Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.08.2014, Blaðsíða 28
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Í byrjun vikunnar leysti Petró Porosjenkó Úkraínuforseti upp þjóðþing landsins og boðaði til kosninga, sem til stendur að halda þann 26. október. Á þriðju-daginn hitti hann Vladimír Pútín Rússlandsforseta og virtist fara bara nokkuð vel á með þeim. Á fimmtudaginn fullyrti Porosj- enkó svo að rússneskir hermenn væru komnir inn fyrir landamærin og farnir að berjast með uppreisn- armönnum í austurhluta landsins. NATO staðfesti þetta og dró fram loftmyndir sem sagðar voru sýna rússneska hermenn með þungavopn innan landamæranna. „Við verðum að átta okkur á því hvað það er sem við stöndum frammi fyrir: Við erum nú stödd í miðri inn- rás Rússa númer tvö í Úkraínu á innan við ári,“ sagði Carl Bildt, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, í gær. „Við verðum að kalla hlutina sínu rétta nafni.“ Afneitun Rússa Rússnesk stjórnvöld neita því reynd- ar enn afdráttarlaust að hafa komið nálægt átökunum. Þeir Rússar, sem vera kunni handan landamæranna að berjast með uppreisnarmönnum, hljóti að vera þar á eigin vegum. Yfirstjórn rússneska hersins komi þar hvergi nálægt. Sergei Lavrov utanríkisráðherra sagði síðast í gær að fullyrðingar Porosjenkós og NATO væru tómar getgátur og algerlega út í loftið. „Það hafa komið fréttir af gervi- tunglamyndum sem áttu að sýna ferðir rússneskra hermanna. Það reyndust vera myndir úr tölvuleikj- um. Þessar síðustu ásakanir eru álíka traustar,“ sagði hann á blaða- mannafundi í Moskvu í gær. Stuðningur Pútíns Pútín Rússlandsforseti sendi hins vegar í gær frá sér ávarp til „heima- varnarliðs Nýja-Rússlands“, en svo nefnir hann uppreisnarsveitirnar í yfirskrift ávarpsins, og sagði þar augljóst að uppreisnarmenn hafi „náð miklum árangri við að hindra hernaðaraðgerðir stjórnarinnar í Kænugarði“. Hann sagði jafnframt að aðgerð- ir stjórnarhersins væru stórhættu- legar „íbúum í Donbass“ og hafi nú þegar kostað fjölmarga íbúa þess svæðis lífið. Þarna notar hann eins og ekkert sé orðin Donbass og Nýja-Rússland, en bæði orðin fela í sér skírskotun til sögu rússneska heimsveldisins og Sovétríkjanna. Pútín hefur áður notað bæði þessi orð þegar talið berst að átökunum í austanverðri Úkraínu. Ekki fer á milli mála að hann vill sýna upp- reisnarmönnunum ótvíræðan stuðn- ing, og í ávarpinu hvetur hann þá beinlínis til dáða. Ótti við fasista Barátta uppreisnarmanna í austan- verðri Úkraínu hefur frá upphafi stjórnast af ótta við nýju stjórnina í Kænugarði. Þeir líta svo á að stór- hættulegir hægri þjóðernissinnar og fasistar hafi náð völdum í Úkraínu. Stjórnin hafi náð völdum í ólöglegri byltingu og nauðsynlegt sé að veita henni andspyrnu og helst koma henni frá völdum. Stuðningur rússneskra stjórn- valda hefur einnig markast af þess- ari sömu afstöðu til stjórnarinnar í Kænugarði. Lýðræðislega kjörnum forseta hafi verið bylt með ofbeldi og þar hafi ótíndir þrjótar verið að verki. Þjóðernissinnar Því verður ekki mótmælt að í rík- isstjórn Úkraínu, sem Vesturlönd hafa stutt dyggilega gegn yfirgangi uppreisnarmanna, hafa þjóðernis- sinnar harla sterka stöðu. Svo- boda-flokkurinn, einn þriggja stjórnarflokka í samsteypustjórn Jatsenjúks forsætisráðherra, hét áður Þjóðernissósíalistaflokk- ur Úkraínu. Árið 2004 var tekin ákvörðun um að breyta nafni hans í Svoboda, eða Frelsi. Flokksmenn flögguðu ófeimn- ir nasistatáknum og ein helsta fyrir mynd þeirra var kvislingur- inn Stepan Bandera, sem aðstoð- aði þýska nasista við innrásina í Úkraínu á tímum seinni heims- styrjaldarinnar. Þjóðverjar drápu þar þrjár milljónir manna, þar á meðal nærri milljón gyðinga. Bandera er sjálfur talinn hafa borið ábyrgð á drápum á um fimm- tíu þúsund manns árið 1943. Leiðtogi Svoboda, Oleh Tjan íbok, hefur talað um nauðsyn þess að frelsa landið undan „Moskvugyð- ingamafíunni“. Hrottasveitir nýnasista Stjórnarher Úkraínu hefur auk þess fengið liðsinni frá hersveitum sjálfboðaliða, sem sumar hverjar hafa skýr tengsl við nýnasisma. Einna alræmdust er þar Azov- herdeildin frá