Fréttablaðið - 30.08.2014, Side 96

Fréttablaðið - 30.08.2014, Side 96
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 52 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 30. ÁGÚST 2014 Leiklist 19.00 Pétur Ármannsson og Brogan Davison, sem kalla sig DFM, sýna nýtt sviðslistaverk um Steina-Petru. Margir Íslendingar kannast við Petru, en hún kom á fót glæsilegu steinasafni á Stöðvarfirði. Verkið er hluti af dagskrá hátíðarinnar Lókal í Tjarnarbíói og hefst klukkan 19.00. Tónlist 15.00 Á síðustu sumartónleikum veitingahússins Jómfrúarinnar í ár kemur fram kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar og sænska gítarleikarans Hans Olding. Auk þeirra skipa hljómsveit- ina þeir Richard G. Andersson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Þeir munu flytja fjölbreytt úrval þekktra djasslaga frá ýmsum tímabilinum. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúar- torginu. Þeir hefjast kl. 15 og er aðgangur ókeypis. 16.00 Agnar Már Magnússon, djasspíanisti ætlar að halda einleikstónleika í Hannesarholti í tilefni af fertugsafmæli sínu. Tónleikarnir verða á sjálfan afmælisdaginn 30. ágúst og hefjast klukkan 16.00. Á efnisskránni verða að hluta til eigin verk, þekkt- ir jazz standardar og spuni. Þetta eru fyrstu tónleikar Agnars í Hannesarholti. Miðaverð er 2.000 krónur. 21.00 Iceland Airwaves leggur land undir fót, fimmta árið í röð, með nokkrum eðalböndum og skellir sér á Græna hattinn á Akureyri. Fram koma, VÖK, FUFANU, MAFAMA. Húsið opnar klukkan 21.00, tónleikar hefjast klukkan 23.00 og það er FRÍTT INN. 21.00 Magni Ásgeirs og félagar skemmta í Allanum á Siglufirði. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. 22.00 Hljómsvieitn LEAVES ætlar að koma fram á Dillon í kvöld klukkan 22.00. Ætla að spila lög af sinni nýjustu plötu. 23.00 Ingvar Grétarsson og hljómsveit leika og syngja á Ob-La- Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8 í kvöld klukkan 23.00. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Steindór Jonsson spilar diskó og skylda takta af vínyl- og geislaplötum. DJ Dramb sér um upphitun á Húrra í kvöld. Frítt inn. Íþróttir 16.00 Borgunarbikarinn úrslitaleikur kvenna í fótbolta fer fram í dag og þar mætast Stjarnan og Selfoss. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16.00. Uppákomur 16.00 Söfnunar- og minningarganga Kittýjar um Héðinsfjarðar- göng. Kristbjörg Marteinsdóttir, Kittý, eins og hún var jafnan kölluð, lést af völdum brjóstakrabbameins í lok árs 2009 eftir að hafa barist við sjúkdóminn í sex ár. Dansleikir 23.00 Hljómsveitin Á móti sól leikur á hinum árlega kjöt- súpudansleik í Hvoli, Hvolsvelli, í kvöld. Kjötsúpa er kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar djamm er annars vegar, en á Hvolsvelli hugsa menn greinilega langt út fyrir boxið! Sýningar 14.00 Á Akureyrarvöku í dag klukkan 14.00 opnar Gunnar Kr. Jónasson sýninguna Formsins vegna í Populus tremula. Gunnar er þekktur fyrir afar sterkt formskyn og kraftmikil verk, hvort heldur þau eru tvívíð eða skúlptúrar. Að þessu sinni sýnir hann nýjar akríl- og vatnslitamyndir unnar á pappír. 14.00 Í dag klukkan 14.00 á Akureyrarvöku opnar María Rut Dýr- fjörð sýninguna , Eitthvað fallegt í Flóru á Akureyri. 16.00 Sýningin Votlönd verður opnuð í sýningarsal Norræna hússins laugardaginn í dag klukkan 16.00. Að sýningunni stendur hópur íslenskra og finnskra listakvenna sem áður hefur sýnt bæði á Íslandi og í Finnlandi. Kveikjan að samstarfinu var áhugi fyrir samtali um keramik á breiðum grundvelli og þróun fagsins í báðum löndum. Markaðir 11.00 Ljúfmetisverslunin Búrið býður fólk velkomið á sumar- matarmarkað Búrsins helgina í Hörpunni. Opið frá 11-17 báða dagana. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 31. ÁGÚST 2014 Sýningar 13.00 Í dag eru síðustu forvöð að skoða sýninguna Nesstofa – Hús og saga. Sýningin hefur staðið í Nesstofu á Seltjarnarnesi frá því í júní. Opið er frá 13-17 á laugardag og sunnudag, aðgangur ókeypis. 15.00 Sýningarstjóraspjall Margrétar Elísabetar á sýningunni Snertipunktar í Listasafni Árnesinga, Hveragerði. Kynningar 17.00 Andrea Jónsdóttir leikur og kynnir lög af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La- Da, Frakkastíg 8, í dag klukkan 17.00. Aðgangur er ókeypis. Dansleikir 20.00 Dansað verður í Félagsheimili eldri borgara í Reykjavík í Stangarhyl 4 í kvöld. Hljómsveitin Klassik leikur fyrir dansi. Félagar taki með sér gesti. Aðgangs- eyrir er kr. 1.800 en kr 1.500 gegn framvísun félagsskírteinis. Listamannaspjall 15.00 Í dag klukkan 15.00 mun Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir ræða við gesti um verk sín á sýningunni í Hafnarborg. Markaðir 11.00 Ljúfmetisverslunin Búrið býður fólk velkomið á sumarmatarmarkað Búrsins helgina í Hörpunni. Opið frá 11-17 báða dagana. 11.00 Roller Derby Ísland mun selja ýmsa skemmtilega muni í Kolaportinu í dag. Tónlist 16.00 Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó- leikari helga efnisskrá sína lögum og ljóðum frá öðrum tug tuttugustu aldar þegar Halldór Laxness dvaldi í Bandaríkjunum og Kanada. Þær koma fram á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins í dag. Miðaverð er 1.500 krónur. LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR Íþróttafélagið Roller Derby Ísland mun selja hitt og þetta í Kolaportinu næstkomandi sunnu- dag á milli klukk- an 11.00 og 17.00. Salan er hugs- uð til að fjár- magna fyrsta stórleik félags- ins hér heima en Roller Derby-lið frá Frakklandi mun koma til landsins til að etja kappi við liðið. Samkvæmt Facebook-síðu sölunnar er Roller Derby, eða hjólaskautarallí, „háhraða- snerti íþrótt sem stund- uð er á hjólaskautum (ekki línuskautum), og að stærstum hluta af konum á öllum aldri (þó karladeildir/lið séu nýlega farin að spretta upp).“ Hægt verður að styrkja félagið og skrá sig á nýliðanám- skeið í Kolaportinu á sunnudaginn. - þij Fjármagna fyrsta leikinn Íþróttafélagið Roller derby mun keppa sinn fyrsta stórleik á heimavelli gegn frönsku liði á næstunni. FYRSTI HEIMALEIKURINN Íslenska Roller Derby-liðið undirbýr sig af kappi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.