Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 47
 | FÓLK | 5 Verslunin Eirberg Heilsa að Stór-höfða ætti að vera flestum lands-mönnum kunnug, en verslun sú hefur lengi boðið fagaðilum og almenn- ingi upp á vandaðar heilbrigðisvörur, sér- hæfða ráðgjöf og faglega þjónustu. Mark- mið Eirbergs er að efla heilsu, auðvelda fólki störf sín og stuðla að vinnuvernd og hagræði. Eirberg byggir á traustum faglegum grunni á heilbrigðissviði og starfsfólk kappkostar að bjóða eingöngu viðurkenndar og vandaðar vörur. Nú hyggst hið rótgróna fyrirtæki nýta þennan bakgrunn og hugsjón í nýrri verslun með nýjum áherslum í Eirbergi Kringlunni. Með auknu vöruúrvali og fjölgun viðskiptavina þótti aðstand- endum Eirbergs ástæða til að opna nýja verslun með öðrum áherslum. Með Eirbergi Lífstíl er horft til kúnnahóps sem vill tileinka sér virkan, einfaldan, þægilegan og vistvænan lífsstíl. „Vöruúr- valið var orðið svo mikið fyrir almenning og almennan notanda að það skapaðist grundvöllur fyrir nýja búð,“ segir Kristinn Johnson, markaðsstjóri Eirbergs. Búðin mun bjóða upp á klassískar Eirbergsvör- ur eins og lofthreinsi- og rakatæki, þjálfunar- og æfingavörur, dagljós og heilsukodda, hitameðferð, nuddtæki og heimilis-spa. En ekki er nóg með það því einnig mun verslunin verða sú fyrsta á Íslandi til að selja vörur frá fyrirtækinu House of Marley og hina gríðarlega vinsælu Wets-skó. HOUSE OF MARLEY House of Marley verður með Shop-in- Shop í Eirberg Lífstíl. Vörulínan saman- stendur af vönduðum heyrnartólum, hljómflutningstækjum, armbandsúrum og töskum. Ekkert hefur verið til sparað í hönnun og framleiðslu hjá Marley. Vörumerkið er í eigu Bob Marley-fjöl- skyldunnar sem leggur persónulegan metnað í framleiðslu og efnisval. Vör- urnar eru framleiddar á vistvænan hátt úr endurunnum efnum. Hugsjón fyrir- tækisins byggist á hugmyndafræði fjöl- skyldunnar sem gengur út á aukin gæði, bættan hag umhverfisins og skuldbindingu gagn- vart góðgerðarmálum á heimsvísu. Markmið þeirra er að auðga líf fólks í gegnum frábæra upplifun af vör- unum frá Marley ásamt því að láta hluta sölunnar renna til stuðnings góð- gerðarverkefnum um allan heim. Marley-vörurnar eru framleiddar með sjálf- bærum hætti úr vistvænum efnum, þar á meðal hinu sérframleidda REWIND™ efni, vefnaðarvöru, endur- unnu plasti, endurunnum málmum, bambus og Forest Stewardship Council vottuðum skógum. WETS Skórnir frá Wets eru einstaklega vel hannaðir, einfaldir og praktískir. Þeir eru vatnsheldir, hlýir og sólarnir hafa stamt grip sem hentar sérstaklega vel fyrir ís- lensk veðurskilyrði. Skórnir eru fáanlegir í nokkrum mismunandi litum. TUFTE Tufte er ný lína sem einnig verður boðið upp á í versluninni Eirbergi Lífstíl. Í línunni eru sokkar og nærföt sem eru nánast alfarið unnin úr bambus. Bambus hefur ýmislegt að bjóða sem önnur efni gera ekki, hann er t.d. margfalt mýkri en bómull og nánast eins og silki viðkomu. Hann andar mun betur, er bakteríudrep- andi og umhverfisvænn þar að auki. EIRBERG LÍFSTÍLL OPNUÐ Í KRINGLUNNI EIRBERG KYNNIR Eirberg hefur opnað nýja og glæsilega lífsstílsverslun á fyrstu hæð í Kringlunni. Verslunin heitir einfaldlega Lífstíll og kemur til með að bjóða upp á mjög vand- aðan varning sem hingað til hefur ekki verið aðgengilegur hér á landi. VANDAÐAR VÖRUR Vörurnar eru framleiddar á vistvænan hátt úr endurunnum efnum. VISTVÆNN LÍFSTÍLL Eirberg Lífsstíll einblínir á kúnnahóp sem vill tileinka sér virkan, einfaldan, þægilegan og vistvænan lífsstíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.