Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 66
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 „Jón frá Ljárskógum var einn vinsælasti tónlistarmaður lands- ins á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, nokkurs konar Bing Crosby Íslands. Hann og félagar hans í M.A.-kvartettin- um sungu sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og voru í raun fyrstu dægurstjörnurnar hér á landi,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, listrænn stjórnandi og skipuleggjandi söngskemmtun- arinnar Syngdu mig heim, sem hann stendur fyrir í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Jóns. Sigurður segir fá dæmi í íslenskri tónlistarsögu um áþekkar vinsældir og M.A.- kvart ettinn naut á sínum tíma. Sérstaklega hafi söngtextar Jóns átt upp á pallborðið og lifi þeir enn með þjóðinni, t.d. Sestu hérna hjá mér, ástin mín, Kom vornótt og syng og Blærinn í laufi. „Söngdagskráin til heið- urs Jóni og M.A.-kvartettinum var fyrst flutt á hátíðartónleik- um í Vídalínskirkju í Garðabæ í vor fyrir fullu húsi. Við bjugg- umst við um 200 manns, en á endanum komu hátt í eitt þúsund og þurfti að opna safnaðarheim- ilið til að allir kæmust fyrir. Á tónleikunum, sem við héldum í kirkjum og félagsheimilum víða um land í sumar var líka yfirleitt húsfyllir. Eldri tónlistargest- ir höfðu margir á orði að þeir hafi horfið aftur til ungdómsár- anna þegar þeir hlýddu á þessar gömlu dægurlagaperlur,“ segir Sigurður Helgi. Tónleikarnir hverfast um Jón frá Ljárskógum og milli atriða, sem samanstanda af einsöng, dúettum, kvartett og kór, verður fjallað um líf hans og list. Flytj- endur á tónleikunum, sem hefjast kl. 20.00 í Langholtskirkju föstu- dagskvöldið 10. október verða auk Sigurðar Helga, sem spilar á píanó, Una Dóra Þorbjörns- dóttir, Unnur Birna Björnsdótt- ir, Guðmundur Davíðsson og Kvartettinn Emma, nýstofnaður söngkvartett í anda M.A.-kvar- tettsins. Einnig mun Karlakór Reykjavíkur, sem Jón söng með um skeið, hefja upp raust sína. „Það kæmi mér ekki á óvart að við fylltum kirkjuna, sem tekur 500 manns. Við ætlum að flytja mörg af þekktustu söngljóðum skáldsins, þar á meðal nokkur lög sem M.A.- kvartettinn gerði fræg, og flytja þau í uppruna- legri útsetningu, en það hefur ekki verið gert í 70 ár.“ Sigurður Helgi er að norðan og mikill áhugamaður um M.A.- kvartettinn. Hann viðurkennir að vera helsti hvatamaður tón- leikahaldsins. „Að baki þeim býr mikil sagnfræðirannsókn á sögu kvartettsins og dægurtónlistar- sögu Íslands á millistríðsárun- um, en þá ríkti hér mikil söng- gleði, sem mér finnst kristallast í persónu Jóns frá Ljárskóg- um. Ég byrjaði á þessu grúski í menntaskóla og nú stefnir allt í að afraksturinn verði bók, sem væntanlega ber nafnið M.A.- kvartettinn – Fyrstu dægur- stjörnur Íslands“ og að hún komi út að tveimur árum liðnum,“ upplýsir Sigurður Helgi og segir jafnframt að engir styrktaraðil- ar séu að tónleikunum. valgerdur@frettabladid.is Jón frá Ljárskógum var Bing Crosby Íslands Káta Víkurmær, Blærinn í laufi og fl eiri söngljóð eft ir helstu dægurstjörnu Íslands á liðinni öld verða á dagskrá söngskemmtunarinnar Syngdu mig heim. EMMA KVARTETTINN Efst fyrir miðju er Magnús Pétursson 2. tenór, t.v. er Reynir Bergmann Pálsson 1. bassi, Björn Bjarnsteinsson 2. bassi t.h. og Guðmundur Davíðsson 1. tenór neðst fyrir miðju. Jón Jónsson fæddist árið 1914 að Ljár- skógum í Laxárdal. Hann stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri og útskrifaðist þaðan stúdent 1934. Á skólaárunum stofnaði hann M.A.-kvartettinn, sem hann söng með sitt síðasta lag árið 1942 aðeins 28 ára gamall og veikur af berklum. Eftir að hafa horfið frá guðfræðinámi við Háskóla Íslands gerðist hann kennari við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar. Jón var landsþekktur fyrir ljóð sín og söngtexta. Eftir hann liggja tvær frumortar ljóðabækur og söngljóðasafn. Jón lést á Vífil- stöðum rúmlega þrítugur frá eiginkonu og kornungum syni. SÖNG SITT SÍÐASTA LAG MEÐ M.A.- KVARTETT INUM FRÁ AKUREYRI ÁRIÐ 1942 M.A.-KVARTETTINN Í ÁRDAGA FERILSINS Efst fyrir miðju er Jakob V. Hafstein 1. bassi, t.v. Þor- geir Gestsson 1. tenór og Jón frá Ljárskógum og neðst fyrir miðju er Steinþór Gestsson 2. tenór. Þorgeir og Steinþór voru bræður frá Hæli í Gnúpverjahreppi. Markverð umfjöllun um þessi lykilskáld fyrri hluta síðustu aldar þar sem í brennidepli eru þau ljóð þeirra sem nýstárlegust þóttu. Þorsteinn Þorsteinsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2007 fyrir Ljóðhús. „Hugmyndir fara fljúgandi um, þyrlast upp og finna sér skjól … Höfundurinn skrifar skýran og einfaldan texta, er nálægur og innilegur í tóni …“ Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið um Ljóðhús Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Jónsson, Halldór Kiljan Laxness og Steinn Steinarr. UPPHAF NÚTÍMA- LJÓÐLISTAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.