi. Fána Nýja-Rússlands
er veifað úr skriðdrekanum.
ÁTÖK Á ÞINGI Harkan í deilum þjóðernissinna og Rússlandssinna er greinileg þarna á þjóðþingi landsins
þar sem þingmenn Svoboda slást við þingmenn Kommúnistaflokksins.
Kharkiv
Ú K R A Í N A
RÚ S S L A N D
Donetsk
Odessa
Kiev
Rostov við Don
Luhansk
Krímskagi
Asovhaf
Svartahaf
Donbass
N ÝJA - RÚ S S L A N D
ÁTÖKIN EINSKORÐAST VIÐ AUSTUR-ÚKRAÍNU
Guðsteinn
Bjarnason
gudsteinn@frettabladid.is