hafnarborginni Mar- iupol, en liðsmenn hennar hafa haft sig mjög í frammi og fara ekki dult með pólitíska afstöðu sína. Í fánum þeirra eru tákn sem líkj- ast merkjum þýskra nasista og leið- toginn, sem heitir Andrí Biletskí, er jafnframt leiðtogi tvennra stjórn- málasamtaka nýnasista í Úkraínu. Hann gerir sér háar hugmyndir um heimssögulegt hlutverk úkraínsku þjóðarinnar í baráttu gegn óæðri kynþáttum. Hvorugir saklausir Þjóðernisstefna stjórnaraflanna nærist hins vegar ekki síst á ótta við ofurmátt Rússlands og rúss- neskra áhrifa innan landamæra Úkraínu. Þar er vissulega við ofur- efli að etja, kjósi Rússar að fara sínu fram eins og þeir gerðu þegar Krímskagi var innlimaður í vor án minnstu mótspyrnu. Vesturlönd komu þar ekki til hjálpar, og vart sjáanlegt að NATO hafi áhuga á að senda herlið til að berjast við Rússa í Úkraínu. Stjórnin í Kænugarði lítur auk þess á uppreisnarmennina í austur- hlutanum sem hryðjuverkamenn, og hefur reyndar nokkuð til síns máls um að þar séu engir englar á ferð. Naví Pillay, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sakar reyndar bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn, eða í það minnsta sjálfboðaliðasveitir tengdar stjórn- arhernum, um gróf brot gegn alþjóðlegum mannúðarlögum. Uppreisnarmenn, hlynntir Rúss- landi, hafa gerst sekir um stríðs- glæpi á borð við morð, pyntingar og mannrán. Stjórnarherinn hafi sömuleiðis gerst sekur um pynt- ingar, mannrán og fleiri mannrétt- indabrot. Þetta hafi rannsókn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna leitt í ljós. Fasistar og hryðjuverkamenn Barátta uppreisnarmanna í austurhluta Úkraínu hefur frá upphafi stjórnast af ótta við þjóðernissinna og jafnvel nýnasista í stjórn og á þjóðþingi landsins. Á móti leita þeir skjóls í eins konar þjóðernisstefnu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Nýja-Rússland er gamalt hugtak frá tímum rússneska keisaraveldisins og náði þá yfir alla suðaustanverða Úkraínu, allt frá Moldóvu í vestri til Donbass- svæðisins í austri. Leiðtogar uppreisnarmanna, sem náðu héruðunum Donetsk og Luhansk að stórum hluta á sitt vald strax í vor, lýstu þá yfir stofnun sjálfstæðs ríkis á því svæði, og nefndu þetta ríki sitt Nýja-Rússland. Líklega er Pútín Rússlandsforseti einungis að vísa til þessa ógreinilega afmarkaða svæðis uppreisnarinnar í Donetsk og Luhansk þegar hann talar um Nýja-Rússland. Jafnframt er hann hins vegar, rétt eins og uppreisnar- mennirnir, að gefa því undir fótinn að allur suðausturhluti Úkraínu geti lýst yfir aðskilnaði og sameinast svo Rússlandi, rétt eins og uppreisnarmenn á Krímskaga gerðu í vor. Donbass-svæðið er hins vegar svæði sem nær yfir megnið af Donetsk og Luhansk ásamt vesturhluta Rostov-héraðs í Rússlandi. Nafnið Donbass er stytting úr rússneska heitinu „Donetskí bassein“, eða vatnasvæði Donets- árinnar sem rennur í gegnum iðnaðarhéraðið út í ána Don í Rússlandi. Á þessu svæði var stunduð kolavinnsla í stórum stíl allt frá því á nítjándu öld. Þetta er þéttbýlasta svæði Úkraínu, með stóriðnaði og töluverðri mengun. Donbass er því gamalt iðnaðarhérað sem skipti miklu máli fyrir efnahag Sovétríkjanna, ekki ósvipað Ruhr-héraði í Þýskalandi. NÝJA-RÚSSLAND OG DONBASS-SVÆÐIÐ ALMENNINGUR VERÐUR VERST ÚTI Tvær konur leiðast í borginni Donetsk en í fjarska sést reykur eftir loftárásir. SJÁLFBOÐALIÐASVEITIR ÞJÓÐERNISSINNA Nýir liðsmenn Azov-herdeildarinnar sverja hollustueið í Kænugarði um síðustu helgi. Þeir fá þriggja vikna þjálfun áður en þeir taka til við að berjast við uppreisnarmenn í austurhluta landsins. UPPREISNARMENN Á FERÐ Skriðdreka ekið um borgina Donetsk um síðustu helgi. Fána Nýja-Rússlands er veifað úr skriðdrekanum. ÁTÖK Á ÞINGI Harkan í deilum þjóðernissinna og Rússlandssinna er greinileg þarna á þjóðþingi landsins þar sem þingmenn Svoboda slást við þingmenn Kommúnistaflokksins. Kharkiv Ú K R A Í N A RÚ S S L A N D Donetsk Odessa Kiev Rostov við Don Luhansk Krímskagi Asovhaf Svartahaf Donbass N ÝJA - RÚ S S L A N D ÁTÖKIN EINSKORÐAST VIÐ AUSTUR-ÚKRAÍNU Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.